Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. október 2017 09:12 Jón Trausti Reynisson er ritstjóri Stundarinnar en GlitnirHoldco fór fram á lögbann á fréttaflutning miðilsins og Reykjavík Media úr gögnum frá Glitni. Vísir/ÞÞ Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Lögbannið var staðfest fyrir viku síðan og í dag rennur út frestur til að höfða mál. Hefði lögbannið fallið úr gildi ef Glitnir HoldCo hefði ekki ákveðið að höfða mál. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna.Neituðu að afhenda gögnin Þann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum esm Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeild og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Lögbannið var staðfest fyrir viku síðan og í dag rennur út frestur til að höfða mál. Hefði lögbannið fallið úr gildi ef Glitnir HoldCo hefði ekki ákveðið að höfða mál. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna.Neituðu að afhenda gögnin Þann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum esm Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeild og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30
Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03