Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2017 10:27 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hélt ræðu í sal öldungadeildar Spánarþings í morgun. Vísir/AFP Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur hvatt öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni í sal öldungadeildarinnar í morgun sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Þingmenn klöppuðu fyrir Rajoy að ræðu lokinni, en flokkur forsætisráðherrans, Partido Popular, er þar í meirihluta. Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu fór fram í upphafi mánaðar þar sem meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með sjálfstæði. Sambandssinnar sniðgengu langflestir atkvæðagreiðsluna, sem Spánarstjórn hafi úrskurðað ólöglega. Níutíu prósent þeirra sem kusu greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði, en þátttakan var einungis 43 prósent. Rajoy sagði í ræðu sinni að þörf væri á sérstökum aðgerðum vegna stöðunnar sem upp væri komin í Katalóníu – ekki væri neitt annað í boði – og nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Hann sakaði héraðsstjórnina um að sundra fjölskyldum og skaða samfélagið. Íbúar Katalóníu hafi þegar þjáðst of mikið vegna málsins og óvissan hafi hrakið fjölda fyrirtækja á brott. Rajoy sagði að ekki þyrfti að bjarga Katalónum frá því sem hafi verið kallað sem „spænsk heimsvaldastefna“ heldur frá minnihlutahópi sem hafi krýnt sjálfa sig eigendur Katalóníu á mjög óumburðarlyndan hátt. Þingmenn öldungadeildar Spánarþings munu síðar í dag greiða atkvæði um það hvort beita eigi 155. grein stjórnarskrár landsins sem myndi afturkalla sjálfstjórn Katalóníu. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Ætlar ekki að boða til kosninga Varaforseti Katalóníu segir að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði. 26. október 2017 16:16 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur hvatt öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni í sal öldungadeildarinnar í morgun sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Þingmenn klöppuðu fyrir Rajoy að ræðu lokinni, en flokkur forsætisráðherrans, Partido Popular, er þar í meirihluta. Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu fór fram í upphafi mánaðar þar sem meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með sjálfstæði. Sambandssinnar sniðgengu langflestir atkvæðagreiðsluna, sem Spánarstjórn hafi úrskurðað ólöglega. Níutíu prósent þeirra sem kusu greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði, en þátttakan var einungis 43 prósent. Rajoy sagði í ræðu sinni að þörf væri á sérstökum aðgerðum vegna stöðunnar sem upp væri komin í Katalóníu – ekki væri neitt annað í boði – og nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Hann sakaði héraðsstjórnina um að sundra fjölskyldum og skaða samfélagið. Íbúar Katalóníu hafi þegar þjáðst of mikið vegna málsins og óvissan hafi hrakið fjölda fyrirtækja á brott. Rajoy sagði að ekki þyrfti að bjarga Katalónum frá því sem hafi verið kallað sem „spænsk heimsvaldastefna“ heldur frá minnihlutahópi sem hafi krýnt sjálfa sig eigendur Katalóníu á mjög óumburðarlyndan hátt. Þingmenn öldungadeildar Spánarþings munu síðar í dag greiða atkvæði um það hvort beita eigi 155. grein stjórnarskrár landsins sem myndi afturkalla sjálfstjórn Katalóníu. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Ætlar ekki að boða til kosninga Varaforseti Katalóníu segir að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði. 26. október 2017 16:16 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00
Ætlar ekki að boða til kosninga Varaforseti Katalóníu segir að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði. 26. október 2017 16:16