Fullt af skemmtilegum leikjum fóru fram í NBA síðustu nótt og það var nóg að taka þegar kom að flottum tilþrifum.
Menn eins og þeir Giannis Antetokounmpo, Joel Embiid, Ben Simmons og Manu Ginobili komust allir inn á topp tíu en enginn átti möguleika á að taka Jordan Bell úr toppsætinu.
Jordan Bell setti punktinn yfir i-ið í sigri NBA-meistara Golden State Warriors á Dallas Mavericks.
Úrslitin voru reyndar löngu ráðin þegar þessi 22 ára og 206 sentímetra miðherji tróð boltanum með miklum tilþrifum í hraðaupphlaupi.
Jordan Bell komst þarna eins nálægt því og hægt er að gefa stoðsendingu á sjálfan sig.
Hann henti boltanum í spjaldið og tróð síðan boltanum viðstöðulaust í körfuna.
Það má búast við því að Jordan Bell verði boðið að taka þátt í troðslukeppninni á næstu Stjörnuleikshelgi og það má líka sjá á stórstjörnum Golden State liðsins að þeim þótti mikið til hans koma í þessar þrumutroðslu.
Öll flottustu tilþrif næturinnar má annars finna í myndbandinu hér fyrir neðan.