Hætt að rukka fyrir notkun salerna í Hörpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2017 22:08 Aukinn straumur ferðamanna í Hörpu, yfir sumartímann, varð til þess að stjórnendur Hörpu brugðu á það ráð að hefja gjaldtöku á salernum hússins. Vísir/samsett mynd Stjórn Hörpu lét af gjaldtöku á salernisaðstöðu hússins í september þar sem ferðamönnum er tekið að fækka með haustinu. „Núna þegar hlutirnir hafa snúist við og allt öðruvísi nýting er á húsinu þá borgar þetta sig ekki núna þegar langstærsti hlutinn eru gestir viðburða í húsinu,“ segir Diljá Ámundadóttir verkefnisstjóri ferðamála í Hörpu í samtali við Vísi. Aukinn straumur ferðamanna í húsið hafi orðið til þess að gera þurfti ákveðnar áherslubreytingar yfir sumartímann. Diljá segir að fólk hafi almennt brugðist vel við gjaldtökunni en ásteytingarsteinninn hafi verið sjálf upphæðin. MBL greindi fyrst frá því að gjaldtökunni hefði nú verið hætt. Vísir greindi frá því í byrjun sumars að stjórnendur Hörpu hefðu gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum hússins. Gjaldtakan hefur aldrei átt við um gesti Hörpu heldur aðeins þá sem lögðu leið sína í tónlistar-og ráðstefnuhúsið í þeim eina tilgangi að notast við salernisaðstöðuna. Diljá segir að ákvörðunin um að hefja gjaldtöku hafi verið ákveðið viðbragð til að stýra þeim fjölda ferðamanna sem lagði leið sína í Hörpu gagngert til þess að nota salernið. Hún segir að rútubílstjórar hefðu oft notað menningarhúsið sem salernisstopp fyrir ferðamenn.Tónleika- og ráðstefnuhúsið Harpa.vísir/eyþórFerðamenn lögðu sig á gólfinu og smurðu sér nestiAukinn fjöldi ferðamanna sem heimsótti Hörpu kallaði á áherslubreytingar að sögn Diljár. „Þetta er bara sumaráhersla sem við gerðum. Hluti af því er að bregðast við hvernig umgengni í öllu húsinu var. Fólk var að smyrja sér nesti og leggja sig á gólfinu og þar af leiðandi stýrðum við aðgengi um húsið. Þetta voru áherslubreytingar til þess að halda betur utan um hvernig Harpa tekur á móti fólki,“ segir Diljá sem greindi frá því að sumir ferðamannanna hefðu gengið svo langt að nota handklæðin sem teppi. Aðspurð segir Diljá að fólk hafi almennt brugðist vel við gjaldtökunni. „Þetta er líka bara víðs vegar um heiminn í sambærilegum stofnunum, óperuhúsum og menningarstofnunum. Það eru náttúrulega alltaf einhverjar neikvæðar raddir en það voru yfirleitt Íslendingar sem voru öðru vanir og sem hafa sterkar tilfinningar til hússins. En þetta gekk alveg rosalega vel, þetta gekk upp og við erum mjög ánægð með útkomuna.“Fólk hafði sterkar skoðanir á upphæðinniÞú bendir réttilega á að slík gjaldtaka tíðkist víða um heim en var gjaldið ekki of hátt? „Viðbrögðin voru yfirleitt þau að fólk skildi þetta ofboðslega vel en það var kannski þessi upphæð sem fór mismunandi í fólk og fólk hafði sterkar skoðanir á því. Það má rökræða það en þetta gekk svo sem alveg upp og þá verður það við að sitja.“Harpa fari í sumarham á nýju áriAðspurð hvort þau hyggist taka aftur upp gjaldtökuna að ári segir Diljá: „Ég þori kannski ekki alveg að fara með gjaldtökuna. Það verður vegið og metið hvernig þetta verður útfært en við höfum alveg tekið ákvörðun um að það verði svokallaður „sumarhamur“ í Hörpu þar sem áherslan er lögð á þennan straum ferðamanna sem kemur í hús til þess að geta stýrt því sem best og að allir geti notið sem best.“ Diljá er ekki með nákvæma tölu yfir þá fjárhæð sem hlaust af gjaldtökunni en staðfestir að hún hafi staðið undir sér og þar af leiðandi séu þau sátt. Gjaldtakan hafi verið hluti af þessum áherslubreytingum sem áttu sér stað í byrjun sumars sem miði að bættri umgengni og betri upplifun gesta. Tengdar fréttir Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Stjórn Hörpu lét af gjaldtöku á salernisaðstöðu hússins í september þar sem ferðamönnum er tekið að fækka með haustinu. „Núna þegar hlutirnir hafa snúist við og allt öðruvísi nýting er á húsinu þá borgar þetta sig ekki núna þegar langstærsti hlutinn eru gestir viðburða í húsinu,“ segir Diljá Ámundadóttir verkefnisstjóri ferðamála í Hörpu í samtali við Vísi. Aukinn straumur ferðamanna í húsið hafi orðið til þess að gera þurfti ákveðnar áherslubreytingar yfir sumartímann. Diljá segir að fólk hafi almennt brugðist vel við gjaldtökunni en ásteytingarsteinninn hafi verið sjálf upphæðin. MBL greindi fyrst frá því að gjaldtökunni hefði nú verið hætt. Vísir greindi frá því í byrjun sumars að stjórnendur Hörpu hefðu gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum hússins. Gjaldtakan hefur aldrei átt við um gesti Hörpu heldur aðeins þá sem lögðu leið sína í tónlistar-og ráðstefnuhúsið í þeim eina tilgangi að notast við salernisaðstöðuna. Diljá segir að ákvörðunin um að hefja gjaldtöku hafi verið ákveðið viðbragð til að stýra þeim fjölda ferðamanna sem lagði leið sína í Hörpu gagngert til þess að nota salernið. Hún segir að rútubílstjórar hefðu oft notað menningarhúsið sem salernisstopp fyrir ferðamenn.Tónleika- og ráðstefnuhúsið Harpa.vísir/eyþórFerðamenn lögðu sig á gólfinu og smurðu sér nestiAukinn fjöldi ferðamanna sem heimsótti Hörpu kallaði á áherslubreytingar að sögn Diljár. „Þetta er bara sumaráhersla sem við gerðum. Hluti af því er að bregðast við hvernig umgengni í öllu húsinu var. Fólk var að smyrja sér nesti og leggja sig á gólfinu og þar af leiðandi stýrðum við aðgengi um húsið. Þetta voru áherslubreytingar til þess að halda betur utan um hvernig Harpa tekur á móti fólki,“ segir Diljá sem greindi frá því að sumir ferðamannanna hefðu gengið svo langt að nota handklæðin sem teppi. Aðspurð segir Diljá að fólk hafi almennt brugðist vel við gjaldtökunni. „Þetta er líka bara víðs vegar um heiminn í sambærilegum stofnunum, óperuhúsum og menningarstofnunum. Það eru náttúrulega alltaf einhverjar neikvæðar raddir en það voru yfirleitt Íslendingar sem voru öðru vanir og sem hafa sterkar tilfinningar til hússins. En þetta gekk alveg rosalega vel, þetta gekk upp og við erum mjög ánægð með útkomuna.“Fólk hafði sterkar skoðanir á upphæðinniÞú bendir réttilega á að slík gjaldtaka tíðkist víða um heim en var gjaldið ekki of hátt? „Viðbrögðin voru yfirleitt þau að fólk skildi þetta ofboðslega vel en það var kannski þessi upphæð sem fór mismunandi í fólk og fólk hafði sterkar skoðanir á því. Það má rökræða það en þetta gekk svo sem alveg upp og þá verður það við að sitja.“Harpa fari í sumarham á nýju áriAðspurð hvort þau hyggist taka aftur upp gjaldtökuna að ári segir Diljá: „Ég þori kannski ekki alveg að fara með gjaldtökuna. Það verður vegið og metið hvernig þetta verður útfært en við höfum alveg tekið ákvörðun um að það verði svokallaður „sumarhamur“ í Hörpu þar sem áherslan er lögð á þennan straum ferðamanna sem kemur í hús til þess að geta stýrt því sem best og að allir geti notið sem best.“ Diljá er ekki með nákvæma tölu yfir þá fjárhæð sem hlaust af gjaldtökunni en staðfestir að hún hafi staðið undir sér og þar af leiðandi séu þau sátt. Gjaldtakan hafi verið hluti af þessum áherslubreytingum sem áttu sér stað í byrjun sumars sem miði að bættri umgengni og betri upplifun gesta.
Tengdar fréttir Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent