Ísland tryggði sér HM-sætið með 2-0 sigri á Kósóvó á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið en landslið Panama komst þangað eftir 2-1 sigur á Kosta Ríka í nótt.
Panama endaði í þriðja sæti í Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum á eftir Mexíkó og Kosta Ríka en allar þrjár þjóðirnar verða með á HM.
Það var mikil gleði og fögnuður á Íslandi á mánudagskvöldið og eflaust hefðu margir viljað fá frí daginn eftir.
Sannkölluð þjóðhátíðarstemning ríkti líka á Panama eftir að landsliðið tryggði sér sæti á HM í fyrsta skipti í sögunni en þar þurftu menn ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að mæta til vinnu í dag.
Decretos firmados, ustedes se lo merecen, Viva la sele, Viva Panama!!!! pic.twitter.com/kmyW7GkWHp
— Juan Carlos Varela (@JC_Varela) October 11, 2017
Varela sendi frá sér þrjár tilkynningar á Twitter. Fyrsta tilkynnti hann dagurinn í dag verði þjóðhátíðardagur í Panama. Þá tilkynnti hann að allir starfsmenn, í bæði opinbera og einkageiranum, fái frí frá vinnu í dag og loks tilkynnti hann að öll kennsla í öllum skólum landsins muni falla niður í dag.
La voz del Pueblo ha sido escuchada; celebra este día histórico para Panamá. Mañana será Día de Fiesta Nacional. pic.twitter.com/RJWNyTs06L
— Juan Carlos Varela (@JC_Varela) October 11, 2017
Es un día histórico para el país. Mañana será libre para los trabajadores del sector público y privado.
— Juan Carlos Varela (@JC_Varela) October 11, 2017
En un Día de Fiesta Nacional también se suspenden las clases en las escuelas públicas y privadas del país, celebren en familia.
— Juan Carlos Varela (@JC_Varela) October 11, 2017