Hafa ekki undan að framleiða Opel Ampera-e Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2017 10:45 Opel Ampera-e rafmagnsbíllinn. Rafmagnsbíllinn Opel Ampera-e, sem ber einnig nafnið Chevrolet Bolt EV í Bandaríkjunum, er svo vinsæll að framleiðsla hans dugar engan veginn þeirra gríðareftirspurn sem eftir honum er. Sem dæmi um vinsældir hans skrifuðu 4.000 Norðmenn sig fyrir eintaki af bílnum fyrsta daginn sem opnað var fyrir pantanir í hann þarlendis. Ekki hefur tekist að afhenda nema innan við 1.000 Opel Ampera-e fram til þessa og biðlistinn því langur enn. Svo mikil er eftirspurnin að Opel og Chevrolet hafa beðið söluaðila að taka ekki niður fleiri pantanir í bílinn á næstunni. Að sögn forsvarsmanna Opel mega þeir sem síðastir hafa pantað bílinn vænta þess að fá hann ekki afgreiddan fyrr en snemma á árinu 2019. Opel Ampera-e er rafmagnsbíll með 383 km drægni. Verð Opel Ampera-e er 34.950 evrur í Evrópu, eða tæplega 4,4 milljónir króna. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent
Rafmagnsbíllinn Opel Ampera-e, sem ber einnig nafnið Chevrolet Bolt EV í Bandaríkjunum, er svo vinsæll að framleiðsla hans dugar engan veginn þeirra gríðareftirspurn sem eftir honum er. Sem dæmi um vinsældir hans skrifuðu 4.000 Norðmenn sig fyrir eintaki af bílnum fyrsta daginn sem opnað var fyrir pantanir í hann þarlendis. Ekki hefur tekist að afhenda nema innan við 1.000 Opel Ampera-e fram til þessa og biðlistinn því langur enn. Svo mikil er eftirspurnin að Opel og Chevrolet hafa beðið söluaðila að taka ekki niður fleiri pantanir í bílinn á næstunni. Að sögn forsvarsmanna Opel mega þeir sem síðastir hafa pantað bílinn vænta þess að fá hann ekki afgreiddan fyrr en snemma á árinu 2019. Opel Ampera-e er rafmagnsbíll með 383 km drægni. Verð Opel Ampera-e er 34.950 evrur í Evrópu, eða tæplega 4,4 milljónir króna.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent