Leikmenn Lazio mæta allir í leikinn í kvöld í treyju með mynd af Önnu Frank Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 16:30 Anna Frank. Vísir/Getty Ítalska félagið Lazio og Sería A ætla að taka saman höndum í baráttunni gegn gyðingahatri á Ítalíu en stuðningsmenn Lazio voru staðnir að verki um síðustu helgi og það kallaði á aðgerðir. Stuðningsmenn Lazio spreyjuðu um helgina slagorð, merki og tákn tengdu gyðingahatri á veggi á Ólympíuleikvanginum í Róm og dreifðu auk þess myndum af Önnu Frank í búningi erkifjendanna í Roma. Framkoma stuðningsmannanna hefur verið fordæmd og harðlega gagnrýnd á Ítalíu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Lazio gerast sekir um svona hegðun. Oftar en ekki nota þeir gyðingahatrið til að gera lítið úr erkifjendum sínum í AS Roma.Today @repubblica responded to LAZIO fans Anti-Semitic Anna Frank stickers left at the Olimpico: "We're all Anna Frank". pic.twitter.com/AYVXvcu7L3 — Everything Napoli (@NaplesAndNapoli) October 24, 2017 Anna Frank er táningsstelpa sem dó í útrýmingarbúðum nasista árið 1945 en dagbók hennar frá stríðstímanum er ein frægasta heimild um líf ofsóttra gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Claudio Lotito, forseti Lazio, hefur hafið herferð gegn gyðingahatri stuðningsmanna félagsins. Hann heimsótti minnisvarða um helför gyðinga í gær og ætlar líka að senda 200 unga Lazio-stuðningsmenn í heimsókn til Auschwitz þar sem aðalútrýmingarbúðir nasista voru í seinni heimsstyrjöldinni. Lazio mætir Bologna í kvöld og munu leikmenn Lazio- liðsins mæta allir til leiks í treyju með mynd af Önnu Frank. Þá verður lesið upp úr dagbók Önnu Frank í hátalarakerfinu á öllum leikvöngum í Seríu A, B og C í þessari viku. Dagbókarfærslan hennar er frá 15. júlí 1944.Guardian segir frá. Ítalski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Fleiri fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Sjá meira
Ítalska félagið Lazio og Sería A ætla að taka saman höndum í baráttunni gegn gyðingahatri á Ítalíu en stuðningsmenn Lazio voru staðnir að verki um síðustu helgi og það kallaði á aðgerðir. Stuðningsmenn Lazio spreyjuðu um helgina slagorð, merki og tákn tengdu gyðingahatri á veggi á Ólympíuleikvanginum í Róm og dreifðu auk þess myndum af Önnu Frank í búningi erkifjendanna í Roma. Framkoma stuðningsmannanna hefur verið fordæmd og harðlega gagnrýnd á Ítalíu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Lazio gerast sekir um svona hegðun. Oftar en ekki nota þeir gyðingahatrið til að gera lítið úr erkifjendum sínum í AS Roma.Today @repubblica responded to LAZIO fans Anti-Semitic Anna Frank stickers left at the Olimpico: "We're all Anna Frank". pic.twitter.com/AYVXvcu7L3 — Everything Napoli (@NaplesAndNapoli) October 24, 2017 Anna Frank er táningsstelpa sem dó í útrýmingarbúðum nasista árið 1945 en dagbók hennar frá stríðstímanum er ein frægasta heimild um líf ofsóttra gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Claudio Lotito, forseti Lazio, hefur hafið herferð gegn gyðingahatri stuðningsmanna félagsins. Hann heimsótti minnisvarða um helför gyðinga í gær og ætlar líka að senda 200 unga Lazio-stuðningsmenn í heimsókn til Auschwitz þar sem aðalútrýmingarbúðir nasista voru í seinni heimsstyrjöldinni. Lazio mætir Bologna í kvöld og munu leikmenn Lazio- liðsins mæta allir til leiks í treyju með mynd af Önnu Frank. Þá verður lesið upp úr dagbók Önnu Frank í hátalarakerfinu á öllum leikvöngum í Seríu A, B og C í þessari viku. Dagbókarfærslan hennar er frá 15. júlí 1944.Guardian segir frá.
Ítalski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Fleiri fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Sjá meira