Spennt fyrir því að fá Íslendinga til Rússlands Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2017 06:00 Berglind segir að íslenska landsliðið og íslenskir stuðningsmenn hafi verið talsvert til umfjöllunar í rússneskum fjölmiðlum. vísir/eyþór „Það var auðvitað mikil vinna í kringum þetta í fyrra en þetta var bara svo gaman. Og það er allt svo jákvætt í kringum fótboltann. Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi. Nú þegar eru ferðaskrifstofur byrjaðar að undirbúa ferðir frá Íslandi til Rússlands á HM í sumar og Berglind er byrjuð að undirbúa komu Íslendinganna.Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi.vísir/anton brinkBerglind var líka sendiherra í Frakklandi þegar EM fór þar fram árið 2016 og þekkir því til verka. Hún segist vera mjög spennt fyrir því að taka á móti Íslendingum til Rússlands Berglind segir rússneska fjölmiðla hafa fjallað talsvert um úrslitin í leiknum á móti Kosovo á mánudaginn og þá staðreynd að íslenska landsliðið sé að fara til Rússlands. Rússar séu bæði mjög hrifnir af íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum. „Þær eru svo jákvæðar, fréttirnar hérna,“ segir Berglind. Berglind segir að ef staðan næsta sumar verði eins og í fyrra, að þúsundir eða jafnvel tugþúsundir Íslendinga fylgi íslenska liðinu út þá útheimti það talsverða vinnu fyrir sendiráðið. „Þetta er allt flóknara hér heldur en í Frakklandi þar sem margir Íslendingar hafa verið,“ segir Berglind. Rússland sé mjög stórt land með mismunandi tímabelti. Á þeim stöðum þar sem áætlað er að keppt verði á HM sé allt frá tveggja tíma mismunur við Ísland og upp í fimm tíma mismunur. Verkefni sendiherrans er að sinna borgaralegri þjónustu, veita aðstoð ef fólk týnir vegabréfi eða kemst í kast við lögin. Berglind segist búa vel að reynslunni frá því á EM í Frakklandi. „Það gekk alveg einstaklega vel og það urðu engar stórar uppákomur allan þennan tíma,“ segir hún. Á þeim tíma var bæði eftirlit í sendiráðinu og þar sem leikirnir fóru fram og Berglind býst við að það verði gert eins núna. „Það eru bara þessar miklu vegalengdir, þetta er allt miklu dreifðara og við vitum ekkert fyrr en 1. desember hvar leikirnir verða,“ segir Berglind og bætir við að þúsundir kílómetra geti verið á milli leikvanganna sem keppt er á. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
„Það var auðvitað mikil vinna í kringum þetta í fyrra en þetta var bara svo gaman. Og það er allt svo jákvætt í kringum fótboltann. Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi. Nú þegar eru ferðaskrifstofur byrjaðar að undirbúa ferðir frá Íslandi til Rússlands á HM í sumar og Berglind er byrjuð að undirbúa komu Íslendinganna.Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi.vísir/anton brinkBerglind var líka sendiherra í Frakklandi þegar EM fór þar fram árið 2016 og þekkir því til verka. Hún segist vera mjög spennt fyrir því að taka á móti Íslendingum til Rússlands Berglind segir rússneska fjölmiðla hafa fjallað talsvert um úrslitin í leiknum á móti Kosovo á mánudaginn og þá staðreynd að íslenska landsliðið sé að fara til Rússlands. Rússar séu bæði mjög hrifnir af íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum. „Þær eru svo jákvæðar, fréttirnar hérna,“ segir Berglind. Berglind segir að ef staðan næsta sumar verði eins og í fyrra, að þúsundir eða jafnvel tugþúsundir Íslendinga fylgi íslenska liðinu út þá útheimti það talsverða vinnu fyrir sendiráðið. „Þetta er allt flóknara hér heldur en í Frakklandi þar sem margir Íslendingar hafa verið,“ segir Berglind. Rússland sé mjög stórt land með mismunandi tímabelti. Á þeim stöðum þar sem áætlað er að keppt verði á HM sé allt frá tveggja tíma mismunur við Ísland og upp í fimm tíma mismunur. Verkefni sendiherrans er að sinna borgaralegri þjónustu, veita aðstoð ef fólk týnir vegabréfi eða kemst í kast við lögin. Berglind segist búa vel að reynslunni frá því á EM í Frakklandi. „Það gekk alveg einstaklega vel og það urðu engar stórar uppákomur allan þennan tíma,“ segir hún. Á þeim tíma var bæði eftirlit í sendiráðinu og þar sem leikirnir fóru fram og Berglind býst við að það verði gert eins núna. „Það eru bara þessar miklu vegalengdir, þetta er allt miklu dreifðara og við vitum ekkert fyrr en 1. desember hvar leikirnir verða,“ segir Berglind og bætir við að þúsundir kílómetra geti verið á milli leikvanganna sem keppt er á.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18