Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. október 2017 06:00 Carles Puigdemont hélt ræðu í gær en dagurinn var erfiður fyrir héraðsforsetann. Nordicphotos/AFP Til stendur að öldungadeild spænska þingsins komi saman í dag til þess að kjósa um hvort virkja skuli 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar og þar af leiðandi svipta Katalóníu sjálfsstjórnarvöldum. Þannig gætu yfirvöld í Madríd tekið yfir katalónskar stofnanir, lögreglu og stýrt fjármálum héraðsins. Yfirvöld á Spáni hafa hótað þessum aðgerðum allt frá því kosið var um sjálfstæði í Katalóníu þann 1. október síðastliðinn. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur ekki orðið við kröfum Spánverja og hefur ekki dregið sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins til baka þótt hann hafi að vísu frestað gildistöku hennar. Spænskir fjölmiðlar hafa sagt líklegt að Puigdemont dragi yfirlýsinguna til baka og boði til héraðsþingkosninga til að koma í veg fyrir sviptingu sjálfsstjórnar en í gær tilkynnti forsetinn að það myndi ekki gerast. Það væri undir héraðsþinginu komið hvernig bregðast ætti við virkjun 155. greinarinnar. Gærdagurinn var afar óljós hjá Puigdemont. Hann boðaði í gærmorgun til fundar, hætti síðan við fundinn og boðaði loks til hans á ný. Í ræðu sinni var forsetinn harðorður í garð ríkisstjórnar Mariano Rajoy forsætisráðherra og sagði hana stjórna með harðri hendi. Puigdemont endurnýjaði hins vegar ekki kröfuna um sjálfstæði í ræðu sinni og þykir það benda til þess að hann reyni að koma í veg fyrir að Rajoy ákveði að virkja 155. greinina. Katalónskir miðlar héldu því í kjölfarið fram að breiðfylking aðskilnaðarsinna á þinginu, undir forystu Puigdemont, hafi ekki viljað að boðað yrði til kosninga. Talsmaður ERC, flokks eindreginna aðskilnaðarsinna, sagði flokkinn hafa hótað því að draga stuðning sinn við Puigdemont til baka ef hann boðaði til kosninga. Undanfarnar vikur hafa verið afar erfiðar fyrir héraðsforsetann. Á meðan Spánverjar hafa krafist þess að sjálfstæði verði ekki lýst yfir, og að hin frestaða yfirlýsing verði dregin til baka, hafa aðskilnaðarsinnar úthrópað Puigdemont sem föðurlandssvikara.Hver eru sjálfsstjórnarvöld Katalóníu?Katalónía er það hérað Spánar sem hefur einna mesta sjálfsstjórn. Þar má finna héraðsþing, héraðsstjórn, forseta, lögreglu og héraðsfjölmiðil. Hefur héraðið völd yfir menningarmálum, umhverfismálum, samgöngumálum, efnahagsmálum og öryggismálum. Hins vegar fer spænska ríkið með völdin þegar kemur að utanríkismálum, hernaði og stærri stefnumótun í efnahagsmálum. Carles Puigdemont er forseti héraðsstjórnarinnar en tólf ráðherrar skipa stjórnina. Sex flokkar sitja á katalónska héraðsþinginu og eru þrír þeirra hlynntir aðskilnaði. 135 sæti eru á þinginu og stærsti þingflokkurinn er bandalag tveggja aðskilnaðarflokka. Fengu þeir 62 sæti í kosningum árið 2015. Alls eru opinberir starfsmenn héraðsins 28.677. Margir þeirra vinna fyrir katalónsku lögregluna, Mossos d'Esquadra, eða rúmlega 17.000. Þrátt fyrir tilvist katalónsku lögreglunnar starfar spænska lögreglan einnig í héraðinu og hefur yfirumsjón með málum sem tengjast hryðjuverkum og innflytjendum. Fjöldi vinnur einnig hjá CCMA, katalónska héraðsfjölmiðlinum, eða 2.319 manns. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Til stendur að öldungadeild spænska þingsins komi saman í dag til þess að kjósa um hvort virkja skuli 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar og þar af leiðandi svipta Katalóníu sjálfsstjórnarvöldum. Þannig gætu yfirvöld í Madríd tekið yfir katalónskar stofnanir, lögreglu og stýrt fjármálum héraðsins. Yfirvöld á Spáni hafa hótað þessum aðgerðum allt frá því kosið var um sjálfstæði í Katalóníu þann 1. október síðastliðinn. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur ekki orðið við kröfum Spánverja og hefur ekki dregið sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins til baka þótt hann hafi að vísu frestað gildistöku hennar. Spænskir fjölmiðlar hafa sagt líklegt að Puigdemont dragi yfirlýsinguna til baka og boði til héraðsþingkosninga til að koma í veg fyrir sviptingu sjálfsstjórnar en í gær tilkynnti forsetinn að það myndi ekki gerast. Það væri undir héraðsþinginu komið hvernig bregðast ætti við virkjun 155. greinarinnar. Gærdagurinn var afar óljós hjá Puigdemont. Hann boðaði í gærmorgun til fundar, hætti síðan við fundinn og boðaði loks til hans á ný. Í ræðu sinni var forsetinn harðorður í garð ríkisstjórnar Mariano Rajoy forsætisráðherra og sagði hana stjórna með harðri hendi. Puigdemont endurnýjaði hins vegar ekki kröfuna um sjálfstæði í ræðu sinni og þykir það benda til þess að hann reyni að koma í veg fyrir að Rajoy ákveði að virkja 155. greinina. Katalónskir miðlar héldu því í kjölfarið fram að breiðfylking aðskilnaðarsinna á þinginu, undir forystu Puigdemont, hafi ekki viljað að boðað yrði til kosninga. Talsmaður ERC, flokks eindreginna aðskilnaðarsinna, sagði flokkinn hafa hótað því að draga stuðning sinn við Puigdemont til baka ef hann boðaði til kosninga. Undanfarnar vikur hafa verið afar erfiðar fyrir héraðsforsetann. Á meðan Spánverjar hafa krafist þess að sjálfstæði verði ekki lýst yfir, og að hin frestaða yfirlýsing verði dregin til baka, hafa aðskilnaðarsinnar úthrópað Puigdemont sem föðurlandssvikara.Hver eru sjálfsstjórnarvöld Katalóníu?Katalónía er það hérað Spánar sem hefur einna mesta sjálfsstjórn. Þar má finna héraðsþing, héraðsstjórn, forseta, lögreglu og héraðsfjölmiðil. Hefur héraðið völd yfir menningarmálum, umhverfismálum, samgöngumálum, efnahagsmálum og öryggismálum. Hins vegar fer spænska ríkið með völdin þegar kemur að utanríkismálum, hernaði og stærri stefnumótun í efnahagsmálum. Carles Puigdemont er forseti héraðsstjórnarinnar en tólf ráðherrar skipa stjórnina. Sex flokkar sitja á katalónska héraðsþinginu og eru þrír þeirra hlynntir aðskilnaði. 135 sæti eru á þinginu og stærsti þingflokkurinn er bandalag tveggja aðskilnaðarflokka. Fengu þeir 62 sæti í kosningum árið 2015. Alls eru opinberir starfsmenn héraðsins 28.677. Margir þeirra vinna fyrir katalónsku lögregluna, Mossos d'Esquadra, eða rúmlega 17.000. Þrátt fyrir tilvist katalónsku lögreglunnar starfar spænska lögreglan einnig í héraðinu og hefur yfirumsjón með málum sem tengjast hryðjuverkum og innflytjendum. Fjöldi vinnur einnig hjá CCMA, katalónska héraðsfjölmiðlinum, eða 2.319 manns.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent