Þangað komust svo strákarnir eftir að þeir lögðu Kósóvó, 2-0, á Laugardalsvellinum en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið keppir á heimsmeistaramóti í fótbolta.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, birti í gær tvö skemmtileg myndbönd á Facebook-síðu sinni. Það fyrra sýnir lognið á undan storminum í Eskisehir þar sem strákarnir pökkuðu tyrkneska liðinu saman og það síðara tryllinginn inn í klefa eftir sigurinn.
Þessi skemmtilegu myndbönd má sjá hér að neðan.