Rannsókn embættis héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum fyrrverandi yfirmanns hjá Icelandair er nokkuð vel á veg komin, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. Hann getur þó ekki sagt hvenær gert er ráð fyrir að rannsókninni ljúki.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í júlí síðastliðnum beinist rannsókn héraðssaksóknara að umfangsmiklum viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group sem gerð voru í aðdraganda þess að félagið sendi frá sér afkomutilkynningar til Kauphallarinnar.
Er hópur manna grunaður um að hafa nýtt sér í nokkur skipti innherjaupplýsingar sem þeir fengu frá yfirmanni hjá Icelandair. Yfirmaðurinn var sendur í leyfi frá störfum þegar málið komst upp í lok maímánaðar á þessu ári.
Mennirnir eru grunaðir um að hafa gert framvirka samninga við innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankann, en ljóst þykir að þær hafi tapað háum fjárhæðum á samningunum.
Rannsókn á meintum innherjasvikum vel á veg komin

Tengdar fréttir

Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum
Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu fjármunum á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um Icelandair Group. Fjármálastofnanir töpuðu tugum milljóna króna vegna viðskiptanna.

Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega
Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara.