Biskup er í fríi og ekki til viðtals Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2017 14:17 Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er ekki til viðtals. Vísir vildi leita eftir nánari útskýringum á umdeildum ummælum hennar sem leitt hafa til úrsagna rúmlega 300 manns úr Þjóðkirkjunni. Og þá hvort biskupi þyki ómaklega lagt út af orðum hennar? Sú sem varð fyrir svörum á Biskupsstofu sagði að Agnes biskup hefði verið í fríi að undanförnu og væri enn í fríi. Og það þýddi að hún væri í fríi: „Maður ónáðar ekki fólk í fríi.“ Biskup mun væntanlegur til starfa eftir helgi. Vísir hefur greint frá ólgu innan Kirkjunnar en bæði Séra Davíð Þór Jónsson og Séra Hildur Eir Bolladóttir hafa sagt að Biskup Íslands tali ekki fyrir hönd Þjóðkirkjunnar í þessum efnum. Ummæli Agnesar, að hún sé „ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ hafa verið sett í þráðbeint samhengi við lögbann sem sett hefur verið við fréttaflutning Stundarinnar byggðan á gögnum sem miðillinn hefur undir höndum frá Glitni banka. En, þar hefur verið greint frá viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Þannig hefur Reynir Traustason stjórnarformaður Stundarinnar sagt sig úr Þjóðkirkjunni. Ef biskup Íslands hefur viljað verja með óbeinum hætti hagsmuni Þjóðkirkjunnar, þá með því að lýsa yfir stuðningi við stjórnarflokkanna sem hafa það sem yfirlýsta stefnu að standa gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis og kirkju, gæti það hafa snúist upp í andhverfu sína. Því 300 manns er stór biti, 266 sögðu sig úr Þjóðkirkjunni í gær og 41 það sem af er degi. En 1. janúar 2017 voru 236 þúsund manns skráð í Þjóðkirkjuna. Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Sóknarprestar ósammála biskupi: „Mín bankaleynd stoppar þar sem þín budda byrjar“ Biskup Íslands telur það siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. 23. október 2017 22:00 Rúmlega 300 skráð sig úr Þjóðkirkjunni eftir orð biskups Agnes M. Sigurðardóttir biskup sagði í gær að sér þætti ekki allt leyfilegt í leitinni að sannleikanum. 24. október 2017 13:38 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er ekki til viðtals. Vísir vildi leita eftir nánari útskýringum á umdeildum ummælum hennar sem leitt hafa til úrsagna rúmlega 300 manns úr Þjóðkirkjunni. Og þá hvort biskupi þyki ómaklega lagt út af orðum hennar? Sú sem varð fyrir svörum á Biskupsstofu sagði að Agnes biskup hefði verið í fríi að undanförnu og væri enn í fríi. Og það þýddi að hún væri í fríi: „Maður ónáðar ekki fólk í fríi.“ Biskup mun væntanlegur til starfa eftir helgi. Vísir hefur greint frá ólgu innan Kirkjunnar en bæði Séra Davíð Þór Jónsson og Séra Hildur Eir Bolladóttir hafa sagt að Biskup Íslands tali ekki fyrir hönd Þjóðkirkjunnar í þessum efnum. Ummæli Agnesar, að hún sé „ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ hafa verið sett í þráðbeint samhengi við lögbann sem sett hefur verið við fréttaflutning Stundarinnar byggðan á gögnum sem miðillinn hefur undir höndum frá Glitni banka. En, þar hefur verið greint frá viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Þannig hefur Reynir Traustason stjórnarformaður Stundarinnar sagt sig úr Þjóðkirkjunni. Ef biskup Íslands hefur viljað verja með óbeinum hætti hagsmuni Þjóðkirkjunnar, þá með því að lýsa yfir stuðningi við stjórnarflokkanna sem hafa það sem yfirlýsta stefnu að standa gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis og kirkju, gæti það hafa snúist upp í andhverfu sína. Því 300 manns er stór biti, 266 sögðu sig úr Þjóðkirkjunni í gær og 41 það sem af er degi. En 1. janúar 2017 voru 236 þúsund manns skráð í Þjóðkirkjuna.
Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Sóknarprestar ósammála biskupi: „Mín bankaleynd stoppar þar sem þín budda byrjar“ Biskup Íslands telur það siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. 23. október 2017 22:00 Rúmlega 300 skráð sig úr Þjóðkirkjunni eftir orð biskups Agnes M. Sigurðardóttir biskup sagði í gær að sér þætti ekki allt leyfilegt í leitinni að sannleikanum. 24. október 2017 13:38 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09
Sóknarprestar ósammála biskupi: „Mín bankaleynd stoppar þar sem þín budda byrjar“ Biskup Íslands telur það siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. 23. október 2017 22:00
Rúmlega 300 skráð sig úr Þjóðkirkjunni eftir orð biskups Agnes M. Sigurðardóttir biskup sagði í gær að sér þætti ekki allt leyfilegt í leitinni að sannleikanum. 24. október 2017 13:38