Tíu menn Juventus völtuðu yfir Emil Hallfreðsson og félaga í Udinese í Seria A á Ítalíu í dag.
Mario Mandzukic lét reka sig út af á 26. mínútu. Þá féll hann við í teignum og fékk gult spjald fyrir dýfu. Þegar hann ætlaði að mótmæla því var dómari leiksins ekki lengi að lyfta öðru gulu spjaldi og þar með rauðu.
Á þeim tímapunkti var staðan nú þegar orðin 1-2 fyrir Juventus. Danilo jafnaði metin þegar skammt var liðið af seinni hálfleik, en Juventus-menn áttu eftir að bæta fjórum mörkum við.
Sami Khedira skoraði tvö og Daniele Rugani og Miralem Pjanic gerðu sitt hvort markið.
Juventus er í þriðja sæti deildarinnar eftir níu leiki, þremur stigum frá toppliði Napólí sem enn hefur ekki tapað leik.
Í öðrum leikjum dagsins á Ítalíu vann Roma meðal annars 0-1 sigur á Torino, Fiorentina vann Benevento 0-3 og AC Milan gerði markalaust jafntefli við Genoa.
Emil og félagar náðu ekki að vinna tíu menn Juventus
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn


Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti

„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
