Íslenska landsliðið var á mánudagskvöldið sextánda þjóðin sem tryggir sér sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.
Serbar komust inn á HM á sama tíma og við Íslendingar en síðan hafa bæst við sex þjóðir til viðbótar.
Þjóðirnar sem gulltryggðu sér farseðilinn í gærkvöldi og nótt voru Portúgal, Frakkland, Úrúgvæ, Argentína, Kólumbía og Panama.
Hollendingar, Sílebúar og Bandaríkjamenn horfa hinsvegar á HM í sjónvarpinu næsta sumar.
Nú er bara níu laus sæti á HM í Rússlandi og fjögur af þeim eru í boði í gegnum umspilið í Evrópu en þjóðirnar átta sem verða í pottinum þar eru Danmörk, Svíþjóð, Ítalía, Sviss, Grikkland, Írland, Norður-Írland og Króatía.
Hin fimm lausu sætin skiptast á milli Afríku (3) og svo tveggja umspila. Annað umspilið er á milli Perú (Suður-Ameríka) og Nýja Sjálands (Eyjaálfa) en hitt er á milli Hondúras (Norður-og Mið Ameríka) og Ástralíu (í gegnum Asíu).
23
RUS
BRA
IRN
JPN
MEX
BEL
KOR
KSA
GER
ENG
ESP
NGA
CRC
POL
EGY
ISL
SRB
FRA
POR
ARG
COL
URU
PAN
— #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017
After a remarkable conclusion to @CONCACAF#WCQ, Australia will face Honduras in the intercontinental play-off next month! pic.twitter.com/ujtx9bOMmg
— #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017
After a dramatic night in South America, the first confirmed intercontinental play-off sees New Zealand face Peru! #WCQpic.twitter.com/9zHDz7TGxu
— #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017
Panama scored in the 88th minute to knock out the U.S. and qualify for its first World Cup.
23 of 32 berths have been clinched. pic.twitter.com/JiCTwVWmlK
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) October 11, 2017