Körfubolti

Cousins átti sinn besta leik á ferlinum á gamla heimavellinum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
DeMarcus Cousins var frábær í nótt.
DeMarcus Cousins var frábær í nótt. vísir/getty
DeMarcus Cousins, miðherji New Orleans Pelicans, minnti sína gömlu stuðningsmenn í Sacramento heldur betur á hvað þeir sakna hans mikið þegar að Kings tók á móti Pelicans í NBA-deildinni í nótt.

Cousins átti sinn besta leik á ferlinum en hann skoraði 41 stig og tók 23 fráköst en þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem hann skorar yfir 40 stig og tekur yfir 20 fráköst í einum og sama leiknum.

Hann var lang stigahæstur í sínu liði en næstur kom Jrue Holiday með 20 stig. Pelicans er búið að vinna tvo leiki af fimm en Sacramento aðeins einn af fimm og á enn eftir að vinna á heimavelli.

DeMarcus Cousins var valinn fimmti í nýliðavalinu til Sacramento árið 2010 en skipti til New Orleans á miðju síðasta tímabili. Hann er fastamaður í bandaríska landsliðinu og vann bæði HM 2014 og ÓL 2015 með Bandaríkjunum.

Brot af frammistöðu DeMarcus Cousins má sjá í spilaranum hér að neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×