Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 16:57 Anna Katrín, Guðni Th., Glódís Tara og Halla Ólöf á Bessastöðum í dag. Glódís Tara Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð þeim stöllum til Bessastaða í dag til að ræða málin og biðja þær afsökunar á sínum hlut í málinu, en hann veitti Robert Downey uppreist æru á síðasta ári samkvæmt tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Forsetinn kom fyrst á talsambandi við Glódísi, Önnu og Höllu í gegnum Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, sem hefur fjallað mikið um mál er varða uppreist æru. „Hún hafði samband við okkur og kom erindinu okkar til skila um að hann vildi fá að hitta okkur. Svo hringir hann í mig og við ákváðum tíma, í dag klukkan tvö á Bessastöðum,“ segir Anna Katrín. „Ástæðan var að hann vildi biðja okkur afsökunar á sínum hlut í þessu máli.“ „Við vorum bara ánægðar með það að hann stóð upp og tók ábyrgð og baðst afsökunar og tókum því bara gildu,“ bætir Glódís Tara við.Forsetinn sagðist vera stoltur Þær segja að samtalið við forsetann hafi verið einlægt og alls ekki formlegt. Forsetinn hafi þakkað þeim fyrir baráttu sína og sagst vera stoltur af þeim. „Hann var mjög ánægður með okkur að hafa hátt án þess að reiðast og öskra og vera með læti. Að við höfum gert þetta með ró,“ segir Glódís Tara. „Hann baðst afsökunar á sínum hluta í þessu máli og tók fulla ábyrgð á því, fyrir hvað þetta hafi valdið okkur mikilli vanlíðan, að hann hafi fengið uppreist æru. Þetta hafði setið þungt á honum og hann sagði að það væri ekki eitthvað sem hann gæti hunsað. Við metum það virkilega miklis og finnst það sýna hvað hann er góður og einlægur maður,“ segir Anna Katrín. „Í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum þá gaf hann sér tíma til að hlusta á okkur og óskaði eftir því sjálfur og leitaðist eftir því sjálfur. Það er kannski það sem okkur þykir vænst um. það eru margir sem mættu taka sér það til fyrirmyndar.“Glódís Tara, Halla Ólöf og Anna Katrín Snorradóttir tóku þátt í druslugöngunni í ár.Mynd/Aníta EldjárnStjórnmálamenn ekki viljað ræða málin Þær segja að örfáir stjórnmálamenn hafi komið til máls við þær í kjölfar þess að Robert Downey hlaut uppreist æri. Einhverjir hafi haft samband við Berg Þór Ingólfsson leikstjóra sem hefur mikið rætt málið en Robert braut einnig á dóttur hans, Nínu. „Við höfum kallað eftir viðbrögðum frá þeim og höfum kallað eftir að fá svör og að þau taki eftir okkur og hlusti á okkur. En þau hafa ekki gert það. Enginn nema Þórhildur Sunna og Svandís hjá Vinstri grænum. Það hefur enginn annar hlustað á okkur,“ segir Anna Katrín. Þær segja að flestir stjórnmálamenn skýli sér á bakvið kerfið. Þær fagna því að einhverjar breytingar hafi orðið síðan málið kom upp í byrjun sumar en segjast vona að meiri árangur náist í þessum málum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðni boðar fólk á sinn fund vegna mála er varða uppreist æru. Í september síðastliðnum átti hann fund með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Hjalta var sem kunnugt er veitt uppreist æra í september í fyrra, sama dag og Robert Downey. Hjalti var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Ræddu þau mál Hjalta og hvernig ferlið fór fram. Forseti Íslands Uppreist æru Tengdar fréttir Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Forsetinn fundaði með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Samkvæmt heimildum Vísis ræddu þau ákvörðunina um að veita Hjalta uppreist æru og hvernig ferlið fór fram. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð þeim stöllum til Bessastaða í dag til að ræða málin og biðja þær afsökunar á sínum hlut í málinu, en hann veitti Robert Downey uppreist æru á síðasta ári samkvæmt tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Forsetinn kom fyrst á talsambandi við Glódísi, Önnu og Höllu í gegnum Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, sem hefur fjallað mikið um mál er varða uppreist æru. „Hún hafði samband við okkur og kom erindinu okkar til skila um að hann vildi fá að hitta okkur. Svo hringir hann í mig og við ákváðum tíma, í dag klukkan tvö á Bessastöðum,“ segir Anna Katrín. „Ástæðan var að hann vildi biðja okkur afsökunar á sínum hlut í þessu máli.“ „Við vorum bara ánægðar með það að hann stóð upp og tók ábyrgð og baðst afsökunar og tókum því bara gildu,“ bætir Glódís Tara við.Forsetinn sagðist vera stoltur Þær segja að samtalið við forsetann hafi verið einlægt og alls ekki formlegt. Forsetinn hafi þakkað þeim fyrir baráttu sína og sagst vera stoltur af þeim. „Hann var mjög ánægður með okkur að hafa hátt án þess að reiðast og öskra og vera með læti. Að við höfum gert þetta með ró,“ segir Glódís Tara. „Hann baðst afsökunar á sínum hluta í þessu máli og tók fulla ábyrgð á því, fyrir hvað þetta hafi valdið okkur mikilli vanlíðan, að hann hafi fengið uppreist æru. Þetta hafði setið þungt á honum og hann sagði að það væri ekki eitthvað sem hann gæti hunsað. Við metum það virkilega miklis og finnst það sýna hvað hann er góður og einlægur maður,“ segir Anna Katrín. „Í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum þá gaf hann sér tíma til að hlusta á okkur og óskaði eftir því sjálfur og leitaðist eftir því sjálfur. Það er kannski það sem okkur þykir vænst um. það eru margir sem mættu taka sér það til fyrirmyndar.“Glódís Tara, Halla Ólöf og Anna Katrín Snorradóttir tóku þátt í druslugöngunni í ár.Mynd/Aníta EldjárnStjórnmálamenn ekki viljað ræða málin Þær segja að örfáir stjórnmálamenn hafi komið til máls við þær í kjölfar þess að Robert Downey hlaut uppreist æri. Einhverjir hafi haft samband við Berg Þór Ingólfsson leikstjóra sem hefur mikið rætt málið en Robert braut einnig á dóttur hans, Nínu. „Við höfum kallað eftir viðbrögðum frá þeim og höfum kallað eftir að fá svör og að þau taki eftir okkur og hlusti á okkur. En þau hafa ekki gert það. Enginn nema Þórhildur Sunna og Svandís hjá Vinstri grænum. Það hefur enginn annar hlustað á okkur,“ segir Anna Katrín. Þær segja að flestir stjórnmálamenn skýli sér á bakvið kerfið. Þær fagna því að einhverjar breytingar hafi orðið síðan málið kom upp í byrjun sumar en segjast vona að meiri árangur náist í þessum málum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðni boðar fólk á sinn fund vegna mála er varða uppreist æru. Í september síðastliðnum átti hann fund með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Hjalta var sem kunnugt er veitt uppreist æra í september í fyrra, sama dag og Robert Downey. Hjalti var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Ræddu þau mál Hjalta og hvernig ferlið fór fram.
Forseti Íslands Uppreist æru Tengdar fréttir Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Forsetinn fundaði með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Samkvæmt heimildum Vísis ræddu þau ákvörðunina um að veita Hjalta uppreist æru og hvernig ferlið fór fram. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18
Forsetinn fundaði með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Samkvæmt heimildum Vísis ræddu þau ákvörðunina um að veita Hjalta uppreist æru og hvernig ferlið fór fram. 12. september 2017 17:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels