Gylfi í viðtali á FIFA.com: Ísland hefur engu að tapa á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2017 22:45 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn í viðtal á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn. Gylfi skoraði bæði sjálfur og lagði upp mark fyrir Jóhann Berg Guðmundsson þegar íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlinum og sæti á HM með 2-0 sigri á Kósóvó á dögunum. Gylfi var alls með fjögur mörk í undankeppninni. „Þetta var frábær tilfinning,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtalinu á heimasíðu FIFA. „Ég var að vonast til að geta hjálpað liðinu með marki og það var því góð tilfinning að skora í svona mikilvægum leik,“ sagði Gylfi. „Við höfum verið að spila marga stóra leiki á síðustu fjórum til fimm árum. Í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu, í undankeppni EM 2016 og svo í þessari undankeppni. Allir leikirnir að undanförnu hafa síðan verið gríðarlega mikilvægir. Mér finnst við höfum verið að bæta okkur í þessum stóru leikjum því fyrir fimm til sex árum þá réðum við ekki við þá. Nú er liðið miklu betur tilbúið í þessa leiki og liðið er líka betra en þar var,“ sagði Gylfi. „Þegar ég horfði til baka þá voru umspilsleikirnir fyrir HM 2013 mjög mikilvægir fyrir okkur. Við vissum nefnilega hversu illa okkur leið eftir það tap og hversu mikil vonbrigði það voru að komast svona nálægt þessu en komast ekki alla leið á HM. Nú höfum við komist inn á tvö stórmót í röð og það er mikið afrek fyrir okkar þjóð,“ sagði Gylfi. Gylfi horfir bjartsýnum augum til næsta sumars en það kemur þó ekki fyrr en í byrjun næsta mánaðar hvaða lið verða með Íslandi í riðli. En hvað getur Ísland gert á HM í Rússlandi? „Við verðum að sjá í hvernig riðli við lendum en ég tel að við eigum góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og í sextán liða úrslitin. Við vitum að þetta verður mjög erfitt en við höfum engu að tapa. Við verðum bara að mæta til leiks á HM með sama hugarfar og á EM í Frakklandi,“ sagði Gylfi. „Það hafa allir verið að bíða eftir að íslenskur fótbolta nái að taka þetta skref. Nú er það að gerast og því fylgir frábær tilfinning. Okkur öllum hlakkar til að fara til Rússland og að sjálfsögðu að sjá Víkingaklappið á HM,“ sagði Gylfi en það má lesa allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn í viðtal á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn. Gylfi skoraði bæði sjálfur og lagði upp mark fyrir Jóhann Berg Guðmundsson þegar íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlinum og sæti á HM með 2-0 sigri á Kósóvó á dögunum. Gylfi var alls með fjögur mörk í undankeppninni. „Þetta var frábær tilfinning,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtalinu á heimasíðu FIFA. „Ég var að vonast til að geta hjálpað liðinu með marki og það var því góð tilfinning að skora í svona mikilvægum leik,“ sagði Gylfi. „Við höfum verið að spila marga stóra leiki á síðustu fjórum til fimm árum. Í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu, í undankeppni EM 2016 og svo í þessari undankeppni. Allir leikirnir að undanförnu hafa síðan verið gríðarlega mikilvægir. Mér finnst við höfum verið að bæta okkur í þessum stóru leikjum því fyrir fimm til sex árum þá réðum við ekki við þá. Nú er liðið miklu betur tilbúið í þessa leiki og liðið er líka betra en þar var,“ sagði Gylfi. „Þegar ég horfði til baka þá voru umspilsleikirnir fyrir HM 2013 mjög mikilvægir fyrir okkur. Við vissum nefnilega hversu illa okkur leið eftir það tap og hversu mikil vonbrigði það voru að komast svona nálægt þessu en komast ekki alla leið á HM. Nú höfum við komist inn á tvö stórmót í röð og það er mikið afrek fyrir okkar þjóð,“ sagði Gylfi. Gylfi horfir bjartsýnum augum til næsta sumars en það kemur þó ekki fyrr en í byrjun næsta mánaðar hvaða lið verða með Íslandi í riðli. En hvað getur Ísland gert á HM í Rússlandi? „Við verðum að sjá í hvernig riðli við lendum en ég tel að við eigum góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og í sextán liða úrslitin. Við vitum að þetta verður mjög erfitt en við höfum engu að tapa. Við verðum bara að mæta til leiks á HM með sama hugarfar og á EM í Frakklandi,“ sagði Gylfi. „Það hafa allir verið að bíða eftir að íslenskur fótbolta nái að taka þetta skref. Nú er það að gerast og því fylgir frábær tilfinning. Okkur öllum hlakkar til að fara til Rússland og að sjálfsögðu að sjá Víkingaklappið á HM,“ sagði Gylfi en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal Sjá meira