Opna stjörnuturninn á Nesinu fyrir almenningi Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2017 09:45 Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness var stofnað til að sjá um sjónaukann í stjörnuturninum ofan á Valhúsaskóla. Þórir Már Jónsson Eftir viðamiklar endurbætur á aðgengi að stjörnusjónaukanum í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í sumar fá gestir og gangandi að kíkja á hann á Menningarhátíð bæjarins í kvöld. Fram að þessu hafa skólahópar vílað fyrir sér að skoða stjörnuturninn vegna aðgengisins. Seltjarnarnesbær kostaði endurbætur á aðgenginu að turninum í sumar sem nú er lokið. Þórir Már Jónsson, gjaldkeri Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem á sjónaukann, segir að til komast í stjörnuturninn hafi þurft að klífa bratta og leiðinlega heimasmíðaða tréstiga. Nú sé hins vegar búið að saga úr gólfinu og smíða almennilegan hringstiga að sjónaukanum. Stjörnuskoðunarfélagið hefur alltaf verið opið fyrir almenningi af landinu öllu og fólki og hópum hefur staðið til boða að koma og skoða kíkinn. Aðgengið hefur hins vegar hamlað því undanfarin ár. „Við vitum hins vegar að margir hafa vílað fyrir sér að fara þarna upp, sérstaklega skólahópar. Ég veit að skólar hafa ekki viljað bera ábyrgð á því að fara með hóp af yngri krökkum í svona príl,‟ segir Þórir Már.Ólíklegt er að hægt verði að skoða stjörnur annað kvöld vegna veðurs en gestir geta kynnt sér starfsemi Stjörnuskoðunarfélagsins og skoðað útsýnið úr turninum.Stjörnuskoðunarfélag SeltjarnarnessOpnað formlega með opnu húsi á MenningarhátíðEndurbæturnar sem nú hafa verið gerðar eiga því að gera þægilegra fyrir skólahópa og aðra að koma í heimsókn og fá að kíkja á stjörnurnar.Opið hús verður í Valhúsaskóla kl. 20 í kvöld í tengslum við Menningarhátíð Seltjarnarnesbæjar þar sem stjörnuturninn verður formlega opnaður eftir endurbæturnar. Veðurspáin lofar ekki góðu fyrir stjörnuskoðun en Þórir Már segir að félagar Stjörnuskoðunarfélagsins verði engu að síður til taks til að kynna félagið og sýna aðstöðuna. „Það er allavegana hægt að skoða útsýnið yfir borgina. Það er ekkert leiðinlegt að kíkja út þarna úr turninum þó að sjónaukinn verði að bíða til betri tíma,‟ segir hann. Seltjarnarnes Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Eftir viðamiklar endurbætur á aðgengi að stjörnusjónaukanum í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í sumar fá gestir og gangandi að kíkja á hann á Menningarhátíð bæjarins í kvöld. Fram að þessu hafa skólahópar vílað fyrir sér að skoða stjörnuturninn vegna aðgengisins. Seltjarnarnesbær kostaði endurbætur á aðgenginu að turninum í sumar sem nú er lokið. Þórir Már Jónsson, gjaldkeri Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem á sjónaukann, segir að til komast í stjörnuturninn hafi þurft að klífa bratta og leiðinlega heimasmíðaða tréstiga. Nú sé hins vegar búið að saga úr gólfinu og smíða almennilegan hringstiga að sjónaukanum. Stjörnuskoðunarfélagið hefur alltaf verið opið fyrir almenningi af landinu öllu og fólki og hópum hefur staðið til boða að koma og skoða kíkinn. Aðgengið hefur hins vegar hamlað því undanfarin ár. „Við vitum hins vegar að margir hafa vílað fyrir sér að fara þarna upp, sérstaklega skólahópar. Ég veit að skólar hafa ekki viljað bera ábyrgð á því að fara með hóp af yngri krökkum í svona príl,‟ segir Þórir Már.Ólíklegt er að hægt verði að skoða stjörnur annað kvöld vegna veðurs en gestir geta kynnt sér starfsemi Stjörnuskoðunarfélagsins og skoðað útsýnið úr turninum.Stjörnuskoðunarfélag SeltjarnarnessOpnað formlega með opnu húsi á MenningarhátíðEndurbæturnar sem nú hafa verið gerðar eiga því að gera þægilegra fyrir skólahópa og aðra að koma í heimsókn og fá að kíkja á stjörnurnar.Opið hús verður í Valhúsaskóla kl. 20 í kvöld í tengslum við Menningarhátíð Seltjarnarnesbæjar þar sem stjörnuturninn verður formlega opnaður eftir endurbæturnar. Veðurspáin lofar ekki góðu fyrir stjörnuskoðun en Þórir Már segir að félagar Stjörnuskoðunarfélagsins verði engu að síður til taks til að kynna félagið og sýna aðstöðuna. „Það er allavegana hægt að skoða útsýnið yfir borgina. Það er ekkert leiðinlegt að kíkja út þarna úr turninum þó að sjónaukinn verði að bíða til betri tíma,‟ segir hann.
Seltjarnarnes Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira