Þrír flokkar fá falleinkun í loftslagsmálum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2017 10:01 Lengi hefur verið vitað að losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur breytingum á loftslagi jarðar. Vísir/EPA Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá falleinkun í úttekt hópsins París 1,5 á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum. Síðarnefndu flokkarnir tveir skiluðu ekki inn svörum og fá því núll í einkunn. Sjálfstæðisflokkuirinn fær 4,7. Hinir átta flokkarnir standast allir prófið og eru Píratar með „metnaðarfyllstu stefnuna,“ að mati hópsins. Fá þeir 8,5 í einkunn. Björt framtíð kemur þar á eftir með 8,1. Samfylkingin með 7,8 og Vinstri græn með 7,6 koma þar á eftir. Mynda þessir flokkar svokallaðan toppflokk að mati hópsins og segir hópurinn að varla sé marktækur munur á flokkunum, út frá þeirri aðferðarfræði sem er beitt, þó stefnur flokkanna séu mismunandi útfærðar. Stefnur Alþýðufylkingarinnar, Dögunar, Framsóknarflokksins og Viðreisnar teljast „ekki nægjanlega góðar til að teljast í toppflokknum,“ að mati hópsins. Af þeim flokkum sem skiluðu inn svörum er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem stenst ekki mat hópsins. Telur hópurinn þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki langt frá því að standast matið. „Lítið vantar uppá að Sjálfstæðisflokkurinn standist matið og virðist bara lítillega vanta uppá metnaðinn við að setja skýrari markmið og aðeins ítarlegri stefnu, en það þarf ekki mikið til og það virðist vera áhugi fyrir hendi,“ segir hópurinn á heimasíðu sinni.Svona dreifast einkunnir flokkanna.Mynd/París 1,5Öllum flokkum sem eru með lista í kjöri fyrir kosningarnar 2017 var sendur tölvupóstur með spurningum í sex liðum sem flokkarnir voru beðnir um að svara. Einkunnir voru gefnar á forsendum stefnu flokkanna, út frá þeim svörum sem bárust. Svörin voru metin og gefin einkunn á bilinu 0-10 en misjafnt vægi var á milli þeirra sex þátta sem spurt var um, meðal annars hvort flokkurinn væri á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort finna mætti tillögur um endurheimt votlendis og skógrægt í stefnu flokkanna og hvort tölu- og/eða tímasett markmið væru varðandi samdrátt í losun kolvtvísýrings. Hópurinn gaf út svipað mat fyrir kosningarnar fyrir ári síðan og stóðust aðeins þrír flokkar prófið í það skipti. Er það mat hópsins að flestir flokkarnir hafi tekið loftslagsmál fastari tökum en fyrir síðustu kosningar.Svör flokkanna má sjá hér auk þess sem hægt er að kynna sér aðferðafræðina hér. Kosningar 2017 Loftslagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá falleinkun í úttekt hópsins París 1,5 á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum. Síðarnefndu flokkarnir tveir skiluðu ekki inn svörum og fá því núll í einkunn. Sjálfstæðisflokkuirinn fær 4,7. Hinir átta flokkarnir standast allir prófið og eru Píratar með „metnaðarfyllstu stefnuna,“ að mati hópsins. Fá þeir 8,5 í einkunn. Björt framtíð kemur þar á eftir með 8,1. Samfylkingin með 7,8 og Vinstri græn með 7,6 koma þar á eftir. Mynda þessir flokkar svokallaðan toppflokk að mati hópsins og segir hópurinn að varla sé marktækur munur á flokkunum, út frá þeirri aðferðarfræði sem er beitt, þó stefnur flokkanna séu mismunandi útfærðar. Stefnur Alþýðufylkingarinnar, Dögunar, Framsóknarflokksins og Viðreisnar teljast „ekki nægjanlega góðar til að teljast í toppflokknum,“ að mati hópsins. Af þeim flokkum sem skiluðu inn svörum er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem stenst ekki mat hópsins. Telur hópurinn þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki langt frá því að standast matið. „Lítið vantar uppá að Sjálfstæðisflokkurinn standist matið og virðist bara lítillega vanta uppá metnaðinn við að setja skýrari markmið og aðeins ítarlegri stefnu, en það þarf ekki mikið til og það virðist vera áhugi fyrir hendi,“ segir hópurinn á heimasíðu sinni.Svona dreifast einkunnir flokkanna.Mynd/París 1,5Öllum flokkum sem eru með lista í kjöri fyrir kosningarnar 2017 var sendur tölvupóstur með spurningum í sex liðum sem flokkarnir voru beðnir um að svara. Einkunnir voru gefnar á forsendum stefnu flokkanna, út frá þeim svörum sem bárust. Svörin voru metin og gefin einkunn á bilinu 0-10 en misjafnt vægi var á milli þeirra sex þátta sem spurt var um, meðal annars hvort flokkurinn væri á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort finna mætti tillögur um endurheimt votlendis og skógrægt í stefnu flokkanna og hvort tölu- og/eða tímasett markmið væru varðandi samdrátt í losun kolvtvísýrings. Hópurinn gaf út svipað mat fyrir kosningarnar fyrir ári síðan og stóðust aðeins þrír flokkar prófið í það skipti. Er það mat hópsins að flestir flokkarnir hafi tekið loftslagsmál fastari tökum en fyrir síðustu kosningar.Svör flokkanna má sjá hér auk þess sem hægt er að kynna sér aðferðafræðina hér.
Kosningar 2017 Loftslagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira