Enginn Bale en Kane gæti spilað Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Kane og Ronaldo eftir fyrri leik liðanna. vísir/getty Það er mikið undir á Wembley í kvöld er Evrópumeistarar Real Madrid sækja Tottenham Hotspur heim. Liðin eru jöfn á toppi H-riðils með sjö stig eftir fyrri umferðina. Leikur liðanna í Madrid á dögunum var magnaður og Tottenham sótti þar gott stig. Þau hefðu hæglega getað verið fleiri. Real Madrid er í krísu í fyrsta skipti síðan Zinedine Zidane byrjaði að þjálfa félagið. Tap fyrir nýliðum Girona á dögunum var þó stærsta áfallið og sýndi svo um munaði að ekki er allt með felldu í herbúðum félagsins þessa dagana. Wembley hefur ekki verið neinn happastaður fyrir Tottenham sem lengi vel gat ekki keypt sigur á vellinum. Það hefur þó aðeins verið að lagast eftir því sem liðið venst því að spila á þessum risastóra leikvangi. Það eru mjög góð tíðindi fyrir Tottenham að maðurinn sem hefur borið liðið á á herðum sér í vetur, framherjinn Harry Kane, æfði í gær og mun því líklega spila í kvöld. Hann gat ekki spilað í tapleiknum gegn Man. Utd um síðustu helgi vegna meiðsla. „Við munum ræða við læknana og leikmanninn áður en við tökum ákvörðun sem er best fyrir alla,“ sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er hann var spurður út í ástand framherjans. „Ég hef samt góða tilfinningu fyrir því að hann spili. Það er samt ekki mín tilfinning sem skiptir máli heldur hvernig Harry Kane líður sjálfum.“ Þetta er örugglega leikurinn sem Gareth Bale er búinn að horfa til allt tímabilið. Hann var auðvitað seldur frá Tottenham til Real Madrid á sínum tíma og hlakkaði eflaust til þess að spila gegn sínu gamla félagi. Bale gat ekki spilað fyrri leikinn gegn Spurs vegna meiðsla og hann hefur ekki náð sér góðum af þeim. Þar af leiðandi var hann ekki valinn í leikmannahóp félagsins fyrir leikinn. Svekkjandi fyrir hann sem og eflaust marga stuðningsmenn Tottenham sem vildu sjá hann spila á nýjan leik í London. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Það er mikið undir á Wembley í kvöld er Evrópumeistarar Real Madrid sækja Tottenham Hotspur heim. Liðin eru jöfn á toppi H-riðils með sjö stig eftir fyrri umferðina. Leikur liðanna í Madrid á dögunum var magnaður og Tottenham sótti þar gott stig. Þau hefðu hæglega getað verið fleiri. Real Madrid er í krísu í fyrsta skipti síðan Zinedine Zidane byrjaði að þjálfa félagið. Tap fyrir nýliðum Girona á dögunum var þó stærsta áfallið og sýndi svo um munaði að ekki er allt með felldu í herbúðum félagsins þessa dagana. Wembley hefur ekki verið neinn happastaður fyrir Tottenham sem lengi vel gat ekki keypt sigur á vellinum. Það hefur þó aðeins verið að lagast eftir því sem liðið venst því að spila á þessum risastóra leikvangi. Það eru mjög góð tíðindi fyrir Tottenham að maðurinn sem hefur borið liðið á á herðum sér í vetur, framherjinn Harry Kane, æfði í gær og mun því líklega spila í kvöld. Hann gat ekki spilað í tapleiknum gegn Man. Utd um síðustu helgi vegna meiðsla. „Við munum ræða við læknana og leikmanninn áður en við tökum ákvörðun sem er best fyrir alla,“ sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er hann var spurður út í ástand framherjans. „Ég hef samt góða tilfinningu fyrir því að hann spili. Það er samt ekki mín tilfinning sem skiptir máli heldur hvernig Harry Kane líður sjálfum.“ Þetta er örugglega leikurinn sem Gareth Bale er búinn að horfa til allt tímabilið. Hann var auðvitað seldur frá Tottenham til Real Madrid á sínum tíma og hlakkaði eflaust til þess að spila gegn sínu gamla félagi. Bale gat ekki spilað fyrri leikinn gegn Spurs vegna meiðsla og hann hefur ekki náð sér góðum af þeim. Þar af leiðandi var hann ekki valinn í leikmannahóp félagsins fyrir leikinn. Svekkjandi fyrir hann sem og eflaust marga stuðningsmenn Tottenham sem vildu sjá hann spila á nýjan leik í London.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira