Eiður Smári: EM að þakka að ég enda ekki sem gamall og bitur maður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 08:30 Eiður Smári Guðjohnsen þakkar fyrir leik á EM 2016. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen endaði ferilinn sinn í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og hann er þakklátur fyrir það að hafa fengið að taka þátt í stórmóti með íslenska landsliðinu. Eiður Smári ræddi afrek íslenska karlalandsliðsins að komast inn á HM í Rússlandi við blaðmanninn Ashley Hammond hjá Flóafréttum, Gulfnews International. Íslensku strákarnir náðu að fylgja eftir sögulegum árangri á EM með því að halda áfram að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu. Ashley Hammond byrjar viðtalið á því að segja frá því að Eiður Smári hafi skorað 26 mörk í 88 landsleikjum frá 1996 til 2016 en að landsliðið hafi aðeins byrjað að komast inn á stórmót þegar komið var að því hjá honum að leggja skóna á hilluna. Eiður Smári var hinsvegar með íslenska landsliðinu á fyrsta stórmótinu á EM í Frakklandi sumarið 2016 þar sem hann kom inná sem varamaður í jafnteflinu á móti Ungverjalandi og í leiknum á móti Frakklandi í átta liða úrslitunum. „Evrópumótið hjálpaði mér svo sannarlega,“ sagði Eiður Smári þar sem hann hitti blaðamann Flóafrétta á hóteli í Dúbæ þar sem hann er að kenna við Football Escapes knattspyrnuskólann. „Ég spilaði bara tvo leiki og aðeins í tíu til fimmtán mínútur en það var nóg til að gefa mér fyllingu og upplifa draum sem ég hafði átt frá því að ég var strákur,“ sagði Eiður Smári. „Nú er auðveldara fyrir mig að sjá þá fara inn á HM án þess að ég fái að vera með. Ef ég hefði ekki farið með á EM þá værir þú líklega að horfa á bitran gamlan mann,“ sagði Eiður Smári sem segir að skrokkurinn sé búinn að setja stopp. „Ég mun vilja spila fótbolta þar til að ég dey en líkamlega þá get ég það ekki lengur,“ sagði Eiður Smári. Hann veit að hann átti sinn þátt í þessu öllu saman ekki síst sem sterk fyrirmynd fyrir þá stráka sem eru í aðalhlutverki í íslenska landsliðinu í dag. Það má lesa allt viðtalið við Eið Smára með því að smella hér.Eiður Smári var nálægt því að skora í Ungverjaleiknum.Vísir/GettyEiður Smári að koma inn á í fyrsta sinn á stórmóti.Vísir/GettyEiður Smári kemur inn á fyrir Kolbein Sigþórsson í leiknum á móti Ungverjalandi á EM 2016.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen endaði ferilinn sinn í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og hann er þakklátur fyrir það að hafa fengið að taka þátt í stórmóti með íslenska landsliðinu. Eiður Smári ræddi afrek íslenska karlalandsliðsins að komast inn á HM í Rússlandi við blaðmanninn Ashley Hammond hjá Flóafréttum, Gulfnews International. Íslensku strákarnir náðu að fylgja eftir sögulegum árangri á EM með því að halda áfram að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu. Ashley Hammond byrjar viðtalið á því að segja frá því að Eiður Smári hafi skorað 26 mörk í 88 landsleikjum frá 1996 til 2016 en að landsliðið hafi aðeins byrjað að komast inn á stórmót þegar komið var að því hjá honum að leggja skóna á hilluna. Eiður Smári var hinsvegar með íslenska landsliðinu á fyrsta stórmótinu á EM í Frakklandi sumarið 2016 þar sem hann kom inná sem varamaður í jafnteflinu á móti Ungverjalandi og í leiknum á móti Frakklandi í átta liða úrslitunum. „Evrópumótið hjálpaði mér svo sannarlega,“ sagði Eiður Smári þar sem hann hitti blaðamann Flóafrétta á hóteli í Dúbæ þar sem hann er að kenna við Football Escapes knattspyrnuskólann. „Ég spilaði bara tvo leiki og aðeins í tíu til fimmtán mínútur en það var nóg til að gefa mér fyllingu og upplifa draum sem ég hafði átt frá því að ég var strákur,“ sagði Eiður Smári. „Nú er auðveldara fyrir mig að sjá þá fara inn á HM án þess að ég fái að vera með. Ef ég hefði ekki farið með á EM þá værir þú líklega að horfa á bitran gamlan mann,“ sagði Eiður Smári sem segir að skrokkurinn sé búinn að setja stopp. „Ég mun vilja spila fótbolta þar til að ég dey en líkamlega þá get ég það ekki lengur,“ sagði Eiður Smári. Hann veit að hann átti sinn þátt í þessu öllu saman ekki síst sem sterk fyrirmynd fyrir þá stráka sem eru í aðalhlutverki í íslenska landsliðinu í dag. Það má lesa allt viðtalið við Eið Smára með því að smella hér.Eiður Smári var nálægt því að skora í Ungverjaleiknum.Vísir/GettyEiður Smári að koma inn á í fyrsta sinn á stórmóti.Vísir/GettyEiður Smári kemur inn á fyrir Kolbein Sigþórsson í leiknum á móti Ungverjalandi á EM 2016.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira