Sjónræn innrás í gamla Austurbæjarbíó Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2017 19:13 Nýtt safn sem sérhæfir sig í sýningum á ferðasögum útlendinga á Íslandi, náttúru landsins og fréttnæmum atburðum hefur hreiðrar um síg í gamla Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Sýningin er sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum en ætti einnig að höfða til Íslendinga sem vilja njóta sögu landsins og fegurðar þess í lifandi myndum. Austurbæjarbíó og síðar Austurbær hafa gengt mikilvægu hlutverki í skemmtanalífi og menningarsögu Reykjavíkur í sjötíu ár. En nú hefur þetta merkilega hús fengið nýtt hlutverk. Jón Gunnar Bergs er framkvæmdastjóri „Tales From Icelands,“ sem gæti útlagst „Sögur af Íslandi,“ sem hefur yfirtekið þetta forna kvikmynda- og leikhús. „Nú er búið að opna hér sýningu sem heitir Tails From Iceland. Hún er tvískipt og samanstendur af landslagssýningu á neðri hæðinni sem er byggð upp á myndböndum frá útlendingum. Þriggja til fjögurra mínútna myndböndum sem lýsa upplifun þeirra á landi og þjóð. Glöggt er gests augað. Upp á efri hæðinni erum við með fréttasýningu sem heitir hvað var að frétta og sýnir hápunkta íslensks samfélags á síðast liðnum fimmtíu árum,“ segir Jón Gunnar. Austurbæjarbíó var og er enn eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar og hýsti lengi vel stærsta samkomusal borgarinnar með sæti fyrir rúmlega sex hundruð manns. Þar hafa verið kvikmyndasýningar. leiksýningar og settir upp söngleikir og á efri hæðinni var Silfurtunglið, einn vinsælasti skemmtistaður landsins á áratugum áður. Hvernig eru útlendingar að taka þessari sýningu, er hún einstök í sinni röð hér? „Hún er ekki bara einstök í sinni röð hér. Hún er einstök í öllum heiminum því svona sýning hefur hvergi verið sett upp annars staðar. Við höfum fengið frábæra dóma á Trip Adviser, erum þar með fullt hús stiga. Búin að hafa opið hér í mánuð og gætum ekki verið ánægðari,“ segir Jón Gunnar. Þar sem Silfurtunglið var áður má nú sjá myndbönd um helstu fréttaviðburði á Íslandi á síðustu áratugum, allt frá eldsumbrotum til leiðtogafundar stórveldanna og allt þar á milli. „Og þetta er lifandi sýning. Við komum til með að breyta efninu eftir því sem fram líða stundir. Bæði náttúrlega fréttasýningunni og jafnframt hér á neðri hæðinni,“ segir Jón Gunnar. Þá verði meðal annars sett upp myndband um Airways tónlistarhátíðina sem standi fyrir dyrum. Stóri kvikmyndasalurinn er enn í uppbyggingu en þar er fyrirhugað að bjóða upp á einstaka upplifun innan nokkurra mánaða þar sem einnig verði hægt að bjóða upp á glæsilegustu veislur í miðborginni að sögn Jóns Gunnars Bergs. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Nýtt safn sem sérhæfir sig í sýningum á ferðasögum útlendinga á Íslandi, náttúru landsins og fréttnæmum atburðum hefur hreiðrar um síg í gamla Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Sýningin er sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum en ætti einnig að höfða til Íslendinga sem vilja njóta sögu landsins og fegurðar þess í lifandi myndum. Austurbæjarbíó og síðar Austurbær hafa gengt mikilvægu hlutverki í skemmtanalífi og menningarsögu Reykjavíkur í sjötíu ár. En nú hefur þetta merkilega hús fengið nýtt hlutverk. Jón Gunnar Bergs er framkvæmdastjóri „Tales From Icelands,“ sem gæti útlagst „Sögur af Íslandi,“ sem hefur yfirtekið þetta forna kvikmynda- og leikhús. „Nú er búið að opna hér sýningu sem heitir Tails From Iceland. Hún er tvískipt og samanstendur af landslagssýningu á neðri hæðinni sem er byggð upp á myndböndum frá útlendingum. Þriggja til fjögurra mínútna myndböndum sem lýsa upplifun þeirra á landi og þjóð. Glöggt er gests augað. Upp á efri hæðinni erum við með fréttasýningu sem heitir hvað var að frétta og sýnir hápunkta íslensks samfélags á síðast liðnum fimmtíu árum,“ segir Jón Gunnar. Austurbæjarbíó var og er enn eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar og hýsti lengi vel stærsta samkomusal borgarinnar með sæti fyrir rúmlega sex hundruð manns. Þar hafa verið kvikmyndasýningar. leiksýningar og settir upp söngleikir og á efri hæðinni var Silfurtunglið, einn vinsælasti skemmtistaður landsins á áratugum áður. Hvernig eru útlendingar að taka þessari sýningu, er hún einstök í sinni röð hér? „Hún er ekki bara einstök í sinni röð hér. Hún er einstök í öllum heiminum því svona sýning hefur hvergi verið sett upp annars staðar. Við höfum fengið frábæra dóma á Trip Adviser, erum þar með fullt hús stiga. Búin að hafa opið hér í mánuð og gætum ekki verið ánægðari,“ segir Jón Gunnar. Þar sem Silfurtunglið var áður má nú sjá myndbönd um helstu fréttaviðburði á Íslandi á síðustu áratugum, allt frá eldsumbrotum til leiðtogafundar stórveldanna og allt þar á milli. „Og þetta er lifandi sýning. Við komum til með að breyta efninu eftir því sem fram líða stundir. Bæði náttúrlega fréttasýningunni og jafnframt hér á neðri hæðinni,“ segir Jón Gunnar. Þá verði meðal annars sett upp myndband um Airways tónlistarhátíðina sem standi fyrir dyrum. Stóri kvikmyndasalurinn er enn í uppbyggingu en þar er fyrirhugað að bjóða upp á einstaka upplifun innan nokkurra mánaða þar sem einnig verði hægt að bjóða upp á glæsilegustu veislur í miðborginni að sögn Jóns Gunnars Bergs.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira