Innlent

Gæti orðið um langan veg að fara fyrir stuðningsmenn á HM í Rússlandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Luzhniki Stadium í Moskvu, þar sem opnunarleikur mótsins fer fram sem og úrslitaleikurinn.
Luzhniki Stadium í Moskvu, þar sem opnunarleikur mótsins fer fram sem og úrslitaleikurinn. Vísir/Getty
Eins og alþjóð veit verður íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi á næsta ári. Mun íslenska liðið skipa einn af átta riðlum mótsins sem dregið verður í 1. desember næstkomandi. Alls komast 32 lið í til Rússlands en heimaliðið skipar nú þegar A-riðil en fjögur lið verða í hverjum riðli.

Riðlakeppnin mun fara fram í á tólf leikvöngum í ellefu borgum sem eru eftirfarandi:

  • Ekaterinburg Arena í borginni Ekaterinburg
  • Kaliningrad Stadium í borginni Kaliningrad
  • Kazan Arena í borginni Kazan
  • Luzhniki Stadium í höfuðborginni Moskvu
  • Spartak Stadium í höfuðborginni Moskvu
  • Mizhny Novograd Stadium í borginni NIzhny Novograd
  • Rostov Arena í hafnarborginni Rostov on Don
  • Saint Petersburg Stadium í Sankti Pétursborg
  • Samara Arena í borginni Samara
  • Mordovia Arena í borginni Saransk
  • Fisht Stadium í borginni Sochi
  • Volgograd Arena í borginni Volograd
Hér má sjá leikjaniðurröðunina.fifa.com
Á þessu heimsmeistaramóti verður fyrirkomulagið þannig að riðlarnir flakka á milli borga. Þannig munu leikir í A-riðli, sem heimamenn Rússa skipa, fara fram í sex borgum, Ekaterinburg, Moskvu, Rostov on Don, Sankti Pétursborg, Samara og Volgograd.

Hér fyrir neðan má sjá Ekaterinburg Arena þar sem búið er að byggja áhorfendastúku utan við leikvanginn.

Sjá einnig: Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn

Rússneska liðið mun leika opnunarleik mótsins á Luzhniki Stadium fimmtudaginn 14 júní, en mótinu lýkur með úrslitaleiknum sjálfum sunnudaginn 15. júlí á Luzhniki Stadium. Næsti leikur Rússlands fer fram fjórum dögum síðar í Sankti Pétursborg en þaðan fer liðið til Samara þar sem það leikur sinn síðasta leik í riðlinum 25. Júní.

Vegalengdin frá Moskvu til Sankti Pétursborgar eru 712 kílómetrar en frá Sankti Pétursborgar til Samara eru 1.768 kílómetrar, en til samanburðar má nefna að hringvegur Íslands er 1.332 kílómetrar.

Hér má sjá leikstaðina á korti.FIFA.COM
Rússland er ákaflega stórt og mikið land en skipuleggjendur mótsins ákváðu að einskorða mótið við vesturhluta Rússlands og sleppa þar með Síberíu og Kyrrahafsströndinni, líkt og kom fram í umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian árið 2010 þegar tilkynnt var að Rússland myndi halda mótið. Var stungið upp á því að mótsstöðum yrði skipt upp eftir hólfum til að koma í veg fyrir löng ferðalög milli leikja, en við uppröðunina var þó aðeins stuðst við þessa hólf að litlu leyti. 

Tímabeltin

Eitt sem vert er að taka fram og þeir sem ætla að fylgjast með mótinu ættu að hafa í huga. Rússland er ansi stórt land og státar ellefu tímabeltum. Skipuleggjendurnir ákváðu þess vegna að takmarka mótið við þrjú tímabelti.

Eins og áður segir verður leikið í Moskvu sem er þremur tímum á undan Íslandi, í borginni Samara sem fjórum tímum á undan Íslandi og í borginni Kaliningrad sem er tveimur tímum á undan Reykjavík. 

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Íslensku strákarnir ekki þeir bestu í heimi, en þeir eru stórir og sterkir

Mikið hefur verið rætt um árángur Íslands í gærkvöldi í heimsfjölmiðlunum. Ísland varð minnsta þjóðin í sögunni til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistaramóts og heimurinn hreyfst með í víkingaklappinu sem ómaði á Laugardalsvelli. Fótboltasérfræðingar ESPN fjölluðu um árángur Íslands í spjallþætti sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×