Ásgeir Örn vonast til að spila annan leikinn gegn Svíum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2017 19:15 Ásgeir Örn ræðir við Pétur Örn Gunnarsson sjúkraþjálfara. vísir/eyþór Ásgeir Örn Hallgrímsson segir líklegt að hann geti tekið þátt í vináttulandsleikjunum gegn Svíum í Laugardalshöllinni. Sá fyrri fer fram annað kvöld og sá síðari á laugardaginn. Ásgeir Örn hefur glímt við meiðsli í upphafi tímabils og lítið komið við sögu hjá sínu félagsliði, Nimes í Frakklandi. Hann segist þó vera á batavegi. „Staðan er þokkaleg. Þetta er búið að vera frekar hægt haust en ég er allur að koma til. Núna er þetta allt á uppleið,“ sagði Ásgeir Örn sem hefur verið meiddur mjöðm síðan í lok ágúst. Aðspurður sagðist Ásgeir Örn vera bjartsýnn á að geta spilað allavega annan leikinn gegn Svíum. Ásgeir Örn, sem er 33 ára, er næstelsti leikmaðurinn í íslenska hópnum sem er mjög ungur að þessu sinni.„Þetta eru ungir og ferskir strákar. Þetta er vissulega nýtt og öðruvísi. Það felast nýjar áskoranir í því. En maður saknar auðvitað gömlu vinanna,“ sagði Ásgeir Örn sem reynir hvað hann getur til að hjálpa yngri leikmönnunum í íslenska liðinu. „Maður gerir það sem maður getur til að hjálpa þeim og gera þetta létt. Við erum allir að reyna að vinna leiki og maður reynir að miðla af reynslunni.“ Ásgeir Örn hefur leikið í Frakklandi síðan 2012, fyrstu tvö árin með Paris Saint-Germain og síðan með Nimes. „Ég gerði nýjan þriggja ára samning í fyrra þannig að ég á þetta tímabil og næsta eftir. Síðan tekur maður stöðuna. Þá verður maður orðinn 35 ára og allt eins líklegt að maður fari heim. En maður veit aldrei,“ sagði Ásgeir Örn. Hauka, uppeldisfélag Ásgeirs Arnar, vantar örvhenta skyttu. Er ekki gráupplagt fyrir hann að fylla það skarð? „Það er aldrei að vita. Maður sér til,“ sagði Ásgeir hlæjandi.Ásgeir Örn hefur leikið 247 landsleiki.vísir/eyþór EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. 25. október 2017 13:00 Létt yfir strákunum í morgun | Myndir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn. 25. október 2017 16:00 Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Guðjón: Aron á eftir að rita nafn sitt stórum stöfum í sögu Barcelona Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er afar ánægður fyrir hönd Arons Pálmarssonar sem í gær varð formlega leikmaður Barcelona. 24. október 2017 14:30 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir líklegt að hann geti tekið þátt í vináttulandsleikjunum gegn Svíum í Laugardalshöllinni. Sá fyrri fer fram annað kvöld og sá síðari á laugardaginn. Ásgeir Örn hefur glímt við meiðsli í upphafi tímabils og lítið komið við sögu hjá sínu félagsliði, Nimes í Frakklandi. Hann segist þó vera á batavegi. „Staðan er þokkaleg. Þetta er búið að vera frekar hægt haust en ég er allur að koma til. Núna er þetta allt á uppleið,“ sagði Ásgeir Örn sem hefur verið meiddur mjöðm síðan í lok ágúst. Aðspurður sagðist Ásgeir Örn vera bjartsýnn á að geta spilað allavega annan leikinn gegn Svíum. Ásgeir Örn, sem er 33 ára, er næstelsti leikmaðurinn í íslenska hópnum sem er mjög ungur að þessu sinni.„Þetta eru ungir og ferskir strákar. Þetta er vissulega nýtt og öðruvísi. Það felast nýjar áskoranir í því. En maður saknar auðvitað gömlu vinanna,“ sagði Ásgeir Örn sem reynir hvað hann getur til að hjálpa yngri leikmönnunum í íslenska liðinu. „Maður gerir það sem maður getur til að hjálpa þeim og gera þetta létt. Við erum allir að reyna að vinna leiki og maður reynir að miðla af reynslunni.“ Ásgeir Örn hefur leikið í Frakklandi síðan 2012, fyrstu tvö árin með Paris Saint-Germain og síðan með Nimes. „Ég gerði nýjan þriggja ára samning í fyrra þannig að ég á þetta tímabil og næsta eftir. Síðan tekur maður stöðuna. Þá verður maður orðinn 35 ára og allt eins líklegt að maður fari heim. En maður veit aldrei,“ sagði Ásgeir Örn. Hauka, uppeldisfélag Ásgeirs Arnar, vantar örvhenta skyttu. Er ekki gráupplagt fyrir hann að fylla það skarð? „Það er aldrei að vita. Maður sér til,“ sagði Ásgeir hlæjandi.Ásgeir Örn hefur leikið 247 landsleiki.vísir/eyþór
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. 25. október 2017 13:00 Létt yfir strákunum í morgun | Myndir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn. 25. október 2017 16:00 Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Guðjón: Aron á eftir að rita nafn sitt stórum stöfum í sögu Barcelona Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er afar ánægður fyrir hönd Arons Pálmarssonar sem í gær varð formlega leikmaður Barcelona. 24. október 2017 14:30 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. 25. október 2017 13:00
Létt yfir strákunum í morgun | Myndir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn. 25. október 2017 16:00
Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30
Guðjón: Aron á eftir að rita nafn sitt stórum stöfum í sögu Barcelona Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er afar ánægður fyrir hönd Arons Pálmarssonar sem í gær varð formlega leikmaður Barcelona. 24. október 2017 14:30