Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 24,54 prósent. Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins nær ekki sæti á Alþingi á ný.
Framsóknarflokkurinn hlaut næstflest atkvæði eða 18,42 prósent og heldur sínum tveimur þingsætum.
Vinstri græn fylgja þar á eftir með 17,78 prósent atkvæða og heldur sínum eina þingmanni kjördæmisins, Lilju Rafney Magnúsdóttur.
Miðflokkurinn hlaut 14,24 prósent atkvæða í kjördæminu og fær tvo menn kjörna inn.
Samfylkingin hlaut 9,74 prósent atkvæða og heldur Guðjón S. Brjánsson sæti sínu.
Píratar hluti 6,78 prósent atkvæða og ná ekki manni inn í kjördæminu og er Eva Pandora Baldursdóttir dottin út.
Flokkur fólksins hlaut 5,28 prósent atkvæða og nær ekki manni inn í kjördæminu.
Viðreisn hlaut 2,45 prósent atkvæða og Björt framtíð 0,78 prósent.
