Útgerðarfyrirtækin dældu peningum í stjórnmálaflokkana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. október 2017 06:00 Flokkarnir sem þessi hópur fólks leiddi í þingkosningunum í fyrra skiluðu misjöfnu uppgjöri eftir hið pólitíska umrót á árinu. vísir/vilhelm Sjávarútvegsfyrirtæki eru stærstu styrkveitendur stjórnmálaflokkanna í fyrra samkvæmt ársreikningum þeirra fyrir 2016. Sjávarútvegsfyrirtæki sem veittu flokkunum 400 þúsund króna hámarksframlag styrktu fimm af sjö flokkum á þingi um alls 13,6 milljónir; ríflega 40 prósent af heildarhámarksframlögum flokkanna fimm. Brim hf., HB Grandi og Samskip voru einu fyrirtækin sem styrktu alla þessa flokka með hámarksframlögum. Björt framtíð þáði engin framlög frá fyrirtækjum og engin útgerðarfélög styrktu Pírata sem þáðu engin framlög frá fyrirtækjum yfir 200 þúsund krónur. Þá styrktu 26 fyrirtæki Sjálfstæðisflokkinn um hámarksfjárhæð, alls 10,4 milljónir. Þar af voru 12 sjávarútvegsfyrirtæki sem veittu flokknum 4,8 milljónir. Alls fékk flokkurinn 19,1 milljón frá lögaðilum og rúma 41 milljón frá einstaklingum í fyrra. Tuttugu fyrirtæki styrktu Framsókn með hámarksframlögum, alls 8 milljónir en þar af voru 11 útgerðarfélög með alls 4,4 milljónir. Alls fékk flokkurinn 13,7 milljónir frá lögaðilum og 11 milljónir frá einstaklingum. VG þáðu átta hámarksframlög frá fyrirtækjum, alls 3,2 milljónir. Þar af helmingur frá sjávarútvegsfyrirtækjum. Alls fékk flokkurinn 6,7 milljónir frá lögaðilum og 12 milljónir frá einstaklingum. Tíu fyrirtæki styrktu Samfylkingu um 400 þúsund krónur, alls fjórar milljónir, þar af fjögur útgerðarfélög um alls 1,6 milljónir. Flokkurinn fékk 7,4 milljónir frá lögaðilum en 13 milljónir frá einstaklingum. Viðreisn, sem birti ársreikning sinn fyrr í haust, þáði hámarksframlög frá þremur útgerðarfyrirtækjum, alls 1,2 milljónir. Alls styrktu tuttugu fyrirtæki flokkinn með hámarksframlagi á stofnárinu. Framlög frá lögaðilum námu 16,4 milljónum en einstaklingum tíu milljónum. Framsókn skilaði 26 milljóna króna hagnaði í fyrra, en Sjálfstæðisflokkur skilaði 6 milljóna hagnaði. Píratar skiluðu 7 milljóna hagnaði. VG skilaði 19,5 milljóna króna tapi samanborið við 22,8 milljóna króna hagnað árið 2015. Björt framtíð skilaði rúmlega 10 milljóna króna tapi líkt og Viðreisn. Tap Samfylkingar var tæplega 34 milljónir króna í fyrra en árið 2015 hafði hagnaður verið 21 milljón. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sjávarútvegur Stj.mál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtæki eru stærstu styrkveitendur stjórnmálaflokkanna í fyrra samkvæmt ársreikningum þeirra fyrir 2016. Sjávarútvegsfyrirtæki sem veittu flokkunum 400 þúsund króna hámarksframlag styrktu fimm af sjö flokkum á þingi um alls 13,6 milljónir; ríflega 40 prósent af heildarhámarksframlögum flokkanna fimm. Brim hf., HB Grandi og Samskip voru einu fyrirtækin sem styrktu alla þessa flokka með hámarksframlögum. Björt framtíð þáði engin framlög frá fyrirtækjum og engin útgerðarfélög styrktu Pírata sem þáðu engin framlög frá fyrirtækjum yfir 200 þúsund krónur. Þá styrktu 26 fyrirtæki Sjálfstæðisflokkinn um hámarksfjárhæð, alls 10,4 milljónir. Þar af voru 12 sjávarútvegsfyrirtæki sem veittu flokknum 4,8 milljónir. Alls fékk flokkurinn 19,1 milljón frá lögaðilum og rúma 41 milljón frá einstaklingum í fyrra. Tuttugu fyrirtæki styrktu Framsókn með hámarksframlögum, alls 8 milljónir en þar af voru 11 útgerðarfélög með alls 4,4 milljónir. Alls fékk flokkurinn 13,7 milljónir frá lögaðilum og 11 milljónir frá einstaklingum. VG þáðu átta hámarksframlög frá fyrirtækjum, alls 3,2 milljónir. Þar af helmingur frá sjávarútvegsfyrirtækjum. Alls fékk flokkurinn 6,7 milljónir frá lögaðilum og 12 milljónir frá einstaklingum. Tíu fyrirtæki styrktu Samfylkingu um 400 þúsund krónur, alls fjórar milljónir, þar af fjögur útgerðarfélög um alls 1,6 milljónir. Flokkurinn fékk 7,4 milljónir frá lögaðilum en 13 milljónir frá einstaklingum. Viðreisn, sem birti ársreikning sinn fyrr í haust, þáði hámarksframlög frá þremur útgerðarfyrirtækjum, alls 1,2 milljónir. Alls styrktu tuttugu fyrirtæki flokkinn með hámarksframlagi á stofnárinu. Framlög frá lögaðilum námu 16,4 milljónum en einstaklingum tíu milljónum. Framsókn skilaði 26 milljóna króna hagnaði í fyrra, en Sjálfstæðisflokkur skilaði 6 milljóna hagnaði. Píratar skiluðu 7 milljóna hagnaði. VG skilaði 19,5 milljóna króna tapi samanborið við 22,8 milljóna króna hagnað árið 2015. Björt framtíð skilaði rúmlega 10 milljóna króna tapi líkt og Viðreisn. Tap Samfylkingar var tæplega 34 milljónir króna í fyrra en árið 2015 hafði hagnaður verið 21 milljón.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sjávarútvegur Stj.mál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira