Tvískinnungur að það megi aka fólki á kjörstað en ekki taka myndir fyrir tónleika Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2017 20:13 Vakan hvetur ungt fólk til að nýta kosningaréttinn og þrátt fyrir athugasemdir frá yfirkjörstjórn í Reykjavík norður, til taka af sér sjálfur fyrir utan kjörstaði og deila myndunum á samfélagsmiðlum. Segja skipuleggjendur Vökunnar að tvískinnungur felist í afstöðu yfirkjörstjórnar sem ekki geri athugasemdir við að flokkarnir aki fólki á kjörstað. Vakan lætur ekki deigan síga þrátt fyrir mótmæli yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður og ætla að halda tónleikunum til streitu. Skora þau jafnframt á ungt fólk að mæta á kjörstað.Mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind til að mótmælaSkipuleggjendur Vökunnar mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind í dag til að mótmæla þeim athugasemdum yfirkjörstjórnarinnar um að ekki mætti verðlauna ungt fólk með tónleikum fyrir að mæta á kjörstað. Páll Óskar Hjálmtýsson er einn fjölmargra tónlistarmanna sem gefa vinnu sína á tónleikum Vökunnar. Hann las stutta yfirlýsingu frá hópnum fyrir utan utanfundarkjörstaðinn í dag. „Okkar málstaður er göfugur og snýst um að fá ungt fólk til að kjósa í komandi alþingiskosningum. Við erum ekki að segja ungu fólki hvað það eigi að kjósa, heldur bara að hvetja þau til að nýta kosningaréttinn,“ las Páll Óskar meðal annars upp úr yfirlýsingunni. Vakan teldi það tvískinnung hjá yfirkjörstjórn að banna að bjóða ungu fólki á tónleika fyrir að mynda sig fyrir utan kjörstaði og deila myndunum, á meðan kjósendum hafi í áratugi verið umbunað með því að aka þeim á kjörstað. „Ef yfirkjörstjórn finnst það í lagi að veita fólki þau fríðindi að aka því til og frá kjörstað, en á sama tíma neita ungu fólki um svipaða hvatningu og fríðindi sem þessir tónleikar eru, þá er yfirkjörstjórn að senda tvöföld skilaboð,“ sagði Páll Óskar. Hins vegar árétta aðstandendur Vökunnar að ekki megi taka myndir af sér inni í kjörklefanum eða af kjörseðlinu samkvæmt lögum. Enda getur það ógilt kjörseðilinn.Finnið þið fyrir því að ungt fólk sýnir þessu verkefni áhuga?„Já við finnum mikinn áhuga fyrir því. Við erum glöð að sjá hvað fólk er að taka vel í þetta. Það er mikill byr, mikill stuðningur á bakvið okkur. Þess vegna er svolítið leiðinlegt að það skuli brugðið fyrir okkur fæti með þessu. En skiptir ekki máli, við hvetjum ungt fólk til að koma og kjósa,“ segir Natalie. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Vakan hvetur ungt fólk til að nýta kosningaréttinn og þrátt fyrir athugasemdir frá yfirkjörstjórn í Reykjavík norður, til taka af sér sjálfur fyrir utan kjörstaði og deila myndunum á samfélagsmiðlum. Segja skipuleggjendur Vökunnar að tvískinnungur felist í afstöðu yfirkjörstjórnar sem ekki geri athugasemdir við að flokkarnir aki fólki á kjörstað. Vakan lætur ekki deigan síga þrátt fyrir mótmæli yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður og ætla að halda tónleikunum til streitu. Skora þau jafnframt á ungt fólk að mæta á kjörstað.Mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind til að mótmælaSkipuleggjendur Vökunnar mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind í dag til að mótmæla þeim athugasemdum yfirkjörstjórnarinnar um að ekki mætti verðlauna ungt fólk með tónleikum fyrir að mæta á kjörstað. Páll Óskar Hjálmtýsson er einn fjölmargra tónlistarmanna sem gefa vinnu sína á tónleikum Vökunnar. Hann las stutta yfirlýsingu frá hópnum fyrir utan utanfundarkjörstaðinn í dag. „Okkar málstaður er göfugur og snýst um að fá ungt fólk til að kjósa í komandi alþingiskosningum. Við erum ekki að segja ungu fólki hvað það eigi að kjósa, heldur bara að hvetja þau til að nýta kosningaréttinn,“ las Páll Óskar meðal annars upp úr yfirlýsingunni. Vakan teldi það tvískinnung hjá yfirkjörstjórn að banna að bjóða ungu fólki á tónleika fyrir að mynda sig fyrir utan kjörstaði og deila myndunum, á meðan kjósendum hafi í áratugi verið umbunað með því að aka þeim á kjörstað. „Ef yfirkjörstjórn finnst það í lagi að veita fólki þau fríðindi að aka því til og frá kjörstað, en á sama tíma neita ungu fólki um svipaða hvatningu og fríðindi sem þessir tónleikar eru, þá er yfirkjörstjórn að senda tvöföld skilaboð,“ sagði Páll Óskar. Hins vegar árétta aðstandendur Vökunnar að ekki megi taka myndir af sér inni í kjörklefanum eða af kjörseðlinu samkvæmt lögum. Enda getur það ógilt kjörseðilinn.Finnið þið fyrir því að ungt fólk sýnir þessu verkefni áhuga?„Já við finnum mikinn áhuga fyrir því. Við erum glöð að sjá hvað fólk er að taka vel í þetta. Það er mikill byr, mikill stuðningur á bakvið okkur. Þess vegna er svolítið leiðinlegt að það skuli brugðið fyrir okkur fæti með þessu. En skiptir ekki máli, við hvetjum ungt fólk til að koma og kjósa,“ segir Natalie.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira