Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2017 21:31 Frá Hofi í Öræfum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús til að mæta húsnæðisskorti. Fjallað var um Öræfin í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan í sveitunum sunnan Vatnajökuls blómstrar sem aldrei fyrr. Nýir gististaðir og afþreyingarfyrirtæki kalla eftir sífellt fleira starfsfólki og það þarf einhversstaðar að búa. Að Hofi í Öræfum, við grunnskólann að Hofgarði, er búið að skipuleggja þrjár íbúðagötur.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, það er búið að deiliskipuleggja þar átján íbúða hverfi við skólann. Vonandi fer bara að hefjast þar uppbygging á húsum,” segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Sveitarfélagið þarf til dæmis sjálft að byggja þar tvær til þrjár íbúðir bara fyrir starfsfólk grunnskólans. Og við þurfum að huga að því að það sé klárt strax á næsta ári.” Nýr skólastjóri Öræfinga, Magnhildur Björk Gísladóttir, kynntist húsnæðisskortinum af eigin raun. „Þegar ég réði mig hingað í vor þá var ekkert útséð um hvar ég byggi. En Öræfingar eru greiðvikið fólk og hafa getað séð til þess að ég hafi getað búið einhversstaðar,” segir Magnhildur. Magnhildur Björk Gísladóttir, skólastjóri leik- og grunnskólans að Hofgarði í Öræfum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn Björn Ingi sér bjarta tíma framundan í Öræfum. Þó að menn tali um að það hægist eitthvað á fjölgun ferðamanna á milli ára sé þetta það mikið að sveitarfélagið verði að eflast til að vera betur í stakk búið til að þjónusta og sinna þeim. Kirkjubæjarklaustur er næsti þéttbýliskjarni í vestri og Hornafjörður í austri og er um 200 kílómetra vegalengd þar á milli. Nú eru horfur á að nýtt þéttbýli gæti myndast þar á milli, að Hofi í Öræfum. „Já, þegar verða komnar þarna tvær þrjár götur með um átján húsum þá er þetta bara orðinn þéttbýliskjarni,” segir Björn Ingi.Séð heim að Hofgarði. Lóðir undir átján íbúðir hafa verið skipulagðar fyrir ofan skólann.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fjallað verður um Öræfasveit í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Hornafjörður Um land allt Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús til að mæta húsnæðisskorti. Fjallað var um Öræfin í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan í sveitunum sunnan Vatnajökuls blómstrar sem aldrei fyrr. Nýir gististaðir og afþreyingarfyrirtæki kalla eftir sífellt fleira starfsfólki og það þarf einhversstaðar að búa. Að Hofi í Öræfum, við grunnskólann að Hofgarði, er búið að skipuleggja þrjár íbúðagötur.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, það er búið að deiliskipuleggja þar átján íbúða hverfi við skólann. Vonandi fer bara að hefjast þar uppbygging á húsum,” segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Sveitarfélagið þarf til dæmis sjálft að byggja þar tvær til þrjár íbúðir bara fyrir starfsfólk grunnskólans. Og við þurfum að huga að því að það sé klárt strax á næsta ári.” Nýr skólastjóri Öræfinga, Magnhildur Björk Gísladóttir, kynntist húsnæðisskortinum af eigin raun. „Þegar ég réði mig hingað í vor þá var ekkert útséð um hvar ég byggi. En Öræfingar eru greiðvikið fólk og hafa getað séð til þess að ég hafi getað búið einhversstaðar,” segir Magnhildur. Magnhildur Björk Gísladóttir, skólastjóri leik- og grunnskólans að Hofgarði í Öræfum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn Björn Ingi sér bjarta tíma framundan í Öræfum. Þó að menn tali um að það hægist eitthvað á fjölgun ferðamanna á milli ára sé þetta það mikið að sveitarfélagið verði að eflast til að vera betur í stakk búið til að þjónusta og sinna þeim. Kirkjubæjarklaustur er næsti þéttbýliskjarni í vestri og Hornafjörður í austri og er um 200 kílómetra vegalengd þar á milli. Nú eru horfur á að nýtt þéttbýli gæti myndast þar á milli, að Hofi í Öræfum. „Já, þegar verða komnar þarna tvær þrjár götur með um átján húsum þá er þetta bara orðinn þéttbýliskjarni,” segir Björn Ingi.Séð heim að Hofgarði. Lóðir undir átján íbúðir hafa verið skipulagðar fyrir ofan skólann.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fjallað verður um Öræfasveit í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Hornafjörður Um land allt Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira