Örlög Íslands ráðast: Landsmenn ættu að halda með „litlu liðunum“ í umspilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2017 12:00 Will Gregg, ein af stjörnum EM 2016 þrátt fyrir að hafa ekkert spilað, er ekki í leikmannahópi Norður-Íra sem stefna á að slá út Sviss í umspilinu. Vísir/AFP Úrslitin í umspilsleikjum um laus sæti á HM í fótbolta ráða því hvort Ísland verði í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla þann 1. desember. Átta Evrópuþjóðir berjast um fjögur laus sæti auk þess sem Nýja Sjáland og Perú berjast um sæti í lokakeppninni. Ljóst er að Ísland verður í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður. Styrkleikaflokkarnir eru fjórir og átta þjóðir í hverjum flokki, enda 32 lið í lokakeppninni. Staða landsliðanna á styrkleikalista FIFA, sem birtur var í október, ræður því í hvaða flokk landsliðin raðast að frátöldum gestgjöfunum Rússum sem fá sæti í 1. styrkleikaflokki. Ísland situr í 21. sæti styrkleikalistans. Verði úrslitin í umspilinu næstu daga hagstæð gæti Ísland fengið sæti í 2. styrkleikaflokki. Kosturinn við hærri styrkleikaflokk er að dragast gegn „veikari“ liðum í riðli, m.v. stöðu þeirra á FIFA listanum. Aron Einar Gunnarsson og félagar fögnuðu sæti á HM eftir2-0 sigur á Kósóvó í lokaleiknum í riðlakeppninni.Vísir/Ernir Ísland í baráttu um þrjú sæti 23 þjóðir hafa tryggt sæti sitt á HM en níu sæti eru laus. Að neðan má sjá umspilsleikina sem framundan eru en auk þessara fimm einvíga á eftir að ráðast hvaða fjórar Afríkuþjóðir tryggja síðustu sæti álfunnar. Afríkuþjóðirnar sem eiga möguleika eru þó mun neðar á FIFA listanum og hafa því ekki áhrif á röðun í styrkleikaflokkana. Leikirnir eru: Írland (26) vs Danmörk (19) Norður Írland (23) vs Sviss (11) Grikkland (47) vs Króatía (18) Svíþjóð (25) vs Ítalía (15) Nýja Sjáland (122) vs Perú (10) Af liðunum átta sem verða í 2. styrkleikaflokki hafa fimm tryggt sér sæti í styrkleikaflokknum. Spánn (8) England (12) Kólumbía (13) Mexíkó (16) Úrúgvæ (17) Tvö lið hafa tryggt sér sæti á HM og eigja von um sæti í 2. styrkleikaflokki. Ísland (21)Kostaríka (22)Ísland er sæti fyrir ofan Kostaríka svo okkar menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af Kostaríkamönnum. Ísland má hins vegar ekki við því að þrjú lið fyrir ofan á FIFA listanum tryggi sér sæti á HM. Þá fellur Ísland niður í 3. styrkleikaflokk.Liðin í umspili sem geta komist í 2. styrkleikaflokk eru:Perú (10)Sviss (11)Ítalía (15)Króatía (18)Danmörk (19)Norður-Írland (23)Englendingar yrðu eflaust fegnir að sleppa við að mæta Íslandi í riðlakeppninni.Vísir/GettyFyrstu fimm liðin eru fyrir ofan Ísland á FIFA listanum. Tryggi þau sér sæti á HM færist Ísland neðar í goggunarröðinni.Af leikjunum fimm um helgina má „stóra liðið“, það sem er ofar en hitt á FIFA listanum, aðeins hafa betur í tveimur leikjum. „Litla liðið“ verður að hafa betur í þremur. Vinni t.d. Írar sigur á Dönum, Norður-Írar slá út Sviss og Grikkir klára Króatíu tryggja þrjú landslið sér sæti á HM sem eru fyrir neðan Ísland á FIFA listanum. Þá heldur Ísland stöðu sinni í 2. styrkleikaflokki.Verði Ísland í 2. styrkleikaflokki er ljóst að landsliðið mun ekki hafna með liðum í þeim styrkleikaflokki í riðli. Spánn, England, Kólumbía, Mexíkó og Úrúgvæ hafa tryggt sig í þann flokk eins og áður var komið að.Aðeins liggur fyrir þegar þetta er skrifað að Egyptaland og Íran verða í 3. styrkleikaflokki.Íslendingar ættu því, vilji þeir að að Ísland hafni í 2. styrkleikaflokki, að styðja Íra, Norður-Íra, Grikki, Svía og Nýja-Sjáland í verkefnum sínum næstu daga. Umspilið byrjar í kvöld en að neðan má sjá dagsetningar leikja. Leikir allra Evrópuþjóðanna eru í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2Fimmtudagur 9. nóvemberKróatía - Grikkland Norður-Írland - SvissFöstudagur 10. nóvemberSvíþjóð - ÍtalíaLaugardagur 11. nóvemberDanmörk - ÍrlandNýja-Sjáland - PerúSunnudagur 12. nóvemberSviss - Norður-ÍrlandGrikkland - KróatíaMánudagur 13. nóvemberÍtalía - SvíþjóðÞriðjudagur 14. nóvemberÍrland - DanmörkFimmtudagur 16. nóvemberPerú - Nýja-Sjáland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira
Úrslitin í umspilsleikjum um laus sæti á HM í fótbolta ráða því hvort Ísland verði í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla þann 1. desember. Átta Evrópuþjóðir berjast um fjögur laus sæti auk þess sem Nýja Sjáland og Perú berjast um sæti í lokakeppninni. Ljóst er að Ísland verður í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður. Styrkleikaflokkarnir eru fjórir og átta þjóðir í hverjum flokki, enda 32 lið í lokakeppninni. Staða landsliðanna á styrkleikalista FIFA, sem birtur var í október, ræður því í hvaða flokk landsliðin raðast að frátöldum gestgjöfunum Rússum sem fá sæti í 1. styrkleikaflokki. Ísland situr í 21. sæti styrkleikalistans. Verði úrslitin í umspilinu næstu daga hagstæð gæti Ísland fengið sæti í 2. styrkleikaflokki. Kosturinn við hærri styrkleikaflokk er að dragast gegn „veikari“ liðum í riðli, m.v. stöðu þeirra á FIFA listanum. Aron Einar Gunnarsson og félagar fögnuðu sæti á HM eftir2-0 sigur á Kósóvó í lokaleiknum í riðlakeppninni.Vísir/Ernir Ísland í baráttu um þrjú sæti 23 þjóðir hafa tryggt sæti sitt á HM en níu sæti eru laus. Að neðan má sjá umspilsleikina sem framundan eru en auk þessara fimm einvíga á eftir að ráðast hvaða fjórar Afríkuþjóðir tryggja síðustu sæti álfunnar. Afríkuþjóðirnar sem eiga möguleika eru þó mun neðar á FIFA listanum og hafa því ekki áhrif á röðun í styrkleikaflokkana. Leikirnir eru: Írland (26) vs Danmörk (19) Norður Írland (23) vs Sviss (11) Grikkland (47) vs Króatía (18) Svíþjóð (25) vs Ítalía (15) Nýja Sjáland (122) vs Perú (10) Af liðunum átta sem verða í 2. styrkleikaflokki hafa fimm tryggt sér sæti í styrkleikaflokknum. Spánn (8) England (12) Kólumbía (13) Mexíkó (16) Úrúgvæ (17) Tvö lið hafa tryggt sér sæti á HM og eigja von um sæti í 2. styrkleikaflokki. Ísland (21)Kostaríka (22)Ísland er sæti fyrir ofan Kostaríka svo okkar menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af Kostaríkamönnum. Ísland má hins vegar ekki við því að þrjú lið fyrir ofan á FIFA listanum tryggi sér sæti á HM. Þá fellur Ísland niður í 3. styrkleikaflokk.Liðin í umspili sem geta komist í 2. styrkleikaflokk eru:Perú (10)Sviss (11)Ítalía (15)Króatía (18)Danmörk (19)Norður-Írland (23)Englendingar yrðu eflaust fegnir að sleppa við að mæta Íslandi í riðlakeppninni.Vísir/GettyFyrstu fimm liðin eru fyrir ofan Ísland á FIFA listanum. Tryggi þau sér sæti á HM færist Ísland neðar í goggunarröðinni.Af leikjunum fimm um helgina má „stóra liðið“, það sem er ofar en hitt á FIFA listanum, aðeins hafa betur í tveimur leikjum. „Litla liðið“ verður að hafa betur í þremur. Vinni t.d. Írar sigur á Dönum, Norður-Írar slá út Sviss og Grikkir klára Króatíu tryggja þrjú landslið sér sæti á HM sem eru fyrir neðan Ísland á FIFA listanum. Þá heldur Ísland stöðu sinni í 2. styrkleikaflokki.Verði Ísland í 2. styrkleikaflokki er ljóst að landsliðið mun ekki hafna með liðum í þeim styrkleikaflokki í riðli. Spánn, England, Kólumbía, Mexíkó og Úrúgvæ hafa tryggt sig í þann flokk eins og áður var komið að.Aðeins liggur fyrir þegar þetta er skrifað að Egyptaland og Íran verða í 3. styrkleikaflokki.Íslendingar ættu því, vilji þeir að að Ísland hafni í 2. styrkleikaflokki, að styðja Íra, Norður-Íra, Grikki, Svía og Nýja-Sjáland í verkefnum sínum næstu daga. Umspilið byrjar í kvöld en að neðan má sjá dagsetningar leikja. Leikir allra Evrópuþjóðanna eru í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2Fimmtudagur 9. nóvemberKróatía - Grikkland Norður-Írland - SvissFöstudagur 10. nóvemberSvíþjóð - ÍtalíaLaugardagur 11. nóvemberDanmörk - ÍrlandNýja-Sjáland - PerúSunnudagur 12. nóvemberSviss - Norður-ÍrlandGrikkland - KróatíaMánudagur 13. nóvemberÍtalía - SvíþjóðÞriðjudagur 14. nóvemberÍrland - DanmörkFimmtudagur 16. nóvemberPerú - Nýja-Sjáland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira