NBA í nótt: Gríska fríkið áfram í miklu stuði | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 07:00 Giannis Antetokounmpo. Vísir/Getty Giannis Antetokounmpo er illviðráðanlegur í NBA-deildinni í körfubolta í upphafi leiktíðar og meistarar Golden State Warriors unnu léttan sigur. Washington Wizards er eina taplausa liðið í Austurdeildinni en bæði San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies héldu líka áfram fullkominni byrjun sinni í nótt. Phoenix Suns snéri við blaðinu og vann sinn fyrsta leik undir stjórn nýja þjálfarans og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu í sínum fjórða leik í NBA.Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo var með 32 stig og 14 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 103-94 sigur á Charlotte Hornets. Bucks-liðið skoraði níu síðustu stigin í leiknum. Antetokounmpo var einnig með 6 stoðsendingar, 2 varin skot og hitti úr 13 af 21 skoti sínu en Grikkinn hefur byrjað þetta tímabil af miklum krafti.Stephen Curry skoraði 29 stig og Kevin Durant var með 25 stig þegar meistarar Golden State Warriors unnu 133-103 sigur á Dallas en Golden State menn voru fyrir leikinn búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Dallas hefur aftur á móti tapað fyrstu fjórum leikjum leiktíðarinnar. Stephen Curry hitti meðal annars úr öllum 13 vítum sínum í leiknum en auk stiganna 29 var hann líka með 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Durant var með 8 fráköst og 6 stoðsendingar og Draymond Green bætti við 10 stigum, 8 stoðsendingum og 7 fráköstum. Marc Gasol skoraði 26 stig fyrir Memphis Grizzlies sem vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið lagði Houston 98-90 á útivelli. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2014-15 tímabilið sem Memphis-liðið vinnur þrjá fyrstu leiki sína en þá byrjaði 6-0. James Harden var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst fyrir Houston en Eric Gordon var stigahæstur hjá liðinu með 27 stig.Nýliðinn Ben Simmons var með þrennu þegar Philadelphia 76ers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu en Simmons var með 21 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar í 97-86 sigri á Detroit Pistons. Joel Embiid var einnig með 30 stig fyrir Philadelphia-liðið sem hafði tapað þremur fyrstu leikjum sínum.Bradley Beal skoraði 20 stig og bætti við 19 stigum og 12 stoðsendingum þegar Washington Wizards vann 109-104 útisigur á Denver Nuggets. Washington menn hafa unnið þrjá fyrstu leiki tímabilsins. Wizards-liðið hitti meðal annars úr 26 af 28 vítaskotum sínum í leiknum. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 29 stig.Devin Booker skoraði 22 stig þar af tvö víti þegar 9,8 sekúndur voru eftir þegar Phoenix Suns vann 117-115 sigur á Sacramento Kings. Suns rak þjálfarann eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum en Jay Triano vann sinn fyrsta leik sem þjálfari liðsins.LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur í 101-97 sigri San Antionio Spurs á Toronto Raptors en Aldridge skoraði 20 stig í þriðja sigri Spurs í þremur leikjum. Dejounte Murray var síðan með 16 stig og 15 fráköst. Spurs-liðið vann þrátt fyrir að spila án þeirra Kawhi Leonard og Tony Parker. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 28 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Sacramento Kings 117-115 Denver Nuggets - Washington Wizards 104-109 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 103-133 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 101-97 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 90-98 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 103-94 Miami Heat - Atlanta Hawks 104-93 Detroit Pistons - Philadelphia 76ers 86-97 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119 NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Giannis Antetokounmpo er illviðráðanlegur í NBA-deildinni í körfubolta í upphafi leiktíðar og meistarar Golden State Warriors unnu léttan sigur. Washington Wizards er eina taplausa liðið í Austurdeildinni en bæði San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies héldu líka áfram fullkominni byrjun sinni í nótt. Phoenix Suns snéri við blaðinu og vann sinn fyrsta leik undir stjórn nýja þjálfarans og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu í sínum fjórða leik í NBA.Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo var með 32 stig og 14 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 103-94 sigur á Charlotte Hornets. Bucks-liðið skoraði níu síðustu stigin í leiknum. Antetokounmpo var einnig með 6 stoðsendingar, 2 varin skot og hitti úr 13 af 21 skoti sínu en Grikkinn hefur byrjað þetta tímabil af miklum krafti.Stephen Curry skoraði 29 stig og Kevin Durant var með 25 stig þegar meistarar Golden State Warriors unnu 133-103 sigur á Dallas en Golden State menn voru fyrir leikinn búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Dallas hefur aftur á móti tapað fyrstu fjórum leikjum leiktíðarinnar. Stephen Curry hitti meðal annars úr öllum 13 vítum sínum í leiknum en auk stiganna 29 var hann líka með 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Durant var með 8 fráköst og 6 stoðsendingar og Draymond Green bætti við 10 stigum, 8 stoðsendingum og 7 fráköstum. Marc Gasol skoraði 26 stig fyrir Memphis Grizzlies sem vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið lagði Houston 98-90 á útivelli. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2014-15 tímabilið sem Memphis-liðið vinnur þrjá fyrstu leiki sína en þá byrjaði 6-0. James Harden var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst fyrir Houston en Eric Gordon var stigahæstur hjá liðinu með 27 stig.Nýliðinn Ben Simmons var með þrennu þegar Philadelphia 76ers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu en Simmons var með 21 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar í 97-86 sigri á Detroit Pistons. Joel Embiid var einnig með 30 stig fyrir Philadelphia-liðið sem hafði tapað þremur fyrstu leikjum sínum.Bradley Beal skoraði 20 stig og bætti við 19 stigum og 12 stoðsendingum þegar Washington Wizards vann 109-104 útisigur á Denver Nuggets. Washington menn hafa unnið þrjá fyrstu leiki tímabilsins. Wizards-liðið hitti meðal annars úr 26 af 28 vítaskotum sínum í leiknum. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 29 stig.Devin Booker skoraði 22 stig þar af tvö víti þegar 9,8 sekúndur voru eftir þegar Phoenix Suns vann 117-115 sigur á Sacramento Kings. Suns rak þjálfarann eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum en Jay Triano vann sinn fyrsta leik sem þjálfari liðsins.LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur í 101-97 sigri San Antionio Spurs á Toronto Raptors en Aldridge skoraði 20 stig í þriðja sigri Spurs í þremur leikjum. Dejounte Murray var síðan með 16 stig og 15 fráköst. Spurs-liðið vann þrátt fyrir að spila án þeirra Kawhi Leonard og Tony Parker. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 28 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Sacramento Kings 117-115 Denver Nuggets - Washington Wizards 104-109 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 103-133 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 101-97 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 90-98 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 103-94 Miami Heat - Atlanta Hawks 104-93 Detroit Pistons - Philadelphia 76ers 86-97 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119
NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum