Leikkona sakar Ed Westwick um nauðgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 06:40 Ed Westwick er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í þáttunum Gossip Girl. Vísir/Getty Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort leikarinn Ed Westwick hafi nauðgað leikkonunni Kristinu Cohen á heimili sínu í febrúar árið 2014. Rannsóknin kemur í kjölfar Facebook-færslu Cohen, sem sjá má hér að neðan, þar sem hún lýsir því hvernig Gossip Girl-stjarnan hafi misnotað hana í gestaherbergi heimilis síns. Áður hafi Westwick verið mjög ýtinn á hún og þáverandi kærastinn hennar myndu öll sofa saman sem Cohen hafi þvertekið fyrir. Hún hafi, í ljósi þreytu, ákveðið að leggja sig um stund en þegar hún rankaði við sér aftur hafi Westwick verið ofan á henni. Hún hafi frosið er hann hélt henni niðri og þröngvaði vilja sínum upp á hana. Systir Cohen og vinkona hennar hafa báðar staðfest að leikonan hafi tjáð þeim frá nauðguninni fyrir um þremur árum síðan. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir en Westwick hefur þvertekið fyrir ásakanir Cohen. Birti hann stutta yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist ekki þekkja Cohen. „Ég hef aldrei beitt valdi á nokkurn hátt, eða gegn konu. Ég hef svo sannarlega aldrei nauðgað.“ Yfirlýsingu hans má sjá hér að neðan. Frásögn Cohen kemur í kjölfar mikillar vitundarvakningar og þagnarrofs sem átt hefur sér stað vestanhafs undanfarnar vikur - allt frá því að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein tóku að hrannast upp. Framferði fleiri þungaviktarmanna í Hollywood hefur síðan verið dregið fram í sviðsljósið eins og fræðast má um með því að smella hér. A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) on Nov 7, 2017 at 8:46am PST MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spacey til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London Lögreglan í Bretlandi hefur nú til rannsóknar ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. 3. nóvember 2017 14:11 Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort leikarinn Ed Westwick hafi nauðgað leikkonunni Kristinu Cohen á heimili sínu í febrúar árið 2014. Rannsóknin kemur í kjölfar Facebook-færslu Cohen, sem sjá má hér að neðan, þar sem hún lýsir því hvernig Gossip Girl-stjarnan hafi misnotað hana í gestaherbergi heimilis síns. Áður hafi Westwick verið mjög ýtinn á hún og þáverandi kærastinn hennar myndu öll sofa saman sem Cohen hafi þvertekið fyrir. Hún hafi, í ljósi þreytu, ákveðið að leggja sig um stund en þegar hún rankaði við sér aftur hafi Westwick verið ofan á henni. Hún hafi frosið er hann hélt henni niðri og þröngvaði vilja sínum upp á hana. Systir Cohen og vinkona hennar hafa báðar staðfest að leikonan hafi tjáð þeim frá nauðguninni fyrir um þremur árum síðan. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir en Westwick hefur þvertekið fyrir ásakanir Cohen. Birti hann stutta yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist ekki þekkja Cohen. „Ég hef aldrei beitt valdi á nokkurn hátt, eða gegn konu. Ég hef svo sannarlega aldrei nauðgað.“ Yfirlýsingu hans má sjá hér að neðan. Frásögn Cohen kemur í kjölfar mikillar vitundarvakningar og þagnarrofs sem átt hefur sér stað vestanhafs undanfarnar vikur - allt frá því að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein tóku að hrannast upp. Framferði fleiri þungaviktarmanna í Hollywood hefur síðan verið dregið fram í sviðsljósið eins og fræðast má um með því að smella hér. A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) on Nov 7, 2017 at 8:46am PST
MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spacey til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London Lögreglan í Bretlandi hefur nú til rannsóknar ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. 3. nóvember 2017 14:11 Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Spacey til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London Lögreglan í Bretlandi hefur nú til rannsóknar ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. 3. nóvember 2017 14:11
Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41
Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24