Geðheilbrigði tónlistarmanna er ekki skemmtifrétt Benedikt Bóas skrifar 26. október 2017 16:30 Chester Bennington, söngvari Linkin Park, var virtur og dáður af milljónum en hafði sinn djöful að draga. Hann framdi sjálfsmorð þann 20. júlí síðastliðinn þegar hann hengdi sig á heimili sínu. Hann var 41. árs. NordicPhotos/Getty „Þetta er stundum sett í búning og gert eins og það sé eftirsóknavert að vera að glíma við sinn djöful,“ segir Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN, en á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves verður ráðstefna þar sem rætt verður um geðheilbrigðismál tónlistarmanna. Ástæðan er að fjölmargir tónlistarmenn hafa fallið fyrir eigin hendi, bæði erlendis og hérlendis. Umræðan um geðheilbrigðismál hefur lengi verið mikið tabú segir Anna, og sérstaklega meðal tónlistarmanna.„Það þarf að gera eitthvað í þessu og tala um lausnir og vandamálið. Geðheilbrigðismál eru tabú en eru einstök í tónlistargeiranum því það er eins og það sé einhver ljómi yfir tónlistarmönnum og geðheilbrigði þeirra. Ef tónlistarmaður fellur fyrir eigin hendi eða líður eitthvað illa og fær jafnvel eitthvert áfall þá er það málað í skemmtilegum litum í staðinn fyrir að segja: Guð minn góður, hvernig getum við hjálpað. Þegar Amy Winehouse til dæmis átti við sín vandamál að stríða þá var það málað sem einhver skemmtifrétt í staðinn fyrir að tala um þetta sem vandamál sem þarf að laga.“William Doyle mun tala á fyrirlestrinum. NordicPhotos/GettyWilliam Doyle fæddist árið 1991 og sló í gegn með fyrstu plötu sinni, Total Strife Forever. Árið 2016 gaf hann út plötu sem hann byggði á kvíða sínum, ofsahræðslu og skorti á veruleikaskyni. Hann hefur verið opinskár gagnvart geðvandamálum sínum sem tónlistarmaður. „Okkur fannst mikilvægt að í staðinn fyrir að fá hóp af fólki sem talar um geðheilbrigði tónlistarmanna þá væri betra að fá tónlistarmann sem glímir við geðvandamál og talar um þau. Segir frá sinni reynslu. Við verðum líka með fulltrúa frá Landspítalanum sem talar um þau úrræði sem tónlistarmenn og aðrir hafa.“ Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 2. nóvember í sal 2 í Bíó Paradís.Chris Cornell lést í maí síðastliðnum. Hann hafði glímt við þunglyndi í langan tíma. Hann var 52. ára gamall. NordicPhotos/Getty Airwaves Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er stundum sett í búning og gert eins og það sé eftirsóknavert að vera að glíma við sinn djöful,“ segir Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN, en á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves verður ráðstefna þar sem rætt verður um geðheilbrigðismál tónlistarmanna. Ástæðan er að fjölmargir tónlistarmenn hafa fallið fyrir eigin hendi, bæði erlendis og hérlendis. Umræðan um geðheilbrigðismál hefur lengi verið mikið tabú segir Anna, og sérstaklega meðal tónlistarmanna.„Það þarf að gera eitthvað í þessu og tala um lausnir og vandamálið. Geðheilbrigðismál eru tabú en eru einstök í tónlistargeiranum því það er eins og það sé einhver ljómi yfir tónlistarmönnum og geðheilbrigði þeirra. Ef tónlistarmaður fellur fyrir eigin hendi eða líður eitthvað illa og fær jafnvel eitthvert áfall þá er það málað í skemmtilegum litum í staðinn fyrir að segja: Guð minn góður, hvernig getum við hjálpað. Þegar Amy Winehouse til dæmis átti við sín vandamál að stríða þá var það málað sem einhver skemmtifrétt í staðinn fyrir að tala um þetta sem vandamál sem þarf að laga.“William Doyle mun tala á fyrirlestrinum. NordicPhotos/GettyWilliam Doyle fæddist árið 1991 og sló í gegn með fyrstu plötu sinni, Total Strife Forever. Árið 2016 gaf hann út plötu sem hann byggði á kvíða sínum, ofsahræðslu og skorti á veruleikaskyni. Hann hefur verið opinskár gagnvart geðvandamálum sínum sem tónlistarmaður. „Okkur fannst mikilvægt að í staðinn fyrir að fá hóp af fólki sem talar um geðheilbrigði tónlistarmanna þá væri betra að fá tónlistarmann sem glímir við geðvandamál og talar um þau. Segir frá sinni reynslu. Við verðum líka með fulltrúa frá Landspítalanum sem talar um þau úrræði sem tónlistarmenn og aðrir hafa.“ Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 2. nóvember í sal 2 í Bíó Paradís.Chris Cornell lést í maí síðastliðnum. Hann hafði glímt við þunglyndi í langan tíma. Hann var 52. ára gamall. NordicPhotos/Getty
Airwaves Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira