Þingmaður varaði við „ófyrirséðum“ viðbótargjöldum WOW Air á breska þinginu Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2017 12:56 Þingmaðurinn Darren Jones var óánægður með copy/paste-svör flugfélagsins eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands og vakti athygli á því á breska þinginu. Vísir/Getty Breskur þingmaður gerði íslenska flugfélagið WOW Air að umtalsefni á breska þinginu í gær þegar neytendamál voru til umræðu. Sagðist hann illa svikinn eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands með WOW Air þar sem hann þurfti að borga meira fyrir handfarangurstöskurnar þeirra heldur en flugfarið sjálft.Breska dagblaðið The Mirror greindi fyrst frá ræðu þingmannsins á vef sínum en Ríkisútvarpið gerði henni skil á vef sínum fyrr í dag.Þingmaður beygði af Umræðan um neytendamál hófst þegar Vicky Ford, þingmaður Íhaldsflokksins, bað þingmenn um að styðja ekki neinar breytingar sem gætu veikt stöðu breskra neytenda í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ford brast í grát þegar hún lýsti því yfir að hún hefði misst föður sinn í eldsvoða þegar hún var tíu ára vegna gallaðs raftækis. „Eldurinn kviknaði vegna raftækis. Þetta er ekki tíminn til að draga úr öryggiskröfum,“ sagði Ford og beygði af. „Það þarf að verja neytendur með ströngum öryggiskröfum, bæði á meðan útgöngunni stendur og eftir hana.“Rifjaði upp ferð með eiginkonunni til Íslands Í þessum umræðum tók þingmaður Verkamannaflokksins, Darren Jones, til máls og var allt annað en sáttur vegna framkomu WOW Air. Hann sagði frá því hvernig viðbótargjald hefði komið aftan að honum og eiginkonu hans þegar þau flugu með WOW Air til Íslands. „Margir af kjósendum okkar munu þurfa að ganga í gegnum þá árlegu þolraun að borga viðbótargjöld fyrir eitthvað á borð við útprentun flugmiða, bókun sæta eða að komu tösku í flug þegar þú hélst að það væri í lagi en komst síðar að því að svo var ekki,“ sagði Jones.Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins.Vísir/GettyViðbótargjöldin gleymist við verðsamanburð Hann sagði vefi sem bjóða upp á verðsamanburð áætlunarferða flugfélaga gleyma að minnast á viðbótargjöldin, að sögn Jones sem starfaði sem lögmaður á svið neytendamála áður en hann var kjörinn á þing. „Þegar viðskiptavinir eru að leita að ódýrustu flugferðunum gera þeir sér oft á tíðum ekki grein fyrir því að flugfélögin eru að auka tekjur sínar með því að koma aftan að þeim með viðbótargjöldum,“ sagði Jones. Hann greindi frá því að þau hjónin hefðu verið rukkuð um 75 pund, eða því sem nemur um 10 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, fyrir að fá að taka með sér tösku í áætlunarflug WOW Air. „Þetta var hærri upphæð en við greiddum fyrir farið sjálft,“ sagði Jones og benti á að stærðin á töskum sem má taka með í handfarangur hjá WOW Air sé umtalsvert minni en hjá öðrum flugfélögum.Segir kvörtuninni ekki hafa verið svarað Hann sagðist hafa greitt viðbótargjaldið í þeirri trú að hann gæti fengið að endurgreitt siðar meir. Honum var þó brugðið þegar kvörtun hans var ekki svarað af WOW Air nema með stöðluðu „copy/paste“-svari. Þegar hann hafi reynt að fá frekari svör hafi honum verið tilkynnt að honum yrði ekki svarað frekar af WOW Air.Ræðu hans í heild má lesa hér. Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins. Allir þeir sem bóka miða hjá flugfélaginu séu spurði um hversu margar töskur þeir ætla að taka með sér í handfarangur. Á vef flugfélagsins séu stærðirnar og kostnaður tekinn fram þegar bókunin fer fram. Farþegar megi taka með sér litla hluti á endurgjalds en greiða þurfi fyrir stærri handfarangurstöskur. Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Breskur þingmaður gerði íslenska flugfélagið WOW Air að umtalsefni á breska þinginu í gær þegar neytendamál voru til umræðu. Sagðist hann illa svikinn eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands með WOW Air þar sem hann þurfti að borga meira fyrir handfarangurstöskurnar þeirra heldur en flugfarið sjálft.Breska dagblaðið The Mirror greindi fyrst frá ræðu þingmannsins á vef sínum en Ríkisútvarpið gerði henni skil á vef sínum fyrr í dag.Þingmaður beygði af Umræðan um neytendamál hófst þegar Vicky Ford, þingmaður Íhaldsflokksins, bað þingmenn um að styðja ekki neinar breytingar sem gætu veikt stöðu breskra neytenda í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ford brast í grát þegar hún lýsti því yfir að hún hefði misst föður sinn í eldsvoða þegar hún var tíu ára vegna gallaðs raftækis. „Eldurinn kviknaði vegna raftækis. Þetta er ekki tíminn til að draga úr öryggiskröfum,“ sagði Ford og beygði af. „Það þarf að verja neytendur með ströngum öryggiskröfum, bæði á meðan útgöngunni stendur og eftir hana.“Rifjaði upp ferð með eiginkonunni til Íslands Í þessum umræðum tók þingmaður Verkamannaflokksins, Darren Jones, til máls og var allt annað en sáttur vegna framkomu WOW Air. Hann sagði frá því hvernig viðbótargjald hefði komið aftan að honum og eiginkonu hans þegar þau flugu með WOW Air til Íslands. „Margir af kjósendum okkar munu þurfa að ganga í gegnum þá árlegu þolraun að borga viðbótargjöld fyrir eitthvað á borð við útprentun flugmiða, bókun sæta eða að komu tösku í flug þegar þú hélst að það væri í lagi en komst síðar að því að svo var ekki,“ sagði Jones.Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins.Vísir/GettyViðbótargjöldin gleymist við verðsamanburð Hann sagði vefi sem bjóða upp á verðsamanburð áætlunarferða flugfélaga gleyma að minnast á viðbótargjöldin, að sögn Jones sem starfaði sem lögmaður á svið neytendamála áður en hann var kjörinn á þing. „Þegar viðskiptavinir eru að leita að ódýrustu flugferðunum gera þeir sér oft á tíðum ekki grein fyrir því að flugfélögin eru að auka tekjur sínar með því að koma aftan að þeim með viðbótargjöldum,“ sagði Jones. Hann greindi frá því að þau hjónin hefðu verið rukkuð um 75 pund, eða því sem nemur um 10 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, fyrir að fá að taka með sér tösku í áætlunarflug WOW Air. „Þetta var hærri upphæð en við greiddum fyrir farið sjálft,“ sagði Jones og benti á að stærðin á töskum sem má taka með í handfarangur hjá WOW Air sé umtalsvert minni en hjá öðrum flugfélögum.Segir kvörtuninni ekki hafa verið svarað Hann sagðist hafa greitt viðbótargjaldið í þeirri trú að hann gæti fengið að endurgreitt siðar meir. Honum var þó brugðið þegar kvörtun hans var ekki svarað af WOW Air nema með stöðluðu „copy/paste“-svari. Þegar hann hafi reynt að fá frekari svör hafi honum verið tilkynnt að honum yrði ekki svarað frekar af WOW Air.Ræðu hans í heild má lesa hér. Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins. Allir þeir sem bóka miða hjá flugfélaginu séu spurði um hversu margar töskur þeir ætla að taka með sér í handfarangur. Á vef flugfélagsins séu stærðirnar og kostnaður tekinn fram þegar bókunin fer fram. Farþegar megi taka með sér litla hluti á endurgjalds en greiða þurfi fyrir stærri handfarangurstöskur.
Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira