Fjármálaeftirlitið kærir gagnalekann úr Glitni til héraðssaksóknara Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. október 2017 16:07 Stundin hefur að undanförnu unnið fréttir úr gögnum frá Glitni, í samstarfi við Reykjavík Media og breska fjölmiðilinn The Guardian. vísir/heiða Héraðssakskóknari hefur á borði sínu kæru frá Fjármálaeftirlitinu sem snýr að gagnaleika úr þrotabúi Glitnis. Kæran snýr eingöngu að að þeim upplýsingum sem þegar hafa verið birtar og er vegna gruns um broti á bankaleynd. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Áður hafði borist kæra varðandi leka á gögnum um viðskiptavini Glitnis eftir umfjöllun um viðskipti hæstaréttardómara sem birtist í lok árs 2016. Kæran sem nú er á borði saksóknara vísar í það mál en snýr fyrst og fremst að umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni í kringum bankahrunið 2008. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að um sé að ræða grun um brot á lögum um þagnarskyldu starfsfólks fjármálafyrirtækja, sem oft er nefnd bankaleynd. Kæran snýr eingöngu að þeim upplýsingum sem þegar hafa komið fram. „Ef að við kærum eitthvað þá er það fyrir fullframið brot. Þetta er ekki eins og lögbannsmálið þar sem verið er að afstýra einhverju fyrirsjáanlega yfirvofandi broti,“ segir Unnur í samtali við Vísi.Neituðu að afhenda gögninÞann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum sme Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeilt og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins og hyggst Stundin höfða skaðabótamál standist lögbannið ekki skoðun dómstóla. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35 Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Héraðssakskóknari hefur á borði sínu kæru frá Fjármálaeftirlitinu sem snýr að gagnaleika úr þrotabúi Glitnis. Kæran snýr eingöngu að að þeim upplýsingum sem þegar hafa verið birtar og er vegna gruns um broti á bankaleynd. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Áður hafði borist kæra varðandi leka á gögnum um viðskiptavini Glitnis eftir umfjöllun um viðskipti hæstaréttardómara sem birtist í lok árs 2016. Kæran sem nú er á borði saksóknara vísar í það mál en snýr fyrst og fremst að umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni í kringum bankahrunið 2008. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að um sé að ræða grun um brot á lögum um þagnarskyldu starfsfólks fjármálafyrirtækja, sem oft er nefnd bankaleynd. Kæran snýr eingöngu að þeim upplýsingum sem þegar hafa komið fram. „Ef að við kærum eitthvað þá er það fyrir fullframið brot. Þetta er ekki eins og lögbannsmálið þar sem verið er að afstýra einhverju fyrirsjáanlega yfirvofandi broti,“ segir Unnur í samtali við Vísi.Neituðu að afhenda gögninÞann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum sme Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeilt og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins og hyggst Stundin höfða skaðabótamál standist lögbannið ekki skoðun dómstóla.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35 Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35
Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37