Gæludýr nú velkomin á veitingastaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2017 10:00 Gæludýraeigendur geta nú tekið ferfætta vini sína með á vel valin veitingahús landsins. „Þau mega bara koma á morgun, eða í dag,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í samtali við Vísi. Hún undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. Breytingin kveður á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða sé heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á veitingastaði að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Reglugerðin gildir um alla einkarekna veitingastaði. Vilji rekstraraðilar opna dyr sínar fyrir ferfætlingum þurfa þeir að tilkynna það til heilbrigðisnefndar en ekki þarf að biðja um sérstakt leyfi. „Í reglugerðinni segir að það þurfi að hafa það mjög sýnilegt við hurð eða eitthvað slíkt að gæludýr séu leyfð inni á viðkomandi stað. Það á að vera fólki ljóst, viðskiptamönnum sem labbar inn hvernig aðstæður eru. Það eru bara einhverjir svona hlutir sem er verið að tiltaka,“ segir Björt. „Þetta er ekki opinberir staðir eins og heilsugæslur eða neitt slíkt því þar hefur fólk ekki val um að mæta. En þetta á við um veitingamenn sem vilja opna sínar dyr.“Done and done! Komið fagnandipic.twitter.com/GcreuSBGKe— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) October 26, 2017 Björt tilkynnti tillöguna fyrst á ársfundi Bjartrar framtíðar í byrjun september. Við það tilefni sagði hún við fréttastofu að um tímabærar breytingar væri að ræða. „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“ Tengdar fréttir Borgarstjórn tekur slaginn við ríkið um gæludýrahald á veitingastöðum "Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sem vill leyfa veitingamönnum að ráða því hvort þeir leyfa dýrahald á stöðum sínum. 19. maí 2015 16:01 Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ 18. maí 2015 16:41 Leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. 3. september 2017 14:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
„Þau mega bara koma á morgun, eða í dag,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í samtali við Vísi. Hún undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. Breytingin kveður á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða sé heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á veitingastaði að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Reglugerðin gildir um alla einkarekna veitingastaði. Vilji rekstraraðilar opna dyr sínar fyrir ferfætlingum þurfa þeir að tilkynna það til heilbrigðisnefndar en ekki þarf að biðja um sérstakt leyfi. „Í reglugerðinni segir að það þurfi að hafa það mjög sýnilegt við hurð eða eitthvað slíkt að gæludýr séu leyfð inni á viðkomandi stað. Það á að vera fólki ljóst, viðskiptamönnum sem labbar inn hvernig aðstæður eru. Það eru bara einhverjir svona hlutir sem er verið að tiltaka,“ segir Björt. „Þetta er ekki opinberir staðir eins og heilsugæslur eða neitt slíkt því þar hefur fólk ekki val um að mæta. En þetta á við um veitingamenn sem vilja opna sínar dyr.“Done and done! Komið fagnandipic.twitter.com/GcreuSBGKe— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) October 26, 2017 Björt tilkynnti tillöguna fyrst á ársfundi Bjartrar framtíðar í byrjun september. Við það tilefni sagði hún við fréttastofu að um tímabærar breytingar væri að ræða. „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“
Tengdar fréttir Borgarstjórn tekur slaginn við ríkið um gæludýrahald á veitingastöðum "Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sem vill leyfa veitingamönnum að ráða því hvort þeir leyfa dýrahald á stöðum sínum. 19. maí 2015 16:01 Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ 18. maí 2015 16:41 Leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. 3. september 2017 14:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Borgarstjórn tekur slaginn við ríkið um gæludýrahald á veitingastöðum "Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sem vill leyfa veitingamönnum að ráða því hvort þeir leyfa dýrahald á stöðum sínum. 19. maí 2015 16:01
Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ 18. maí 2015 16:41
Leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. 3. september 2017 14:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent