Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2017 12:15 Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata. Vísir Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. Subaru Legacy '90, sem var mest keyrði Subaru landsins þegar hún lagði honum árið 2015. Hún er mikill dýravinur, les mikið og segir Toto vera sinn uppáhalds tónlistarmann. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Evu við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör formannanna verða svo birt á næstu dögum og við byrjum á Evu Pandoru Baldursdóttur, þingmanni Pírata. Píratar eru ekki með formann en Eva Pandora gekk í hans stað að svo stöddu.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Skagafjörður. Ekki spurning.Tókstu sumar í sveit? Nei ekki beint. Ég elst upp á Sauðárkróki, tiltölulega stutt frá sveitinni og var reglulegur gestur í minni heimasveit.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? Ég verð að viðurkenna að ég er arfaslakur kokkur en ég geri ágætan fiskrétt í ofni.Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn?Volvo V60 sem hefur ekki enn fengið nafn þar sem ég er nýlega búin að kaupa hann. Áður var ég á ljósgrænum Volvo V40 sem hét Mosi.Hver er draumabíllinn?Enginn sérstakur þó ég verði að viðurkenna að ég sakna fyrsta bílsins míns. Það var 90‘ árgerð himinblár Subaru Legacy sem hafði þann heiður að vera mest keyrði Subaru landsins þegar ég lagði honum loksins árið 2015.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? Ég er ekki hrekkjótt.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? Á mínum fyrsta þingfundardegi seinasta haust var ég stödd í matsalnum að fá mér kaffisopa þegar Smári McCarthy kemur til mín og segir mér að drífa mig upp í pontu því ég sé næst á mælendaskrá. Ég fékk heldur betur fyrir hjartað.Uppáhalds tónlistarmaður? TotoHefur þú komist í kast við lögin? Hef fengið nokkrar hraðasektir.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? Mér finnst afskaplega notalegt að fá mér heitt te og lesa bók á föstudagskvöldum.Uppáhalds bókin? Úff þær eru svo margar. Ég les svo mikið og get engan vegin valið á milli.Uppáhalds bíómynd? Þar er líka erfitt að velja á milli en af allt öðrum ástæðum heldur en með bækurnar. Ég hef mjög lélegt minni á bíómyndir og get alveg horft á heila bíómynd þegar ég loksins átta mig á að ég hef séð hana áður.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Engin. En „guilty pleasure“ bækurnar mínar eru Ísfólkið.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? Stand out úr myndinni Guffagrín.Hefur þú farið í Costco? JáHefur þú farið í H&M á Íslandi? NeiHefur þú migið í saltan sjó? Já já, var mikið á ströndinni og í sjónum í Tælandi sem barn og þar var ég ekkert endilega að halda í mér.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bæði betra.Uppáhalds þynnkumatur? Safaríkir ávextir.Eva segir það skrítnasta sem hún hafi gert vera að bjóða sig fram til Alþingis.Ananas á pizzu? Allan daginn.Hvaða leikari væri fengin til að leika þig í bíómynd? Ég hreinlega veit ekki. Hingað til hef ég ekki séð neinn leikara sem líkist mér eitthvað af viti. Ég er kannski bara svona einstök.Hvaða hreyfing er í uppáhaldi hjá þér? Sund og göngutúrar með dóttur mína og hundana.Trúir þú á líf eftir dauðan? Í einhverju formi já.Hefur þú átt gæludýr? Já. Ég er mjög mikill dýravinir og mun líklega alltaf koma til með að eiga eitthvað dýr. Núna er ég með tvo hunda og eina kisu.Með hvaða liði heldur þú (íslensku)? Tindastól.Sterkasta minning úr æsku? Ég var með vinkonu minni að leika úti í móa þegar hún stígur á nagla. Ég er afskaplega viðkvæm fyrir blóði og líður yfir mig við að sjá mikið blóð. Þegar heim til hennar var komið þurfti mamma hennar að byrja á að aðstoða mig, áður en hún gat snúið sér að því að aðstoða dóttur sína með naglann í fætinum.Hvað er það skrítnasta sem þú hefur gert? Að bjóða mig fram á Alþingi er klárlega það skrítnasta sem ég hef gert. Kosningar 2017 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. Subaru Legacy '90, sem var mest keyrði Subaru landsins þegar hún lagði honum árið 2015. Hún er mikill dýravinur, les mikið og segir Toto vera sinn uppáhalds tónlistarmann. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Evu við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör formannanna verða svo birt á næstu dögum og við byrjum á Evu Pandoru Baldursdóttur, þingmanni Pírata. Píratar eru ekki með formann en Eva Pandora gekk í hans stað að svo stöddu.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Skagafjörður. Ekki spurning.Tókstu sumar í sveit? Nei ekki beint. Ég elst upp á Sauðárkróki, tiltölulega stutt frá sveitinni og var reglulegur gestur í minni heimasveit.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? Ég verð að viðurkenna að ég er arfaslakur kokkur en ég geri ágætan fiskrétt í ofni.Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn?Volvo V60 sem hefur ekki enn fengið nafn þar sem ég er nýlega búin að kaupa hann. Áður var ég á ljósgrænum Volvo V40 sem hét Mosi.Hver er draumabíllinn?Enginn sérstakur þó ég verði að viðurkenna að ég sakna fyrsta bílsins míns. Það var 90‘ árgerð himinblár Subaru Legacy sem hafði þann heiður að vera mest keyrði Subaru landsins þegar ég lagði honum loksins árið 2015.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? Ég er ekki hrekkjótt.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? Á mínum fyrsta þingfundardegi seinasta haust var ég stödd í matsalnum að fá mér kaffisopa þegar Smári McCarthy kemur til mín og segir mér að drífa mig upp í pontu því ég sé næst á mælendaskrá. Ég fékk heldur betur fyrir hjartað.Uppáhalds tónlistarmaður? TotoHefur þú komist í kast við lögin? Hef fengið nokkrar hraðasektir.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? Mér finnst afskaplega notalegt að fá mér heitt te og lesa bók á föstudagskvöldum.Uppáhalds bókin? Úff þær eru svo margar. Ég les svo mikið og get engan vegin valið á milli.Uppáhalds bíómynd? Þar er líka erfitt að velja á milli en af allt öðrum ástæðum heldur en með bækurnar. Ég hef mjög lélegt minni á bíómyndir og get alveg horft á heila bíómynd þegar ég loksins átta mig á að ég hef séð hana áður.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Engin. En „guilty pleasure“ bækurnar mínar eru Ísfólkið.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? Stand out úr myndinni Guffagrín.Hefur þú farið í Costco? JáHefur þú farið í H&M á Íslandi? NeiHefur þú migið í saltan sjó? Já já, var mikið á ströndinni og í sjónum í Tælandi sem barn og þar var ég ekkert endilega að halda í mér.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bæði betra.Uppáhalds þynnkumatur? Safaríkir ávextir.Eva segir það skrítnasta sem hún hafi gert vera að bjóða sig fram til Alþingis.Ananas á pizzu? Allan daginn.Hvaða leikari væri fengin til að leika þig í bíómynd? Ég hreinlega veit ekki. Hingað til hef ég ekki séð neinn leikara sem líkist mér eitthvað af viti. Ég er kannski bara svona einstök.Hvaða hreyfing er í uppáhaldi hjá þér? Sund og göngutúrar með dóttur mína og hundana.Trúir þú á líf eftir dauðan? Í einhverju formi já.Hefur þú átt gæludýr? Já. Ég er mjög mikill dýravinir og mun líklega alltaf koma til með að eiga eitthvað dýr. Núna er ég með tvo hunda og eina kisu.Með hvaða liði heldur þú (íslensku)? Tindastól.Sterkasta minning úr æsku? Ég var með vinkonu minni að leika úti í móa þegar hún stígur á nagla. Ég er afskaplega viðkvæm fyrir blóði og líður yfir mig við að sjá mikið blóð. Þegar heim til hennar var komið þurfti mamma hennar að byrja á að aðstoða mig, áður en hún gat snúið sér að því að aðstoða dóttur sína með naglann í fætinum.Hvað er það skrítnasta sem þú hefur gert? Að bjóða mig fram á Alþingi er klárlega það skrítnasta sem ég hef gert.
Kosningar 2017 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira