Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu strax í dag Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Úff, nýr vinnudagur og ég kvíði svo fyrir deginum. Ætti ég að voga mér inn á kaffistofuna eða bara halda mig inni á skrifstofunni minni? Skyldi ég fá einhvern frið í dag? Ég þoli bara ekki lengur þessar eilífu háðsglósur um persónu mína, hvernig ég klæði mig, hvað ég borða eða borða ekki. Alltaf eilífar pillur og fliss. Þetta mun ekki hætta af sjálfu sér. Á ég að reyna að tala aftur við deildarstjórann? Það verður örugglega bara sama svarið, að ekkert sé hægt að gera og sennilega sé ekkert verið að meina með þessu. Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu helst strax í dag.“ Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Eineltisdagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að vekja athygli á þýðingu þess að sýna virðingu og kurteis samskipti ekki eingöngu á vinnustað heldur alls staðar. Hér verður fjallað um einelti á vinnustað. Birtingarmyndir eineltis á vinnustað eru margar og mismunandi allt eftir eðli og aðstæðum á vinnustaðnum. Þolendur og gerendur geta verið úr röðum stjórnenda/millistjórnenda eða almennra starfsmanna. Dæmi um eineltishegðun í garð samstarfsaðila er: -Sýna dónalega, ruddalega eða hrokafulla framkomu. -Gera grín að, lítilsvirða eða hæðast að. -Baktal/rógburður. -Sniðganga, hunsa, einangra og hafna. -Halda frá, leyna upplýsingum til að skaða frammistöðu. -Kaffæra í verkefnum. -Gagnrýna, finna viðkomandi allt til foráttu, bera röngum sökum.Þolendur og þögnin Hver sem er getur verið þolandi eineltis. Fordóma gætir enn í umhverfinu í garð þeirra sem segja reynslu sína af því að vera þolendur eineltis. Fordómarnir lýsa sér t.d. þannig að fólk sem jafnvel þekkir lítið eða ekkert til málsatvika hefur oft tilhneigingu til að álykta að sökin sé þolandans. Þolandinn endurspeglar oft fordómana með því að upplifa skömm og heldur að þetta sé honum að kenna. Fordómar í garð þolandans skýra að einhverju leyti af hverju vandamál af þessu tagi hefur tilhneigingu til að vera falið. Þolandinn álítur sem svo að það kunni að stríða gegn hagsmunum hans ef eineltið fréttist eða er tengt við hann. Hann óttast að vera álitinn vandræðaseggur og með því kunni möguleikar á ráðningu síðar meir að skerðast. Ef þolandinn er látinn fara eða telur sig knúinn til að yfirgefa vinnustaðinn er bataferlið oft mun erfiðara. Til viðbótar við að hafa misst atvinnu sína er hann fullur efasemda um sjálfan sig. Í raun velta örlög þolandans hvað mest á persónustyrk hans, stuðningi fjölskyldu og þeirri trú að skömmin sé ekki hans. Á góðum vinnustað er stjórnandinn fyrirmynd. Hann lætur sér annt um starfsfólk sitt, leyfir því að njóta sín og hæfileika sinna og myndar við það jákvæð tengsl. Hann gerir því grein fyrir að það sé verkefni allra að skapa góðan starfsanda og á vinnustaðnum skal ríkja umburðarlyndi og virðing. Hann tekur með faglegum hætti á málum sem upp koma. Í dag á Eineltisdeginum sýnum við táknrænan stuðning við baráttuna gegn einelti og þögninni með því að hringja bjöllum eða þeyta flautur um allt land kl. 13.00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Tökum höndum saman gegn einelti og kynferðisofbeldi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Úff, nýr vinnudagur og ég kvíði svo fyrir deginum. Ætti ég að voga mér inn á kaffistofuna eða bara halda mig inni á skrifstofunni minni? Skyldi ég fá einhvern frið í dag? Ég þoli bara ekki lengur þessar eilífu háðsglósur um persónu mína, hvernig ég klæði mig, hvað ég borða eða borða ekki. Alltaf eilífar pillur og fliss. Þetta mun ekki hætta af sjálfu sér. Á ég að reyna að tala aftur við deildarstjórann? Það verður örugglega bara sama svarið, að ekkert sé hægt að gera og sennilega sé ekkert verið að meina með þessu. Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu helst strax í dag.“ Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Eineltisdagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að vekja athygli á þýðingu þess að sýna virðingu og kurteis samskipti ekki eingöngu á vinnustað heldur alls staðar. Hér verður fjallað um einelti á vinnustað. Birtingarmyndir eineltis á vinnustað eru margar og mismunandi allt eftir eðli og aðstæðum á vinnustaðnum. Þolendur og gerendur geta verið úr röðum stjórnenda/millistjórnenda eða almennra starfsmanna. Dæmi um eineltishegðun í garð samstarfsaðila er: -Sýna dónalega, ruddalega eða hrokafulla framkomu. -Gera grín að, lítilsvirða eða hæðast að. -Baktal/rógburður. -Sniðganga, hunsa, einangra og hafna. -Halda frá, leyna upplýsingum til að skaða frammistöðu. -Kaffæra í verkefnum. -Gagnrýna, finna viðkomandi allt til foráttu, bera röngum sökum.Þolendur og þögnin Hver sem er getur verið þolandi eineltis. Fordóma gætir enn í umhverfinu í garð þeirra sem segja reynslu sína af því að vera þolendur eineltis. Fordómarnir lýsa sér t.d. þannig að fólk sem jafnvel þekkir lítið eða ekkert til málsatvika hefur oft tilhneigingu til að álykta að sökin sé þolandans. Þolandinn endurspeglar oft fordómana með því að upplifa skömm og heldur að þetta sé honum að kenna. Fordómar í garð þolandans skýra að einhverju leyti af hverju vandamál af þessu tagi hefur tilhneigingu til að vera falið. Þolandinn álítur sem svo að það kunni að stríða gegn hagsmunum hans ef eineltið fréttist eða er tengt við hann. Hann óttast að vera álitinn vandræðaseggur og með því kunni möguleikar á ráðningu síðar meir að skerðast. Ef þolandinn er látinn fara eða telur sig knúinn til að yfirgefa vinnustaðinn er bataferlið oft mun erfiðara. Til viðbótar við að hafa misst atvinnu sína er hann fullur efasemda um sjálfan sig. Í raun velta örlög þolandans hvað mest á persónustyrk hans, stuðningi fjölskyldu og þeirri trú að skömmin sé ekki hans. Á góðum vinnustað er stjórnandinn fyrirmynd. Hann lætur sér annt um starfsfólk sitt, leyfir því að njóta sín og hæfileika sinna og myndar við það jákvæð tengsl. Hann gerir því grein fyrir að það sé verkefni allra að skapa góðan starfsanda og á vinnustaðnum skal ríkja umburðarlyndi og virðing. Hann tekur með faglegum hætti á málum sem upp koma. Í dag á Eineltisdeginum sýnum við táknrænan stuðning við baráttuna gegn einelti og þögninni með því að hringja bjöllum eða þeyta flautur um allt land kl. 13.00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Tökum höndum saman gegn einelti og kynferðisofbeldi!
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun