„Margt óráðið í minni framtíð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. janúar 2026 15:40 Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, áður Pírata, náði ekki kjöri í efstu sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar um helgina. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og áður Pírata, segir margt óráðið um sína framtíð eftir að niðurstöður prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík lágu fyrir um helgina. Dóra sóttist eftir 3.-4. sæti á lista en hafði ekki erindi sem erfiði. Hvort sem hún fái tækifæri til að taka sæti á lista eða ekki segist Dóra ætla að leggja hönd á plóg í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor og segist styðja nýjan oddvita flokksins. Dóra gekk til liðs við Samfylkinguna fyrr í vetur en alls greiddu 1.616 einstaklingar Dóru atkvæði sitt í prófkjörinu sem þó dugði ekki til að tryggja henni eitt af sex efstu sætunum sem valið stóð um. Enn á Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, sem laut í lægra haldi fyrir Pétri Marteinssyni í oddvitaslagnum, eftir að gera upp hug sinn um það hvort hún þiggi annað sætið á listanum. Ef Heiða ákveður að taka ekki sæti gæti það þýtt að Dóra Björt eigi möguleika á að taka sæti ofar á lista. „Ég er auðvitað bara enn að melta þetta en uni ágætlega við mitt. Ég er auðvitað ný í flokknum og er enn að kynnast flokknum og flokkurinn er enn að kynnast mér. Þannig það að fá yfir 1600 atkvæði er í rauninni frábær árangur,“ segir Dóra í samtali við Vísi. „Önnur öfl“ að verki í ár Til samanburðar við þátttöku í prófkjöri á fyrra kjörtímabili hefði þessi árangur dugað henni til að ná kjöri í eitt af efstu sætunum að sögn Dóru, en það hafi verið „önnur öfl að verki“ í ár. Hún túlki niðurstöðuna engu að síður sem fínan stuðning við sig og sín verk í borgarstjórn. „En dýnamíkin í prófkjörinu og kannski skalinn í þátttöku var eitthvað sem að þekkist ekki í Samfylkingunni og var svolítið nýtt og það kannski breytti svolítið hvernig málum var háttað. En ég er bara sátt og spennt fyrir því sem koma skal,“ segir Dóra. Með „öðrum öflum“ segist hún þó aðspurð ekki endilega eiga við ný atkvæði sem hafi fylgt utanaðkomandi oddvitaframbjóðenda sem tók slaginn við sitjandi borgarstjóra. „Það sem ég var helst að meina var bara dýnamíkin í prófkjörinu og skalinn. Miklu fleiri sem taka þátt, meiri sviptingar og meiri strategía kannski að einhverju marki. Þetta var bara svolítið öðruvísi en áður eftir því sem ég best veit. Ég er ekkert að segja að það sé verra eða betra, bara svolítið öðruvísi,“ segir Dóra. Hún hafi tekið áhættu með því að skipta um flokk eftir mörg ár sem borgarfulltrúi Pírata, en hún kveðst ekki sjá eftir ákvörðun sinni. „Ég er bara virkilega sátt við þá ákvörðun vegna þess að hún er bara í takt við mín gildi,“ segir Dóra. Hún vilji fylgja hjartanu og láta það ráða för og gera það sem er rétt, frekar en að gera það sem er „strategískt hverju sinni“ eins og Dóra orðar það. „Ég lít á þessa stöðu sem ég er í núna sem nýtt upphaf sem er spennandi. Við eigum enn eftir að sjá hvernig listinn lendir og hvernig næstu skref verða og margt óráðið í minni framtíð núna. Ég verð bara að segja að það eru bara tækifæri í því. Það eru alltaf tækifæri í nýju upphafi og núna er ég bara að lenda í flokknum, ég er að stimpla mig inn og er bara mætt til leiks og ætla að láta verkin tala og láta gott af mér leiða. Það er mitt markmið,“ segir Dóra. Styður Pétur og leggur baráttunni lið sama hvað verður Það sé of snemmt að segja til um hvort hún endi á lista eða ekki, enda ennþá uppi nokkur óvissa. Enn á eftir að koma í ljós hvort Heiða taki sæti á lista og þá tekur uppstillingarnefnd við sem raðar í önnur sæti listans utan þeirra sex sem ákvörðuð voru í prófkjörinu. Burtséð frá því hvort hún taki sæti á lista ætli hún að leggja sitt af mörkum fyrir Samfylkinguna í komandi kosningum. „Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum til að Samfylkingin vinni kosningasigur í vor. Það er það sem liggur fyrir mér,“ segir Dóra, sem hefur undanfarin ár starfað náið með Heiðu Björgu í meirihlutasamstarfi í Reykjavík. Þannig þú styður nýjan oddvita? „Já að sjálfsögðu geri ég það. Eins og ég hef sagt, þetta er bara allt flott fólk sem gaf kost á sér og sama hvernig þetta myndi fara þá yrði þetta öflugur listi og þetta er það sannarlega. Þannig ég hef engar áhyggjur af öðru en að þetta verði flott kosningabarátta og að Samfylkingin geti náð miklum árangri,“ svarar Dóra. Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sjá meira
Dóra gekk til liðs við Samfylkinguna fyrr í vetur en alls greiddu 1.616 einstaklingar Dóru atkvæði sitt í prófkjörinu sem þó dugði ekki til að tryggja henni eitt af sex efstu sætunum sem valið stóð um. Enn á Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, sem laut í lægra haldi fyrir Pétri Marteinssyni í oddvitaslagnum, eftir að gera upp hug sinn um það hvort hún þiggi annað sætið á listanum. Ef Heiða ákveður að taka ekki sæti gæti það þýtt að Dóra Björt eigi möguleika á að taka sæti ofar á lista. „Ég er auðvitað bara enn að melta þetta en uni ágætlega við mitt. Ég er auðvitað ný í flokknum og er enn að kynnast flokknum og flokkurinn er enn að kynnast mér. Þannig það að fá yfir 1600 atkvæði er í rauninni frábær árangur,“ segir Dóra í samtali við Vísi. „Önnur öfl“ að verki í ár Til samanburðar við þátttöku í prófkjöri á fyrra kjörtímabili hefði þessi árangur dugað henni til að ná kjöri í eitt af efstu sætunum að sögn Dóru, en það hafi verið „önnur öfl að verki“ í ár. Hún túlki niðurstöðuna engu að síður sem fínan stuðning við sig og sín verk í borgarstjórn. „En dýnamíkin í prófkjörinu og kannski skalinn í þátttöku var eitthvað sem að þekkist ekki í Samfylkingunni og var svolítið nýtt og það kannski breytti svolítið hvernig málum var háttað. En ég er bara sátt og spennt fyrir því sem koma skal,“ segir Dóra. Með „öðrum öflum“ segist hún þó aðspurð ekki endilega eiga við ný atkvæði sem hafi fylgt utanaðkomandi oddvitaframbjóðenda sem tók slaginn við sitjandi borgarstjóra. „Það sem ég var helst að meina var bara dýnamíkin í prófkjörinu og skalinn. Miklu fleiri sem taka þátt, meiri sviptingar og meiri strategía kannski að einhverju marki. Þetta var bara svolítið öðruvísi en áður eftir því sem ég best veit. Ég er ekkert að segja að það sé verra eða betra, bara svolítið öðruvísi,“ segir Dóra. Hún hafi tekið áhættu með því að skipta um flokk eftir mörg ár sem borgarfulltrúi Pírata, en hún kveðst ekki sjá eftir ákvörðun sinni. „Ég er bara virkilega sátt við þá ákvörðun vegna þess að hún er bara í takt við mín gildi,“ segir Dóra. Hún vilji fylgja hjartanu og láta það ráða för og gera það sem er rétt, frekar en að gera það sem er „strategískt hverju sinni“ eins og Dóra orðar það. „Ég lít á þessa stöðu sem ég er í núna sem nýtt upphaf sem er spennandi. Við eigum enn eftir að sjá hvernig listinn lendir og hvernig næstu skref verða og margt óráðið í minni framtíð núna. Ég verð bara að segja að það eru bara tækifæri í því. Það eru alltaf tækifæri í nýju upphafi og núna er ég bara að lenda í flokknum, ég er að stimpla mig inn og er bara mætt til leiks og ætla að láta verkin tala og láta gott af mér leiða. Það er mitt markmið,“ segir Dóra. Styður Pétur og leggur baráttunni lið sama hvað verður Það sé of snemmt að segja til um hvort hún endi á lista eða ekki, enda ennþá uppi nokkur óvissa. Enn á eftir að koma í ljós hvort Heiða taki sæti á lista og þá tekur uppstillingarnefnd við sem raðar í önnur sæti listans utan þeirra sex sem ákvörðuð voru í prófkjörinu. Burtséð frá því hvort hún taki sæti á lista ætli hún að leggja sitt af mörkum fyrir Samfylkinguna í komandi kosningum. „Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum til að Samfylkingin vinni kosningasigur í vor. Það er það sem liggur fyrir mér,“ segir Dóra, sem hefur undanfarin ár starfað náið með Heiðu Björgu í meirihlutasamstarfi í Reykjavík. Þannig þú styður nýjan oddvita? „Já að sjálfsögðu geri ég það. Eins og ég hef sagt, þetta er bara allt flott fólk sem gaf kost á sér og sama hvernig þetta myndi fara þá yrði þetta öflugur listi og þetta er það sannarlega. Þannig ég hef engar áhyggjur af öðru en að þetta verði flott kosningabarátta og að Samfylkingin geti náð miklum árangri,“ svarar Dóra.
Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sjá meira