„Eðlilegt að kona borgi hálfa milljón fyrir Big Mac“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2017 12:30 Það hefur mikið breyst hjá sænska fótboltaliðinu Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, á einu ári. Í fyrra var félagið nánast gjaldþrota og bjargaði sér frá falli í næstefstu deild í lokaumferðinni. Í ár hefur gengið öllu betur; fjárhagurinn er kominn í betra lag og Kristianstad situr í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Elísabet þykir hafa náð mjög góðum árangri með Kristianstad, svo góðum að hún er tilnefnd sem þjálfari ársins. „Það hefur breyst ótrúlega mikið á einu og hálfu ári. Fyrir nákvæmlega ári síðan redduðum við okkur frá falli á síðustu sekúndu og björguðum fjárhagnum,“ sagði Elísabet í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. Kristianstad er sem áður sagði í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með sigri í lokaumferðinni getur liðið komist upp í 5. sætið. Elísabet segir að það hafi gengið framar vonum í ár. „Jú, við áttum möguleika á 3. sætinu fyrir síðustu umferð. Það var svekkjandi að gera jafntefli við Hammarby. Þetta er langt fyrir ofan allar væntingar sem voru gerðar til okkar. Markmiðið var að vera um miðja deild og við erum alveg á pari þar,“ sagði Elísabet sem skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Kristianstad.Elísabet náði frábærum árangri með Val á sínum tíma.vísir/stefánHún hefur verið lengi hjá félaginu og hlakkar til komandi tíma. „Það hefur verið gaman að ganga í gegnum ýmsa hluti með félaginu og allt það. Við erum að fara á nýjan völl. Næsta ár verður mitt tíunda og þá verður félagið 20 ára,“ sagði Elísabet. Mikla athygli vakti þegar engin sænsk sjónvarpsstöð vildi sýna leik Rosengård í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Elísabet segir að kvennaboltinn búi við annan veruleika en karlaboltinn. „Það segir svo mikið um þessa vitleysu. Þetta er algjör þvæla. Ég skal koma með skemmtilega samlíkingu. Ég var á fyrirlestri í fyrradag hjá fyrrveranda framkvæmdastjóra Rosengård. Hann hefur átt í miklu stríði við UEFA hvað varðar þessa Meistaradeildarpeninga. Hann kom með mjög skemmtilegan samanburð á því sem UEFA finnst eðlilegt og þá erum við að tala um muninn á peningunum sem fara í styrki til félaganna sem taka þátt í Meistaradeildinni. Út frá þeim samanburði er eðlilegt að karlmaður borgi 45 sænskar krónur fyrir BigMac og kona borgi 42.000 sænskar krónur, eða hálfa milljón íslenskar,“ sagði Elísabet. „Ef þetta á að vera munurinn á milli kynjanna er vandamálið stórt. Og það byrjar hjá UEFA og FIFA. Það er fullt af peningum til staðar en þeir hafa valið að setja þá nánast að öllu leyti karlamegin. Ég mun aldrei segja að það eigi að vera jafnt í öllu. Það er allt önnur innkoma á karlaleikjum í Meistaradeildinni en það er svakalegur munur að fá ekkert eða brjálæðislega mikið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Það hefur mikið breyst hjá sænska fótboltaliðinu Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, á einu ári. Í fyrra var félagið nánast gjaldþrota og bjargaði sér frá falli í næstefstu deild í lokaumferðinni. Í ár hefur gengið öllu betur; fjárhagurinn er kominn í betra lag og Kristianstad situr í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Elísabet þykir hafa náð mjög góðum árangri með Kristianstad, svo góðum að hún er tilnefnd sem þjálfari ársins. „Það hefur breyst ótrúlega mikið á einu og hálfu ári. Fyrir nákvæmlega ári síðan redduðum við okkur frá falli á síðustu sekúndu og björguðum fjárhagnum,“ sagði Elísabet í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. Kristianstad er sem áður sagði í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með sigri í lokaumferðinni getur liðið komist upp í 5. sætið. Elísabet segir að það hafi gengið framar vonum í ár. „Jú, við áttum möguleika á 3. sætinu fyrir síðustu umferð. Það var svekkjandi að gera jafntefli við Hammarby. Þetta er langt fyrir ofan allar væntingar sem voru gerðar til okkar. Markmiðið var að vera um miðja deild og við erum alveg á pari þar,“ sagði Elísabet sem skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Kristianstad.Elísabet náði frábærum árangri með Val á sínum tíma.vísir/stefánHún hefur verið lengi hjá félaginu og hlakkar til komandi tíma. „Það hefur verið gaman að ganga í gegnum ýmsa hluti með félaginu og allt það. Við erum að fara á nýjan völl. Næsta ár verður mitt tíunda og þá verður félagið 20 ára,“ sagði Elísabet. Mikla athygli vakti þegar engin sænsk sjónvarpsstöð vildi sýna leik Rosengård í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Elísabet segir að kvennaboltinn búi við annan veruleika en karlaboltinn. „Það segir svo mikið um þessa vitleysu. Þetta er algjör þvæla. Ég skal koma með skemmtilega samlíkingu. Ég var á fyrirlestri í fyrradag hjá fyrrveranda framkvæmdastjóra Rosengård. Hann hefur átt í miklu stríði við UEFA hvað varðar þessa Meistaradeildarpeninga. Hann kom með mjög skemmtilegan samanburð á því sem UEFA finnst eðlilegt og þá erum við að tala um muninn á peningunum sem fara í styrki til félaganna sem taka þátt í Meistaradeildinni. Út frá þeim samanburði er eðlilegt að karlmaður borgi 45 sænskar krónur fyrir BigMac og kona borgi 42.000 sænskar krónur, eða hálfa milljón íslenskar,“ sagði Elísabet. „Ef þetta á að vera munurinn á milli kynjanna er vandamálið stórt. Og það byrjar hjá UEFA og FIFA. Það er fullt af peningum til staðar en þeir hafa valið að setja þá nánast að öllu leyti karlamegin. Ég mun aldrei segja að það eigi að vera jafnt í öllu. Það er allt önnur innkoma á karlaleikjum í Meistaradeildinni en það er svakalegur munur að fá ekkert eða brjálæðislega mikið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn