Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. október 2017 06:00 Carles Puigdemont hélt ræðu í gær en dagurinn var erfiður fyrir héraðsforsetann. Nordicphotos/AFP Til stendur að öldungadeild spænska þingsins komi saman í dag til þess að kjósa um hvort virkja skuli 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar og þar af leiðandi svipta Katalóníu sjálfsstjórnarvöldum. Þannig gætu yfirvöld í Madríd tekið yfir katalónskar stofnanir, lögreglu og stýrt fjármálum héraðsins. Yfirvöld á Spáni hafa hótað þessum aðgerðum allt frá því kosið var um sjálfstæði í Katalóníu þann 1. október síðastliðinn. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur ekki orðið við kröfum Spánverja og hefur ekki dregið sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins til baka þótt hann hafi að vísu frestað gildistöku hennar. Spænskir fjölmiðlar hafa sagt líklegt að Puigdemont dragi yfirlýsinguna til baka og boði til héraðsþingkosninga til að koma í veg fyrir sviptingu sjálfsstjórnar en í gær tilkynnti forsetinn að það myndi ekki gerast. Það væri undir héraðsþinginu komið hvernig bregðast ætti við virkjun 155. greinarinnar. Gærdagurinn var afar óljós hjá Puigdemont. Hann boðaði í gærmorgun til fundar, hætti síðan við fundinn og boðaði loks til hans á ný. Í ræðu sinni var forsetinn harðorður í garð ríkisstjórnar Mariano Rajoy forsætisráðherra og sagði hana stjórna með harðri hendi. Puigdemont endurnýjaði hins vegar ekki kröfuna um sjálfstæði í ræðu sinni og þykir það benda til þess að hann reyni að koma í veg fyrir að Rajoy ákveði að virkja 155. greinina. Katalónskir miðlar héldu því í kjölfarið fram að breiðfylking aðskilnaðarsinna á þinginu, undir forystu Puigdemont, hafi ekki viljað að boðað yrði til kosninga. Talsmaður ERC, flokks eindreginna aðskilnaðarsinna, sagði flokkinn hafa hótað því að draga stuðning sinn við Puigdemont til baka ef hann boðaði til kosninga. Undanfarnar vikur hafa verið afar erfiðar fyrir héraðsforsetann. Á meðan Spánverjar hafa krafist þess að sjálfstæði verði ekki lýst yfir, og að hin frestaða yfirlýsing verði dregin til baka, hafa aðskilnaðarsinnar úthrópað Puigdemont sem föðurlandssvikara.Hver eru sjálfsstjórnarvöld Katalóníu?Katalónía er það hérað Spánar sem hefur einna mesta sjálfsstjórn. Þar má finna héraðsþing, héraðsstjórn, forseta, lögreglu og héraðsfjölmiðil. Hefur héraðið völd yfir menningarmálum, umhverfismálum, samgöngumálum, efnahagsmálum og öryggismálum. Hins vegar fer spænska ríkið með völdin þegar kemur að utanríkismálum, hernaði og stærri stefnumótun í efnahagsmálum. Carles Puigdemont er forseti héraðsstjórnarinnar en tólf ráðherrar skipa stjórnina. Sex flokkar sitja á katalónska héraðsþinginu og eru þrír þeirra hlynntir aðskilnaði. 135 sæti eru á þinginu og stærsti þingflokkurinn er bandalag tveggja aðskilnaðarflokka. Fengu þeir 62 sæti í kosningum árið 2015. Alls eru opinberir starfsmenn héraðsins 28.677. Margir þeirra vinna fyrir katalónsku lögregluna, Mossos d'Esquadra, eða rúmlega 17.000. Þrátt fyrir tilvist katalónsku lögreglunnar starfar spænska lögreglan einnig í héraðinu og hefur yfirumsjón með málum sem tengjast hryðjuverkum og innflytjendum. Fjöldi vinnur einnig hjá CCMA, katalónska héraðsfjölmiðlinum, eða 2.319 manns. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Til stendur að öldungadeild spænska þingsins komi saman í dag til þess að kjósa um hvort virkja skuli 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar og þar af leiðandi svipta Katalóníu sjálfsstjórnarvöldum. Þannig gætu yfirvöld í Madríd tekið yfir katalónskar stofnanir, lögreglu og stýrt fjármálum héraðsins. Yfirvöld á Spáni hafa hótað þessum aðgerðum allt frá því kosið var um sjálfstæði í Katalóníu þann 1. október síðastliðinn. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur ekki orðið við kröfum Spánverja og hefur ekki dregið sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins til baka þótt hann hafi að vísu frestað gildistöku hennar. Spænskir fjölmiðlar hafa sagt líklegt að Puigdemont dragi yfirlýsinguna til baka og boði til héraðsþingkosninga til að koma í veg fyrir sviptingu sjálfsstjórnar en í gær tilkynnti forsetinn að það myndi ekki gerast. Það væri undir héraðsþinginu komið hvernig bregðast ætti við virkjun 155. greinarinnar. Gærdagurinn var afar óljós hjá Puigdemont. Hann boðaði í gærmorgun til fundar, hætti síðan við fundinn og boðaði loks til hans á ný. Í ræðu sinni var forsetinn harðorður í garð ríkisstjórnar Mariano Rajoy forsætisráðherra og sagði hana stjórna með harðri hendi. Puigdemont endurnýjaði hins vegar ekki kröfuna um sjálfstæði í ræðu sinni og þykir það benda til þess að hann reyni að koma í veg fyrir að Rajoy ákveði að virkja 155. greinina. Katalónskir miðlar héldu því í kjölfarið fram að breiðfylking aðskilnaðarsinna á þinginu, undir forystu Puigdemont, hafi ekki viljað að boðað yrði til kosninga. Talsmaður ERC, flokks eindreginna aðskilnaðarsinna, sagði flokkinn hafa hótað því að draga stuðning sinn við Puigdemont til baka ef hann boðaði til kosninga. Undanfarnar vikur hafa verið afar erfiðar fyrir héraðsforsetann. Á meðan Spánverjar hafa krafist þess að sjálfstæði verði ekki lýst yfir, og að hin frestaða yfirlýsing verði dregin til baka, hafa aðskilnaðarsinnar úthrópað Puigdemont sem föðurlandssvikara.Hver eru sjálfsstjórnarvöld Katalóníu?Katalónía er það hérað Spánar sem hefur einna mesta sjálfsstjórn. Þar má finna héraðsþing, héraðsstjórn, forseta, lögreglu og héraðsfjölmiðil. Hefur héraðið völd yfir menningarmálum, umhverfismálum, samgöngumálum, efnahagsmálum og öryggismálum. Hins vegar fer spænska ríkið með völdin þegar kemur að utanríkismálum, hernaði og stærri stefnumótun í efnahagsmálum. Carles Puigdemont er forseti héraðsstjórnarinnar en tólf ráðherrar skipa stjórnina. Sex flokkar sitja á katalónska héraðsþinginu og eru þrír þeirra hlynntir aðskilnaði. 135 sæti eru á þinginu og stærsti þingflokkurinn er bandalag tveggja aðskilnaðarflokka. Fengu þeir 62 sæti í kosningum árið 2015. Alls eru opinberir starfsmenn héraðsins 28.677. Margir þeirra vinna fyrir katalónsku lögregluna, Mossos d'Esquadra, eða rúmlega 17.000. Þrátt fyrir tilvist katalónsku lögreglunnar starfar spænska lögreglan einnig í héraðinu og hefur yfirumsjón með málum sem tengjast hryðjuverkum og innflytjendum. Fjöldi vinnur einnig hjá CCMA, katalónska héraðsfjölmiðlinum, eða 2.319 manns.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira