NBA: OKC tapaði aftur og nú á flautukörfu rétt innan miðju | Sjáið sigurkörfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 07:30 Andrew Wiggins var hetja Minnesota Timberwolves í nótt. Vísir/Getty Oklahoma City Thunder liðið byrjar ekki nógu vel með nýju stjörnuleikmennina sína en liðið tapaði sínum öðrum leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er líka með tvö töp í fyrstu þremur leikjum sínum. Andrew Wiggins var hetja Minnesota Timberwolves í 115-113 útisigri á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna um leið og tíminn rann út. Wiggins skoraði þá þriggja stiga körfu rétt innan miðju, spjaldið ofaní og OKC-liðið varð að sætta sig við annan tapleikinn í röð. Carmelo Anthony hafði komið Oklahoma City Thunder einu stigi yfir með þriggja stiga körfu þegar 5,1 sekúndur voru eftir og var því nálægt því að tryggja sinu nýja liði sigurinn. Oklahoma City Thunder vann sig inn í leikinn á ný í lokaleikhlutanum eftir að hafa verið þrettán stigum undir fyrir hann, 88-75. Andrew Wiggins var með 27 stig fyrir Minnesota Timberwolves í leiknum og Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst að auki. Russell Westbrook var stigahæstur hjá Oklahoma City með 31 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 23 stig, Steven Adams var með 17 stig og 13 fráköst og Paul George var með 14 stig og 8 stoðsendingar.Anthony Davis skoraði 27 stig og 17 fráköst í fyrsta sigri New Orleans Pelicans á tímabilinu en liðið vann þá 119-112 útisigur á Los Angeles Lakers. DeMarcus Cousins bætti við 22 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Nýliðinn Lonzo Ball gaf 13 stoðsendingar á félaga sína í Lakers-liðinu en klikkaði aftur á móti á 10 af 13 skotum sínum og endaði bara með 8 stig auk 8 frákasta. Jordan Clarkson kom með 24 stig inn af bekknum.Allen Crabbe var með 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 116-104 á Atlanta Hawks. DeMarre Carroll bætti við 17 stigum og þeir Caris LeVert og D'Angelo Russell skoruðu báðir 16 stig fyrir Nets-liðið sem hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Marco Belinelli var stighæstur hjá Atlanta með 19 stig en þetta var annar tapleikur liðsins. í röð. Atlanta tapaði ekki bara leiknum heldur meiddist þýski leikstjórnandinn Dennis Schroeder líka á ökkla og þurfti hjálp til að komast af velli.Úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 116-104 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 113-115 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119 NBA Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Oklahoma City Thunder liðið byrjar ekki nógu vel með nýju stjörnuleikmennina sína en liðið tapaði sínum öðrum leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er líka með tvö töp í fyrstu þremur leikjum sínum. Andrew Wiggins var hetja Minnesota Timberwolves í 115-113 útisigri á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna um leið og tíminn rann út. Wiggins skoraði þá þriggja stiga körfu rétt innan miðju, spjaldið ofaní og OKC-liðið varð að sætta sig við annan tapleikinn í röð. Carmelo Anthony hafði komið Oklahoma City Thunder einu stigi yfir með þriggja stiga körfu þegar 5,1 sekúndur voru eftir og var því nálægt því að tryggja sinu nýja liði sigurinn. Oklahoma City Thunder vann sig inn í leikinn á ný í lokaleikhlutanum eftir að hafa verið þrettán stigum undir fyrir hann, 88-75. Andrew Wiggins var með 27 stig fyrir Minnesota Timberwolves í leiknum og Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst að auki. Russell Westbrook var stigahæstur hjá Oklahoma City með 31 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 23 stig, Steven Adams var með 17 stig og 13 fráköst og Paul George var með 14 stig og 8 stoðsendingar.Anthony Davis skoraði 27 stig og 17 fráköst í fyrsta sigri New Orleans Pelicans á tímabilinu en liðið vann þá 119-112 útisigur á Los Angeles Lakers. DeMarcus Cousins bætti við 22 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Nýliðinn Lonzo Ball gaf 13 stoðsendingar á félaga sína í Lakers-liðinu en klikkaði aftur á móti á 10 af 13 skotum sínum og endaði bara með 8 stig auk 8 frákasta. Jordan Clarkson kom með 24 stig inn af bekknum.Allen Crabbe var með 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 116-104 á Atlanta Hawks. DeMarre Carroll bætti við 17 stigum og þeir Caris LeVert og D'Angelo Russell skoruðu báðir 16 stig fyrir Nets-liðið sem hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Marco Belinelli var stighæstur hjá Atlanta með 19 stig en þetta var annar tapleikur liðsins. í röð. Atlanta tapaði ekki bara leiknum heldur meiddist þýski leikstjórnandinn Dennis Schroeder líka á ökkla og þurfti hjálp til að komast af velli.Úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 116-104 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 113-115 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119
NBA Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira