Frjálslyndi víkur fyrir afturhaldssemi með hækkandi aldri Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2017 22:45 Pawel Bartoszek, Jóna Sólveig Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Gunnar Hrafn Jónsson eru á meðal þingmanna í yngri kantinum sem missa sæti sín á þingi í kosningunum. Vísir/Samsett mynd Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segist klárlega sjá fram á breyttar áherslur á þingi með hækkandi meðalaldri þingmanna. Meðalaldur þingsins hækkaði um 6 ár í kosningunum í gær. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings, sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall en meðalaldur hefur ekki verið hærri síðan 2007.Eldri í staðnn fyrir yngri Af nýju þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri. Nokkur fjöldi ungra þingmanna missir sæti sín en á meðal þeirra eru Hildur Sverrisdóttir, fædd 1978, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jóna Sólveig Einarsdóttir, fædd 1985, og Pawel Bartozek, fæddur 1980, fyrir Viðreisn, Gunnar Hrafn Jónsson, fæddur 1981, og Eva Pandóra Baldursdóttir, fædd 1990, fyrir Pírata. Flokkur fólksins er rúmlega sextugur að meðaltali og Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 51 árs en báðir flokkarnir koma nýir inn á þing. Þá hækkaði meðalaldur allra hinna flokkanna nema Samfylkingarinnar, sem yngist á milli kosninga.Sjá einnig: Nítján nýir þingmenn taka sætiPawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar.Mynd/Anton BrinkAllt annað þing, hópur og dýnamíkPawel Bartoszek, fráfarandi þingmaður Viðreisnar, segir nýtt og eldra þing síðra nú eftir að hann náði ekki kjöri. „Ég náttúrulega barðist fyrir því að ná inn á þing, vegna þess að ég taldi að þingið yrði betra með mér en án. Þess vegna finnst mér þingið eðlilega örlítið síðra núna vegna þess að ég er ekki þar. En það þýðir ekkert að deila við dóm þjóðarinnar um það,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Aðspurður segir Pawel að hár aldur þingmanna sem koma inn í stað þeirra yngri muni skila sér í breyttum áherslum á Alþingi. „Klárlega, þetta er allt annað þing, allt annar hópur og allt önnur dýnamík. Hin frjálslynda miðja víkur að einhverju leyti fyrir talsvert afturhaldssamari miðju,“ segir Pawel sem öðru fremur er þó þakklátur fyrir tíma sinn á þingi. „Þó maður sé auðvitað svekktur yfir því að vera ekki í lengur í því hlutverki að vera á þingi þá er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að gera það.“ Kosningar 2017 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segist klárlega sjá fram á breyttar áherslur á þingi með hækkandi meðalaldri þingmanna. Meðalaldur þingsins hækkaði um 6 ár í kosningunum í gær. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings, sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall en meðalaldur hefur ekki verið hærri síðan 2007.Eldri í staðnn fyrir yngri Af nýju þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri. Nokkur fjöldi ungra þingmanna missir sæti sín en á meðal þeirra eru Hildur Sverrisdóttir, fædd 1978, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jóna Sólveig Einarsdóttir, fædd 1985, og Pawel Bartozek, fæddur 1980, fyrir Viðreisn, Gunnar Hrafn Jónsson, fæddur 1981, og Eva Pandóra Baldursdóttir, fædd 1990, fyrir Pírata. Flokkur fólksins er rúmlega sextugur að meðaltali og Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 51 árs en báðir flokkarnir koma nýir inn á þing. Þá hækkaði meðalaldur allra hinna flokkanna nema Samfylkingarinnar, sem yngist á milli kosninga.Sjá einnig: Nítján nýir þingmenn taka sætiPawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar.Mynd/Anton BrinkAllt annað þing, hópur og dýnamíkPawel Bartoszek, fráfarandi þingmaður Viðreisnar, segir nýtt og eldra þing síðra nú eftir að hann náði ekki kjöri. „Ég náttúrulega barðist fyrir því að ná inn á þing, vegna þess að ég taldi að þingið yrði betra með mér en án. Þess vegna finnst mér þingið eðlilega örlítið síðra núna vegna þess að ég er ekki þar. En það þýðir ekkert að deila við dóm þjóðarinnar um það,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Aðspurður segir Pawel að hár aldur þingmanna sem koma inn í stað þeirra yngri muni skila sér í breyttum áherslum á Alþingi. „Klárlega, þetta er allt annað þing, allt annar hópur og allt önnur dýnamík. Hin frjálslynda miðja víkur að einhverju leyti fyrir talsvert afturhaldssamari miðju,“ segir Pawel sem öðru fremur er þó þakklátur fyrir tíma sinn á þingi. „Þó maður sé auðvitað svekktur yfir því að vera ekki í lengur í því hlutverki að vera á þingi þá er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að gera það.“
Kosningar 2017 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira