Hótar aðgerðum og biður um skýrmælgi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. október 2017 06:00 Sambandssinnar í Katalóníu hafa mótmælt aðgerðum héraðsstjórnarinnar. Vísir/EPA Ef Katalónía lætur ekki af óljósum áformum um sjálfstæðisyfirlýsingu mun spænska ríkisstjórnin grípa til aðgerða og byrja á því að svipta héraðið sjálfsstjórnarréttindum. Þetta sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í gær. Vafi leikur á um hvort Katalónar hafi eða hafi ekki lýst yfir sjálfstæði á þriðjudag. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, skrifaði vissulega undir yfirlýsingu þess efnis en gildistöku yfirlýsingarinnar var frestað í því skyni að freista þess að komast að samkomulagi við Rajoy-stjórnina. Rajoy gaf Puigdemont fimm daga frest til að skýra mál sitt en tilkynning gærdagsins er fyrsta skrefið í átt að sviptingu sjálfsstjórnarréttinda. Togstreitan á milli katalónskra aðskilnaðarsinna og Spánverja hefur ekki verið meiri í langan tíma en hún hefur stigmagnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið boðaði til kosninga. Þær kosningar fóru fram þótt spænski stjórnlagadómstóllinn dæmdi þær ólöglegar og niðurstöðurnar voru mikill stuðningur við sjálfstæðisyfirlýsingu, þó með dræmri kjörsókn. „Þetta ákall til Katalóna, sem kemur áður en stjórnvöld grípa til aðgerða í samræmi við 155. grein stjórnarskrár okkar, miðar að því að gera ástandið skýrt fyrir almenningi og tryggja öryggi þeirra í aðstæðum sem þessum,“ sagði Rajoy.Mariano Rajoy forsætisráðherra var harðorður í garð aðskilnaðarsinna.Nordicphotos/AFP„Það er algjörlega nauðsynlegt að binda enda á ástandið í Katalóníu, að tryggja öryggi héraðsins á ný, eins fljótt og auðið er,“ bætti forsætisráðherrann við. Rajoy hélt einnig ræðu fyrir spænska þinginu síðar í gær þar sem hann sagði alvarlegustu ógn í fjörutíu ára sögu Spánar nú steðja að ríkinu. Sakaði hann katalónska aðskilnaðarsinna um að hafa hrundið af stað andlýðræðislegri áætlun og með því sogað alla Katalóna, jafnvel sambandssinna, inn í hringiðuna. Spánverjar þyrftu því að koma jafnvægi á í héraðinu á ný. Forsætisráðherrann þvertók einnig fyrir að erlendir aðilar kæmu að borðinu til að miðla málum. Sú ábyrgð hvíldi á herðum Puigdemont og samstarfsmanna hans. Jafnframt væri hann tilbúinn til þess að semja um aukna sjálfsstjórn Katalóníu og breytingar á spænsku stjórnarskránni en það þyrfti að gerast innan ramma spænskra laga. Pedro Sanchez, leiðtogi spænsku stjórnarandstöðunnar, tjáði sig um ástandið við fjölmiðla í gær. Sagði hann að stjórnarandstaðan ynni með ríkisstjórninni að því að binda enda á deiluna. „Við einbeitum okkur að því að því að halda Katalóníu innan Spánar, ekki að því hvernig væri hægt að veita héraðinu sjálfstæði,“ sagði Sanchez. Er meirihluti fyrir sjálfstæði?Þótt níutíu prósent atkvæða í nýafstöðnum kosningum í Katalóníu hafi fallið sjálfstæðinu í vil er ekki hægt að fullyrða að meirihluti Katalóna aðhyllist aðskilnað frá Spáni. Til að mynda var kjörsókn vel undir fimmtíu prósentum og þá höfðu sambandssinnar á katalónska þinginu eindregið hvatt stuðningsmenn sína til þess að sniðganga hinar ólöglegu kosningar. Það er einnig erfitt að nálgast nýjar skoðanakannanir um sjálfstæði Katalóníu. Í könnun Sociométrica frá því í byrjun september kemur fram að 50,1 prósent aðhyllist sjálfstæði. Í júlí kom fram í könnun GESOP að 41,1 prósent aðhylltist sjálfstæði og í könnun GAD3 frá því í apríl aðhylltust 41,9 prósent sjálfstæði. The Washington Post birti langa úttekt í gær á því sem miðillinn kallar „Mýtan um mikinn stuðning við sjálfstæði Katalóníu“. Þar kemur fram að samkvæmt opinberum könnunum katalónsku héraðsstjórnarinnar hafi stuðningur við sjálfstæði mælst 35 prósent í júlí. Samkvæmt þeim könnunum hafa sjálfstæðissinnar aldrei verið í meirihluta undanfarinn áratug. Næst meirihluta var komist árið 2013 þegar 49 prósent sögðust styðja sjálfstæði. Í úttektinni kemur hins vegar fram að í ljósi hatrammrar deilu Rajoy og Puigdemont sé líklegt að stuðningur við sjálfstæði aukist. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Ef Katalónía lætur ekki af óljósum áformum um sjálfstæðisyfirlýsingu mun spænska ríkisstjórnin grípa til aðgerða og byrja á því að svipta héraðið sjálfsstjórnarréttindum. Þetta sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í gær. Vafi leikur á um hvort Katalónar hafi eða hafi ekki lýst yfir sjálfstæði á þriðjudag. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, skrifaði vissulega undir yfirlýsingu þess efnis en gildistöku yfirlýsingarinnar var frestað í því skyni að freista þess að komast að samkomulagi við Rajoy-stjórnina. Rajoy gaf Puigdemont fimm daga frest til að skýra mál sitt en tilkynning gærdagsins er fyrsta skrefið í átt að sviptingu sjálfsstjórnarréttinda. Togstreitan á milli katalónskra aðskilnaðarsinna og Spánverja hefur ekki verið meiri í langan tíma en hún hefur stigmagnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið boðaði til kosninga. Þær kosningar fóru fram þótt spænski stjórnlagadómstóllinn dæmdi þær ólöglegar og niðurstöðurnar voru mikill stuðningur við sjálfstæðisyfirlýsingu, þó með dræmri kjörsókn. „Þetta ákall til Katalóna, sem kemur áður en stjórnvöld grípa til aðgerða í samræmi við 155. grein stjórnarskrár okkar, miðar að því að gera ástandið skýrt fyrir almenningi og tryggja öryggi þeirra í aðstæðum sem þessum,“ sagði Rajoy.Mariano Rajoy forsætisráðherra var harðorður í garð aðskilnaðarsinna.Nordicphotos/AFP„Það er algjörlega nauðsynlegt að binda enda á ástandið í Katalóníu, að tryggja öryggi héraðsins á ný, eins fljótt og auðið er,“ bætti forsætisráðherrann við. Rajoy hélt einnig ræðu fyrir spænska þinginu síðar í gær þar sem hann sagði alvarlegustu ógn í fjörutíu ára sögu Spánar nú steðja að ríkinu. Sakaði hann katalónska aðskilnaðarsinna um að hafa hrundið af stað andlýðræðislegri áætlun og með því sogað alla Katalóna, jafnvel sambandssinna, inn í hringiðuna. Spánverjar þyrftu því að koma jafnvægi á í héraðinu á ný. Forsætisráðherrann þvertók einnig fyrir að erlendir aðilar kæmu að borðinu til að miðla málum. Sú ábyrgð hvíldi á herðum Puigdemont og samstarfsmanna hans. Jafnframt væri hann tilbúinn til þess að semja um aukna sjálfsstjórn Katalóníu og breytingar á spænsku stjórnarskránni en það þyrfti að gerast innan ramma spænskra laga. Pedro Sanchez, leiðtogi spænsku stjórnarandstöðunnar, tjáði sig um ástandið við fjölmiðla í gær. Sagði hann að stjórnarandstaðan ynni með ríkisstjórninni að því að binda enda á deiluna. „Við einbeitum okkur að því að því að halda Katalóníu innan Spánar, ekki að því hvernig væri hægt að veita héraðinu sjálfstæði,“ sagði Sanchez. Er meirihluti fyrir sjálfstæði?Þótt níutíu prósent atkvæða í nýafstöðnum kosningum í Katalóníu hafi fallið sjálfstæðinu í vil er ekki hægt að fullyrða að meirihluti Katalóna aðhyllist aðskilnað frá Spáni. Til að mynda var kjörsókn vel undir fimmtíu prósentum og þá höfðu sambandssinnar á katalónska þinginu eindregið hvatt stuðningsmenn sína til þess að sniðganga hinar ólöglegu kosningar. Það er einnig erfitt að nálgast nýjar skoðanakannanir um sjálfstæði Katalóníu. Í könnun Sociométrica frá því í byrjun september kemur fram að 50,1 prósent aðhyllist sjálfstæði. Í júlí kom fram í könnun GESOP að 41,1 prósent aðhylltist sjálfstæði og í könnun GAD3 frá því í apríl aðhylltust 41,9 prósent sjálfstæði. The Washington Post birti langa úttekt í gær á því sem miðillinn kallar „Mýtan um mikinn stuðning við sjálfstæði Katalóníu“. Þar kemur fram að samkvæmt opinberum könnunum katalónsku héraðsstjórnarinnar hafi stuðningur við sjálfstæði mælst 35 prósent í júlí. Samkvæmt þeim könnunum hafa sjálfstæðissinnar aldrei verið í meirihluta undanfarinn áratug. Næst meirihluta var komist árið 2013 þegar 49 prósent sögðust styðja sjálfstæði. Í úttektinni kemur hins vegar fram að í ljósi hatrammrar deilu Rajoy og Puigdemont sé líklegt að stuðningur við sjálfstæði aukist.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira