Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2017 13:00 Darren Till er rísandi stjarna í UFC. Vísir/Getty John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, virtist gefa í skyn að Gunnar væri reiðubúinn að berjast við Englendinginn Darren Till í febrúar. Dana White, forseti UFC, tilkynnti í gær að Till myndi berjast næst við Stephen „Wonderboy“ Thompson á stóru bardagakvöldi þann 24. febrúar. Var rætt um að kvöldið yrði flutt frá Orlando til Englands svo að Till gæti barist á heimavelli. Till sló í gegn með því að vinna Donald „Cowboy“ Cerrone í bardaga í Póllandi í síðasta mánuði en fyrir það hafði Till ekki verið meðal fimmtán efstu manna á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Eftir sigurinn hoppaði hann upp í áttunda sætið en Gunnar er í því þrettánda. Thompson er efstur á eftir meistaranum Tyron Woodley. Sjá einnig: Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Ray Thompson, faðir og þjálfari Stephen, sagði hins vegar í gærkvöldi að Till ætti ekki skilið að fá bardaga gegn honum að svo stöddu. Kavanagh greip þennan bolta á lofti og skrifaði á Twitter-síðu sína að hann vissi af einum manni sem væri reiðubúinn að berjast við nýstirnið Till. Dylst engum að hann eigi þar við Gunnar Nelson, sem hefur ekki barist síðan að hann barðist við Santiago Ponzinibbio í Glasgow í sumar. Gunnar tapaði bardaganum en sakaði Argentínumenninn um að hafa potað í augað sitt áður en hann rotaði hann. Gunnar ákvað eftir bardagann að hvíla sig fram að áramótum en á tísti Kavanagh má ráða að Gunnar sé reiðubúinn að berjast snemma á nýju ári.So Till needs an opponent for mega UK show...I have someone suitable and ready https://t.co/8kXRGsbXTh— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) November 8, 2017 MMA Tengdar fréttir Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. 21. október 2017 22:22 Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30 Till fær draumabardaga Gunnars Nelson Darren Till frá Liverpool skaut sér upp á stjörnuhimininn er hann pakkaði Donald "Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum. Í verðlaun fær hann risabardaga á heimavelli. 8. nóvember 2017 16:15 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja vopnahlé út um allan heim á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, virtist gefa í skyn að Gunnar væri reiðubúinn að berjast við Englendinginn Darren Till í febrúar. Dana White, forseti UFC, tilkynnti í gær að Till myndi berjast næst við Stephen „Wonderboy“ Thompson á stóru bardagakvöldi þann 24. febrúar. Var rætt um að kvöldið yrði flutt frá Orlando til Englands svo að Till gæti barist á heimavelli. Till sló í gegn með því að vinna Donald „Cowboy“ Cerrone í bardaga í Póllandi í síðasta mánuði en fyrir það hafði Till ekki verið meðal fimmtán efstu manna á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Eftir sigurinn hoppaði hann upp í áttunda sætið en Gunnar er í því þrettánda. Thompson er efstur á eftir meistaranum Tyron Woodley. Sjá einnig: Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Ray Thompson, faðir og þjálfari Stephen, sagði hins vegar í gærkvöldi að Till ætti ekki skilið að fá bardaga gegn honum að svo stöddu. Kavanagh greip þennan bolta á lofti og skrifaði á Twitter-síðu sína að hann vissi af einum manni sem væri reiðubúinn að berjast við nýstirnið Till. Dylst engum að hann eigi þar við Gunnar Nelson, sem hefur ekki barist síðan að hann barðist við Santiago Ponzinibbio í Glasgow í sumar. Gunnar tapaði bardaganum en sakaði Argentínumenninn um að hafa potað í augað sitt áður en hann rotaði hann. Gunnar ákvað eftir bardagann að hvíla sig fram að áramótum en á tísti Kavanagh má ráða að Gunnar sé reiðubúinn að berjast snemma á nýju ári.So Till needs an opponent for mega UK show...I have someone suitable and ready https://t.co/8kXRGsbXTh— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) November 8, 2017
MMA Tengdar fréttir Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. 21. október 2017 22:22 Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30 Till fær draumabardaga Gunnars Nelson Darren Till frá Liverpool skaut sér upp á stjörnuhimininn er hann pakkaði Donald "Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum. Í verðlaun fær hann risabardaga á heimavelli. 8. nóvember 2017 16:15 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja vopnahlé út um allan heim á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. 21. október 2017 22:22
Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30
Till fær draumabardaga Gunnars Nelson Darren Till frá Liverpool skaut sér upp á stjörnuhimininn er hann pakkaði Donald "Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum. Í verðlaun fær hann risabardaga á heimavelli. 8. nóvember 2017 16:15