Aukinn jöfnuður lykillinn að friði í heiminum Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2017 19:40 Handhafi friðarverðlauna Nóbels sem stödd er hér á landi segir nauðsynlegt að vinna gegn einræði víðs vegar um heiminn til að koma á varanlegum friði. Einræði og hryðjuverk þrýfist hvert á öðru og því verði þjóðir heims að standa saman í að verja tjáningarfrelsið og almenn mannréttindi. Alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Höfða friðarseturs fór fram í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur í dag. Meðal gesta var handhafi friðarverðlauna Nóbels. Markmiðið með ráðstefnunni er að leiða saman ólíkar kynslóðir til að ræða þær áskoranir sem blasa við í heiminum í dag og finna skapandi lausnir og leiðir til að takast á við þær. Tawakkol Karman hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2011 en hún var í fararbroddi byltingarinnar í Jemen og hefur beitt sér fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna. Hún segir skipta mestu að berjast gegn einræði í baráttunni fyrir varanlegum friði. „Það er það mikilvægasta til að koma á varanlegum friði. Ef við berjumst ekki gegn óréttlæti verður sú ekki raunin, það verður engin friður án réttlætis. Ef við berjumst ekki gegn spillingu verður engin þróun og þróun leiðir til friðar. Það verður enginn friður án þróunar,“ segir Karman. Umheimurinn hafi gleymt stríðinu í Jemen og á meðan standi þau sem vilji lýðræði í landinu ein en hryðjuverk í Evrópu eigi ma.a. rætur í einræðisríkjum í hennar heimshluta. „Sérhver einræðisherra er hryðjuverkamaður og sérhver hryðjuverkamaður er einræðisherra. Þeir næra hvorn annan, þeir hjálpa hvorum öðrum og vernda hvorn annan. Nú öxlum við ábyrgðina á að bjarga heimshluta okkar, samfélagi okkar og þar með heiminum,“ segir Karman Unni Kishnan Karunakara er fyrrverandi formaður Samtaka lækna án landamæra og þekkir mjög vel til flóttamannavandans í heiminum sem hann segir ekki einskorðast við Evrópu. Mestu máli skipti að líta á flóttafólk og förufólk sem fólk af holdi og blóði sem hafi sömu væntingar og við sjálf. „Um leið og við förum að líta á þau sem eitthvað minna en mannleg koma upp önnur vandamál og þá verður ómögulegt að byrja að tala um frið,“ segir Karunakara. Samkvæmt alþjóðasáttmálum hafi fólk sem sæti ofsóknum rétt á að sækja um hæli og síðan muni aðrir fólksflutningar halda áfram. „Á meðan ójöfnuður vex held ég að fólk muni fara og leita betri framtíðar fyrir sig. Þetta er bara raunveruleikinn. Ef ekki er tekið á hinum undirliggjandi efnahagslega ójöfnuði sem fólk stendur frammi fyrir úti um allan heim höldum við áfram að standa frammi fyrir þessu ástandi,“ segir Karunakara. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Handhafi friðarverðlauna Nóbels sem stödd er hér á landi segir nauðsynlegt að vinna gegn einræði víðs vegar um heiminn til að koma á varanlegum friði. Einræði og hryðjuverk þrýfist hvert á öðru og því verði þjóðir heims að standa saman í að verja tjáningarfrelsið og almenn mannréttindi. Alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Höfða friðarseturs fór fram í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur í dag. Meðal gesta var handhafi friðarverðlauna Nóbels. Markmiðið með ráðstefnunni er að leiða saman ólíkar kynslóðir til að ræða þær áskoranir sem blasa við í heiminum í dag og finna skapandi lausnir og leiðir til að takast á við þær. Tawakkol Karman hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2011 en hún var í fararbroddi byltingarinnar í Jemen og hefur beitt sér fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna. Hún segir skipta mestu að berjast gegn einræði í baráttunni fyrir varanlegum friði. „Það er það mikilvægasta til að koma á varanlegum friði. Ef við berjumst ekki gegn óréttlæti verður sú ekki raunin, það verður engin friður án réttlætis. Ef við berjumst ekki gegn spillingu verður engin þróun og þróun leiðir til friðar. Það verður enginn friður án þróunar,“ segir Karman. Umheimurinn hafi gleymt stríðinu í Jemen og á meðan standi þau sem vilji lýðræði í landinu ein en hryðjuverk í Evrópu eigi ma.a. rætur í einræðisríkjum í hennar heimshluta. „Sérhver einræðisherra er hryðjuverkamaður og sérhver hryðjuverkamaður er einræðisherra. Þeir næra hvorn annan, þeir hjálpa hvorum öðrum og vernda hvorn annan. Nú öxlum við ábyrgðina á að bjarga heimshluta okkar, samfélagi okkar og þar með heiminum,“ segir Karman Unni Kishnan Karunakara er fyrrverandi formaður Samtaka lækna án landamæra og þekkir mjög vel til flóttamannavandans í heiminum sem hann segir ekki einskorðast við Evrópu. Mestu máli skipti að líta á flóttafólk og förufólk sem fólk af holdi og blóði sem hafi sömu væntingar og við sjálf. „Um leið og við förum að líta á þau sem eitthvað minna en mannleg koma upp önnur vandamál og þá verður ómögulegt að byrja að tala um frið,“ segir Karunakara. Samkvæmt alþjóðasáttmálum hafi fólk sem sæti ofsóknum rétt á að sækja um hæli og síðan muni aðrir fólksflutningar halda áfram. „Á meðan ójöfnuður vex held ég að fólk muni fara og leita betri framtíðar fyrir sig. Þetta er bara raunveruleikinn. Ef ekki er tekið á hinum undirliggjandi efnahagslega ójöfnuði sem fólk stendur frammi fyrir úti um allan heim höldum við áfram að standa frammi fyrir þessu ástandi,“ segir Karunakara.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira