Raunverulegur stöðugleiki Smári McCarthy skrifar 23. október 2017 06:00 Að festast í skotgrafahernaði er atvinnusjúkdómur stjórnmálamanna. Ofbeldissamband stjórnar og stjórnarandstöðu snýst um aðþrengingu. Kollegum í þinghúsinu er skipt í lið og andstæðingurinn skal sko ekki komast upp með neitt. Margar heiðarlegar tilraunir hafa verið gerðar til að láta af þessum svæsna ósið, en hann heldur áfram. Ástæðan er einföld. Meirihlutinn hefur nær ótakmarkað vald til að koma sínum hugðarefnum áleiðis, með dagskrárvaldi og meirihluta atkvæða, en minnihlutinn þarf að sætta sig við að gelta bara á meðan. Von minnihlutans er að ef hann geltir nógu hátt muni einhver taka eftir þeim í samfélaginu, og geti þá stöðvað lítið rædda eða illa ígrundaða lagasetningu sem annars færi í gegn í þeirra óþökk. Svona stjórnmál eru samfélaginu dýrkeypt. Árangurinn verður í mýflugumynd og margt situr á hakanum. Almenningur bíður enn eftir að uppgjörinu við hrunið sé að fullu lokið og að uppbygging hefjist fyrir alvöru. En nei, stjórnmálamenningin getur bara af sér endalausar þrætur og ríkisstjórnir hrynja í gríð og erg. Þetta er hvimleitt. Það er mikil þörf á bættri stjórnmálamenningu, en það er fráleitt að ætla að það eitt að skipta út fólki muni duga. Píratar hafa frá stofnun talað fyrir kerfisbreytingum til að bæta skilvirkni, þjónustugæði og áreiðanleika í stjórnkerfinu. Við skiljum að oft getur vel meinandi fólk verið fast í mannskemmandi umhverfi þar sem lélegar niðurstöður eru óhjákvæmilegar. Það er líka satt í stjórnmálum: enginn fer í stjórnmál af illum hug. En vondar reglur leiða af sér vondar niðurstöður. Sé vilji til verksins má laga reglurnar. Laga starfshætti þingsins og ferli þingmála, auka getu stjórnkerfisins til að vinna mál hratt en vel. Draga úr sóun og auka skilvirkni. Í þannig umhverfi getur samvinna blómstrað þrátt fyrir pólitískan ágreining. Í stjórnmálum er endalaust rætt um stöðugleika. Raunverulegur stöðugleiki verður ekki til í vondu vinnuumhverfi. Lögum það.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Smári McCarthy Mest lesið Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Að festast í skotgrafahernaði er atvinnusjúkdómur stjórnmálamanna. Ofbeldissamband stjórnar og stjórnarandstöðu snýst um aðþrengingu. Kollegum í þinghúsinu er skipt í lið og andstæðingurinn skal sko ekki komast upp með neitt. Margar heiðarlegar tilraunir hafa verið gerðar til að láta af þessum svæsna ósið, en hann heldur áfram. Ástæðan er einföld. Meirihlutinn hefur nær ótakmarkað vald til að koma sínum hugðarefnum áleiðis, með dagskrárvaldi og meirihluta atkvæða, en minnihlutinn þarf að sætta sig við að gelta bara á meðan. Von minnihlutans er að ef hann geltir nógu hátt muni einhver taka eftir þeim í samfélaginu, og geti þá stöðvað lítið rædda eða illa ígrundaða lagasetningu sem annars færi í gegn í þeirra óþökk. Svona stjórnmál eru samfélaginu dýrkeypt. Árangurinn verður í mýflugumynd og margt situr á hakanum. Almenningur bíður enn eftir að uppgjörinu við hrunið sé að fullu lokið og að uppbygging hefjist fyrir alvöru. En nei, stjórnmálamenningin getur bara af sér endalausar þrætur og ríkisstjórnir hrynja í gríð og erg. Þetta er hvimleitt. Það er mikil þörf á bættri stjórnmálamenningu, en það er fráleitt að ætla að það eitt að skipta út fólki muni duga. Píratar hafa frá stofnun talað fyrir kerfisbreytingum til að bæta skilvirkni, þjónustugæði og áreiðanleika í stjórnkerfinu. Við skiljum að oft getur vel meinandi fólk verið fast í mannskemmandi umhverfi þar sem lélegar niðurstöður eru óhjákvæmilegar. Það er líka satt í stjórnmálum: enginn fer í stjórnmál af illum hug. En vondar reglur leiða af sér vondar niðurstöður. Sé vilji til verksins má laga reglurnar. Laga starfshætti þingsins og ferli þingmála, auka getu stjórnkerfisins til að vinna mál hratt en vel. Draga úr sóun og auka skilvirkni. Í þannig umhverfi getur samvinna blómstrað þrátt fyrir pólitískan ágreining. Í stjórnmálum er endalaust rætt um stöðugleika. Raunverulegur stöðugleiki verður ekki til í vondu vinnuumhverfi. Lögum það.Höfundur er þingmaður Pírata.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun