Er mest allt í góðu lagi? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. október 2017 07:00 Bjarni Benediktsson svarar eigin spurningu á þessari síðu (10.10.) um hvort allt hafi verið betra á Íslandi áður fyrr. Skrifar að hann vildi frekar búa núna á Íslandi en á tímabilinu frá landnámi og fram undir okkar daga. Ekki skil ég svarið sem pólitísk rök. Það er jafn sjálfsagt og innihaldsrýrt og svar við því hvort maður vildi fremur nota nýjan bíl en Ford T-módel frá 1910. Bjarni spyr margra annarra spurninga, m.a um heilbrigðisþjónustuna, velferðarkerfið, menntakerfið, jafnrétti, samgöngur, tækni, alþjóðlegt hjálparstarf og auðlindir. Af greininni má draga þá ályktun að við skipum okkur fremst meðal þjóða og getum verið stolt. Öll ber greinin með sér að höfundur lítur kerfisbundið fram hjá ótal staðreyndum um alvarlega ágalla og skort innan þeirra málasviða sem hann velur sér. Hann virðist í litlu sambandi við napran raunveruleika mismununar, láglauna, lasinna vega, bótaskerðinga eða húsnæðisskorts, og hann horfir fram hjá stóru sprungunum í heilbrigðisþjónustunni og gengst ekki einu sinni við fátæktinni sem því miður er nöturleg staðreynd. Vinstri hreyfingin – grænt framboð boðar umbætur til næstu fjögurra ára og svarar þannig ákalli almennings. Við teljum gerlegt að mynda félagshyggjustjórn sem fetar aðrar og betri leiðir en tvær síðustu ríkisstjórnir. Lykilatriði er að afla ríki og sveitarfélögum tekna hjá þeim sem sannarlega eru aflögufærir, hlífa öðrum þegnum, færa fjármuni til þeirra og líka til margvíslegra umbóta sem kallað er eftir en ekki stóð til að framkvæma samkvæmt fjármálastefnu síðustu ára. Í tveimur af tíu efstu tekjuflokkum landsmanna eru meðalárstekjur 11 til 18 milljónir kr. Það eru 54,8% allra tekna á landinu. Til samanburðar eru meðalárstekjur í neðsta flokki 318 þúsund kr. Í efsta flokki eru 20.860 einstaklingar með alls 339 milljarða í árstekjur. Aflögufært fólk? Fjármagnstekjur hafa verið um 95-100 milljarðar kr. á ári. Nálægt helmingur af þeim falla í hlut 1-2% fjármagnseigenda. Aflögufært fólk? Og enn fremur: Bankar og stór fyrirtæki eru flest afar vel haldin. Aflögufær? Umbætur næstu fjögur ár útheimta þor, yfirvegun, sanngirni og stöðugleika. Um leið má bæta eitt og annað í ríkisrekstrinum. VG er í stakk búið til að leiða nauðsynlega vinnu til úrbóta undir traustri forystu Katrínar Jakobsdóttur, í samvinnu við þá sem ná saman um samfélagslegar lausnir í áföngum. Höfundur er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Kosningar 2017 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson svarar eigin spurningu á þessari síðu (10.10.) um hvort allt hafi verið betra á Íslandi áður fyrr. Skrifar að hann vildi frekar búa núna á Íslandi en á tímabilinu frá landnámi og fram undir okkar daga. Ekki skil ég svarið sem pólitísk rök. Það er jafn sjálfsagt og innihaldsrýrt og svar við því hvort maður vildi fremur nota nýjan bíl en Ford T-módel frá 1910. Bjarni spyr margra annarra spurninga, m.a um heilbrigðisþjónustuna, velferðarkerfið, menntakerfið, jafnrétti, samgöngur, tækni, alþjóðlegt hjálparstarf og auðlindir. Af greininni má draga þá ályktun að við skipum okkur fremst meðal þjóða og getum verið stolt. Öll ber greinin með sér að höfundur lítur kerfisbundið fram hjá ótal staðreyndum um alvarlega ágalla og skort innan þeirra málasviða sem hann velur sér. Hann virðist í litlu sambandi við napran raunveruleika mismununar, láglauna, lasinna vega, bótaskerðinga eða húsnæðisskorts, og hann horfir fram hjá stóru sprungunum í heilbrigðisþjónustunni og gengst ekki einu sinni við fátæktinni sem því miður er nöturleg staðreynd. Vinstri hreyfingin – grænt framboð boðar umbætur til næstu fjögurra ára og svarar þannig ákalli almennings. Við teljum gerlegt að mynda félagshyggjustjórn sem fetar aðrar og betri leiðir en tvær síðustu ríkisstjórnir. Lykilatriði er að afla ríki og sveitarfélögum tekna hjá þeim sem sannarlega eru aflögufærir, hlífa öðrum þegnum, færa fjármuni til þeirra og líka til margvíslegra umbóta sem kallað er eftir en ekki stóð til að framkvæma samkvæmt fjármálastefnu síðustu ára. Í tveimur af tíu efstu tekjuflokkum landsmanna eru meðalárstekjur 11 til 18 milljónir kr. Það eru 54,8% allra tekna á landinu. Til samanburðar eru meðalárstekjur í neðsta flokki 318 þúsund kr. Í efsta flokki eru 20.860 einstaklingar með alls 339 milljarða í árstekjur. Aflögufært fólk? Fjármagnstekjur hafa verið um 95-100 milljarðar kr. á ári. Nálægt helmingur af þeim falla í hlut 1-2% fjármagnseigenda. Aflögufært fólk? Og enn fremur: Bankar og stór fyrirtæki eru flest afar vel haldin. Aflögufær? Umbætur næstu fjögur ár útheimta þor, yfirvegun, sanngirni og stöðugleika. Um leið má bæta eitt og annað í ríkisrekstrinum. VG er í stakk búið til að leiða nauðsynlega vinnu til úrbóta undir traustri forystu Katrínar Jakobsdóttur, í samvinnu við þá sem ná saman um samfélagslegar lausnir í áföngum. Höfundur er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun