Hörður Björgvin við Guardian: Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 09:00 Hörður Björgvin Magússon og félagar fagna sigri á Englendingum í Nice 27. júní 2016. Vísir/Getty Guardian rifjar upp sigur Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í dag með viðtali við íslenska landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon. Ástæðan er að Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í þessum ógleymanlega leik í Nice og núverandi stjóri Crystal Palace, er í kvöld í fyrsta sinn að fara mæta íslenskum landsliðsmanni eftir að hann tók við á Selhurst Park. Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City taka í kvöld á móti Crystal Palace í fjórðu umferð enska deildabikarsins. Hörður Björgvin var tekin í viðtal en þó svo að hann hafi verið fastamaður í íslenska landsliðinu að undanförnu þá hefur hann fengið fá tækifæri með Bristol City. Hörður Björgvin hefur hinsvegar fengið að spila í enska deildabikarnum. Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn á móti Íslandi í Nice í lok júní 2016. Síðan eru liðnir átján mánuðir en Roy Hodgson er bara nýkominn aftur inn í fótboltann. Hann tók við liði Crystal Palace þegar Frank de Boer var rekinn í september. „Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur,“ segir Hörður Björgvin Magnússon þegar blaðamaður Guardian spyr hann út það hvernig það verður að mæta Roy Hodgson aftur.Vísir/Getty „Ég sá það frá varamannabekknum þegar þeir fengu vítið sem Rooney skoraði úr. Ég hugsaði: Nú verður erfitt fyrir okkur að snúa þessu við. Íslenska hugarfarið er öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Við vissum að enska liðið væri undir mikilli pressu frá blaðamönnum og ensku þjóðinni ef þeir ynnu ekki Ísland. Við sáum það á leikmönnunum. Þeir voru hræddir. Það var síðan rosalegt að sjá þessi hörðu viðbrögð frá Englandi. Brexit var aðeins nokkrum dögum áður og þetta var slæmur tími fyrir ensku þjóðina,“ sagði Hörður Björgvin. Hörður Björgvin er á leiðinni á HM í Rússlandi með íslenska landsliðinu og blaðamaður Guardian spyr hann að sjálfsögðu út í það. „Ég hugsa um næsta sumar á hverjum degi. Ísland er að fara á HM. Þetta er meira en góður draumur,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segist hafa fengið skilaboð frá [Paulo] Dybala þegar Ísland komst á HM en þeir voru áður liðsfélagar hjá Juventus. „Þegar Argentína komst á HM þá sendi ég honum skilaboðin: Hlakka til að hitta þig í Rússlandi. Vonandi verðum við í sama riðli,“ sagði Hörður.Vísir/Getty Hörður Björgvin er líka alveg til í að skjóta aðeins á Roy Hodgson þegar hann er spurður út í leik kvöldsins í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. „Ef við getum unnið Stoke og Watford þá getum við augljóslega unnið Crystal Palace. Þetta fer mikið eftir því hvernig þeir koma inn í leikinn. Ef þeir koma inn í leikinn eins og England gerði á móti Íslandi þá munum við bara labba yfir þá,“ sagði Hörður Björgvin en bætti strax við: „Nei, þetta verður mjög góður og erfiður leikur,“ sagði Hörður. Hörður Björgvin ræðir einnig tíma sinn á Ítalíu í viðtalinu sem má finna allt hér.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Guardian rifjar upp sigur Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í dag með viðtali við íslenska landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon. Ástæðan er að Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í þessum ógleymanlega leik í Nice og núverandi stjóri Crystal Palace, er í kvöld í fyrsta sinn að fara mæta íslenskum landsliðsmanni eftir að hann tók við á Selhurst Park. Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City taka í kvöld á móti Crystal Palace í fjórðu umferð enska deildabikarsins. Hörður Björgvin var tekin í viðtal en þó svo að hann hafi verið fastamaður í íslenska landsliðinu að undanförnu þá hefur hann fengið fá tækifæri með Bristol City. Hörður Björgvin hefur hinsvegar fengið að spila í enska deildabikarnum. Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn á móti Íslandi í Nice í lok júní 2016. Síðan eru liðnir átján mánuðir en Roy Hodgson er bara nýkominn aftur inn í fótboltann. Hann tók við liði Crystal Palace þegar Frank de Boer var rekinn í september. „Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur,“ segir Hörður Björgvin Magnússon þegar blaðamaður Guardian spyr hann út það hvernig það verður að mæta Roy Hodgson aftur.Vísir/Getty „Ég sá það frá varamannabekknum þegar þeir fengu vítið sem Rooney skoraði úr. Ég hugsaði: Nú verður erfitt fyrir okkur að snúa þessu við. Íslenska hugarfarið er öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Við vissum að enska liðið væri undir mikilli pressu frá blaðamönnum og ensku þjóðinni ef þeir ynnu ekki Ísland. Við sáum það á leikmönnunum. Þeir voru hræddir. Það var síðan rosalegt að sjá þessi hörðu viðbrögð frá Englandi. Brexit var aðeins nokkrum dögum áður og þetta var slæmur tími fyrir ensku þjóðina,“ sagði Hörður Björgvin. Hörður Björgvin er á leiðinni á HM í Rússlandi með íslenska landsliðinu og blaðamaður Guardian spyr hann að sjálfsögðu út í það. „Ég hugsa um næsta sumar á hverjum degi. Ísland er að fara á HM. Þetta er meira en góður draumur,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segist hafa fengið skilaboð frá [Paulo] Dybala þegar Ísland komst á HM en þeir voru áður liðsfélagar hjá Juventus. „Þegar Argentína komst á HM þá sendi ég honum skilaboðin: Hlakka til að hitta þig í Rússlandi. Vonandi verðum við í sama riðli,“ sagði Hörður.Vísir/Getty Hörður Björgvin er líka alveg til í að skjóta aðeins á Roy Hodgson þegar hann er spurður út í leik kvöldsins í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. „Ef við getum unnið Stoke og Watford þá getum við augljóslega unnið Crystal Palace. Þetta fer mikið eftir því hvernig þeir koma inn í leikinn. Ef þeir koma inn í leikinn eins og England gerði á móti Íslandi þá munum við bara labba yfir þá,“ sagði Hörður Björgvin en bætti strax við: „Nei, þetta verður mjög góður og erfiður leikur,“ sagði Hörður. Hörður Björgvin ræðir einnig tíma sinn á Ítalíu í viðtalinu sem má finna allt hér.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira