Glamour kíkti í verslunina í morgun, sem er hin glæsilegasta. Það er gríðarlega mikil breyting á versluninni, sem nú nær yfir tvær hæðir í Smáralind. Allar deildir Zöru hafa verið stækkaðar og nú er allt á einum stað. Vöruúrvalið verður því betra og mun stærra fyrir vikið, sem við gleðjumst mikið yfir. Fjórir inngangar eru á Zöru núna, tveir uppi og tveir niðri, þannig auðvelt er að ganga beint inn í sína deild.
Á fyrstu hæð verslunarinnar eru barna- og herradeildirnar, og konudeildin nær yfir alla aðra hæðina. Fjórir inngangar eru í verslunina og er hún því mjög aðgengileg. Það sem Glamour þótti mest heillandi var hversu björt verslunin er.
Glæsileg viðbót í verslunarflóru landsins. Við erum með augastað á nokkrum flíkum og getum ekki beðið eftir að koma. Myndir segja meira en þúsund orð, en hér eru myndir af nýju búðinni.







