Lokamínúturnar þrjár liðu eins og þrjár vikur Benedikt Bóas skrifar 21. október 2017 07:30 Barátta og framúrskarandi fótbolti skiluðu sögulegum sigri. Nordicphotos/Getty Íþróttir „Ég sat hérna agndofa og öskraði oft og mörgum sinnum á sjónvarpið,“ segir Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem spilaði á sínum tíma 26 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim átta mörk. Líkt og fjölmargir aðrir horfði hún á snilldina sem íslenska kvennalandsliðið bauð upp á í Þýskalandi í gær með stórbrotnum sigri. Þetta var fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. Þýska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari, áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og í öðru sæti á styrkleikalista FIFA, en þær þýsku áttu engin svör við stórkostlegum leik íslenska liðsins.Vanda Sigurgeirsdóttir Einelti Gerendur eineltis rannsókn um einelti fótboltaþjálfari„Ég hoppaði um húsið og síðustu þrjár mínúturnar voru alveg að fara með mann. Þær liðu eins og þrjár vikur,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en hún spilaði 37 landsleiki auk þess að þjálfa íslenska kvennalandsliðið um tíma. „Ég er stödd á Hofsósi, og var hérna líka þegar Ísland vann England á EM karla. Ég held að þetta sé einhver happastaður – það er eitthvað í loftinu hérna,“ segir hún. Þegar úrslit eldri leikja eru skoðuð er ekki oft þar sem landsliðið hafði möguleika gegn Þýskalandi. Einu sinni tapaði liðið 8:0 á afmælisdegi Vöndu. „Þá voru þær í betra formi og miklu fljótari. Fyrst þegar ég spilaði við þær, fékk ég kantmann á móti mér og ég hugsaði með mér; Guð minn góður, hún var svo fljót.“ Síðan hafa verið stigin stór skref í kvennaboltanum hér heima. „Í þessum leik vorum við betri,“ segir Vanda. Ásta tekur í sama streng en báðar hrósa þjálfarateyminu mikið. „Þetta var rosalega góður leikur og við vorum bara betri en þær. En ég var orðin skíthrædd í lokin. En vá. Mér fannst þetta æðislegt og yndislegt á að horfa. Það er eitthvað í vatninu hér á Íslandi þessa dagana.Ég leit oft á stöðuna og trúði henni varla.“ Vanda segir að sigurinn megi skrifa á Frey Alexandersson landsliðsþjálfara og hans teymi. „Mér fannst stelpurnar spila þennan leik listavel. Þetta var íslenska baráttan og taktík og þegar það kemur saman þá gerast góðir hlutir.“ HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Íþróttir „Ég sat hérna agndofa og öskraði oft og mörgum sinnum á sjónvarpið,“ segir Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem spilaði á sínum tíma 26 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim átta mörk. Líkt og fjölmargir aðrir horfði hún á snilldina sem íslenska kvennalandsliðið bauð upp á í Þýskalandi í gær með stórbrotnum sigri. Þetta var fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. Þýska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari, áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og í öðru sæti á styrkleikalista FIFA, en þær þýsku áttu engin svör við stórkostlegum leik íslenska liðsins.Vanda Sigurgeirsdóttir Einelti Gerendur eineltis rannsókn um einelti fótboltaþjálfari„Ég hoppaði um húsið og síðustu þrjár mínúturnar voru alveg að fara með mann. Þær liðu eins og þrjár vikur,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en hún spilaði 37 landsleiki auk þess að þjálfa íslenska kvennalandsliðið um tíma. „Ég er stödd á Hofsósi, og var hérna líka þegar Ísland vann England á EM karla. Ég held að þetta sé einhver happastaður – það er eitthvað í loftinu hérna,“ segir hún. Þegar úrslit eldri leikja eru skoðuð er ekki oft þar sem landsliðið hafði möguleika gegn Þýskalandi. Einu sinni tapaði liðið 8:0 á afmælisdegi Vöndu. „Þá voru þær í betra formi og miklu fljótari. Fyrst þegar ég spilaði við þær, fékk ég kantmann á móti mér og ég hugsaði með mér; Guð minn góður, hún var svo fljót.“ Síðan hafa verið stigin stór skref í kvennaboltanum hér heima. „Í þessum leik vorum við betri,“ segir Vanda. Ásta tekur í sama streng en báðar hrósa þjálfarateyminu mikið. „Þetta var rosalega góður leikur og við vorum bara betri en þær. En ég var orðin skíthrædd í lokin. En vá. Mér fannst þetta æðislegt og yndislegt á að horfa. Það er eitthvað í vatninu hér á Íslandi þessa dagana.Ég leit oft á stöðuna og trúði henni varla.“ Vanda segir að sigurinn megi skrifa á Frey Alexandersson landsliðsþjálfara og hans teymi. „Mér fannst stelpurnar spila þennan leik listavel. Þetta var íslenska baráttan og taktík og þegar það kemur saman þá gerast góðir hlutir.“
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira