Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 15:08 Á annað þúsund íbúðar- og verslunarhúsa hafa orðið eldunum að bráð í norðanverðri Kaliforníu. Vísir/AFP Tilkynnt hefur verið um að minnsta kosti 150 manns sem er saknað til viðbótar við þá ellefu sem staðfest er að hafi farist í skógareldunum í norðanverðri Kaliforníu. Ríkisyfirvöld gera ráð fyrir að tala látinna eigi eftir að hækka. Alls hafa 433 ferkílómetrar lands í norðanverðri Kaliforníu brunnið og valdið gífurlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Slökkviliðsmenn eru vongóðir um að þeim takist að ná betri tökum á eldunum í dag þegar vindur sem hefur kynt undir þeim gengur niður. Áætlað er að um 1.500 íbúðarhús og verslunarbyggginar hafi eyðilagst og að um tuttugu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín, að því er segir í frétt Washington Post.NOAA's #GOES16 shows #wildfires (in Geo & Natural Fire Color) raging in parts of #California yesterday. More loops: https://t.co/8l5NGSMGLx pic.twitter.com/WKXhLgorcf— NOAA Satellites (@NOAASatellites) October 10, 2017 Staðfest er að sjö manns hafi farist í Sonoma-sýslu. Þar hafa sýsluyfirvöld fengið tilkynningar um á annað hundrað manns sem er saknað. „Við erum viss um að margt af þessu fólki finnist heilt á húfi og finni ástvini sína aftur en því miður búum við okkur undir frekari mannskaða,“ segir sýslumaðurinn í Sonoma-sýslu. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Miklir skógarelda hafa geisað í vestanverðum Bandaríkjunum. Alls hafa rúmlega 32.000 ferkílómetrar lands í fjórum ríkjum brunnið. Eldarnir í Washington- og Oregon-ríkjum urðu meðal ananrs til þess að ösku rigndi yfir Seattle-borg. Loftslagsmál Tengdar fréttir Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um að minnsta kosti 150 manns sem er saknað til viðbótar við þá ellefu sem staðfest er að hafi farist í skógareldunum í norðanverðri Kaliforníu. Ríkisyfirvöld gera ráð fyrir að tala látinna eigi eftir að hækka. Alls hafa 433 ferkílómetrar lands í norðanverðri Kaliforníu brunnið og valdið gífurlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Slökkviliðsmenn eru vongóðir um að þeim takist að ná betri tökum á eldunum í dag þegar vindur sem hefur kynt undir þeim gengur niður. Áætlað er að um 1.500 íbúðarhús og verslunarbyggginar hafi eyðilagst og að um tuttugu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín, að því er segir í frétt Washington Post.NOAA's #GOES16 shows #wildfires (in Geo & Natural Fire Color) raging in parts of #California yesterday. More loops: https://t.co/8l5NGSMGLx pic.twitter.com/WKXhLgorcf— NOAA Satellites (@NOAASatellites) October 10, 2017 Staðfest er að sjö manns hafi farist í Sonoma-sýslu. Þar hafa sýsluyfirvöld fengið tilkynningar um á annað hundrað manns sem er saknað. „Við erum viss um að margt af þessu fólki finnist heilt á húfi og finni ástvini sína aftur en því miður búum við okkur undir frekari mannskaða,“ segir sýslumaðurinn í Sonoma-sýslu. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Miklir skógarelda hafa geisað í vestanverðum Bandaríkjunum. Alls hafa rúmlega 32.000 ferkílómetrar lands í fjórum ríkjum brunnið. Eldarnir í Washington- og Oregon-ríkjum urðu meðal ananrs til þess að ösku rigndi yfir Seattle-borg.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37
Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32